blaðið - 31.03.2006, Side 4

blaðið - 31.03.2006, Side 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaðið Tekjur hins op- inbera aukast Heildartekjur ríkissjóðs og sveitarfé- laga á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 126,4 milljarðar samkvæmt bráðarbirgðaáætlun Hagstofunnar um fjármál hins opinbera sem birt var í gær. Heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 92,4 milljarðar og áuk- ast um 12,5% frá sama ársfjórðungi í fyrra og þá jukust gjöld ennfremur um 8,8%. Þá eru tekjur sveitarfélaganna áætlaðar um 34 milljarðar sem er um 4% minna en á sama tíma í fyrra en þá námu þær 35,4 millj- örðum. Á móti hafa rekstrargjöld dregist saman um 9,6% eða úr 35,4 milljörðum árið 2004 í 32 milljarða í fyrra. Smáralind skilar tapi Tap Smáralindar ehf. nam 101 milljón króna árið 2005 samkvæmt ársuppgjöri félagsins fyrir árið 2005 sem birt var í gær. Þetta er töluvert meiri hallarekstur en fyrir árið 2004 en þá nam tap félagsins 43 milljónum. Samkvæmt ársuppgjörinu námu heildartekjur á síðasta ári um 1,3 milljörðum króna og þar af námu leigutekjur 985 milljónum sem er 9% hækkun frá fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 684 milljónum króna sem er um 14% aukning frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir batnandi afkomu á þessu ári samkvæmt áætlunum m.a. vegna nýrra leigusamninga og hækkandi leiguverðs. KRESS rafhlöðuborvélar 12v Verð 12.900.- 4Bl tvær rafhlöður, 1500 snúningará m(n Asborg Smiðjuvegi 11 ,sfmi 5641212 XaugarbalépU 23. mat Seðlabankinn glímir við verðbólguna Stýrivextir munu hækka um 0,75% frá og með 4. apríl næstkomandi í 11,5% samkvæmt tilkynningu sem bankastjórn Seðlabanka íslands sendi frá sér í gær. Hækkunin er í hærra lagi miðað við spár en hröð lækkun krónunnar og meiri hag- vöxtur en gert var ráð fyrir er helsta ástæða hækkun stýrivaxta. Þörf er á meiri hækkunum ef verðbólgu- markmið Seðlabankans á að nást að mati Ingólfs Bender, hjá greiningu Glitnis. Frekari hækkanir Seðlabankinn tilkynnti í gær að hann hyggist hækka stýrivexti um 0,75 prósent frá og með 4. apríl næst- komandi. 1 tilkynningu bankans kemur einnig fram að aðrir vextir verða einnig hækkaðir um 0,75% frá 1. apríl næstkomandi. I Peningamálum Seðlabankans sem kom út í gær er hækkun stýri- vaxta að töluverðu leyti rakin til þess að gengi krónunnar hefur lækkað Verðbólguhorfur hafa dökknað verulega á fslandi að mati Davíðs Oddssonar, Seðla- bankastjóra. hratt undanfarnar vikur. Þá kemur fram að hagvöxtur undanfarin tvö ár hafi reynst vera meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og að viðskiptahall- inn í fyrra hafi verið langt umfram áætlanir. Þetta hafi leitt til þess að verðbólgan hafi aukist og kemur fram í Peningamálum að verðbólgu- markmið Seðlabankans muni vart verða náð innan ásættanlegs tíma nema til komi frekari hækkanir á stýrivöxtum umfram það sem nú er. Samkvæmt spá bankans er gert ráð fyrir að verðbólgan verði um 5,5% eftir eitt ár og fari jafnvel upp í 6% um mitt næsta ár. Þettá er töluvert hærri verðbólga en gert var ráð fyrir í síðustu spá en þá var reiknað með um 3% verðbólgu. Fram kom í ræðu Davíðs Odds- sonar, seðlabankastjóra, á blaða- mannafundi í gær að verðbólgu- horfur hafi dökknað verulega á íslandi frá síðustu vaxtahækkun og séu til lengra tíma litið óviðunandi. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans um vexti verður að óbreyttu birt fimmtudaginn 18. maí næstkomandi. Löngusker, Hólmsheiði eða Keflavíkurflugvöllur? Starfi samráðshóps sem ákveða á framtíð innanlandsflugs á höfuðborg- arsvæðinu miðar vel, segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Sam- fylkingarinnar og sá sem fer fyrir hópnum fyrir hönd borgarinnar. Hann segir að eins og staðan er nú sé litiðtiltveggjakostafyrirnýttflugvall- arstæði, auk Keflavíkurflugvallar. „Það er búið að ráða ráðgjafa sem á að leggja mat á þá kosti sem til skoð- unar koma,“ segir Dagur. „Þar á ég við ný flugvallarstæði ásamt Kefla- víkurflugvelli.“ Aðspurður hvort að Keflavíkurkosturinn hafi í för með sér bættar- samgöngur við borgina, eins og hugmyndir Stefáns Jóns Haf- stein gera ráð fyrir, segir Dagur: „Við höfum sagt að til þess að hægt sé að skapa sátt fyrir því að innanlands- flugið verði fært til Keflavíkur, þá verði að stórbæta samgöngur á þess- arileið..“ Póstverslun Þœgiíegasti versíunarmátinn mm i Nýjasta tískan á alla fjölskylduna www.additionsdirect.co.uk \22? Vörulisti Stærri en nokkru sinni Hundruð nýrra tilboða www.argos.co.uk stórverslunin loksins á íslandi Flottur fatnaður í öllum stærðum Austurhrauni 3 Gbæ S. 5552866 bm@bmagnusson.is www.bmagnusson.is Opið mánud.- föstud. 10-18, laugard. 11-14. Hugmynd Stefáns Jóns studd góðum rökum En hvernig líst Degi á hugmynd Stef- áns Jóns? „Hún styðst við ágætis rök og er spennandi hugmynd að skoða. Við verðum hins vegar að taka alla hagsmuni með inn í myndina og virða þá, meðal annars hagsmuni innanlandsflugsins, sjúkraflugsins og svo framvegis. Ýmsir telja að það þurfi að minnsta kosti einhvers konar lágmarksflugvöll nálægt Reykjavík." Dagur segir það- vera spennandi, ekki bara fyrir borgina heldur ekki síður flugreksturinn sem er mjög aðþrengdur í Vatnsmýr- inni, að hann fái nýtt og betra flug- vallarstæði til að vaxa á. Þrír kostir í stöðunni „Alla þessa þræði ætlum við að reyna að flétta saman eins og kostur er þannig að við höfum fullan saman- burð á þeim valkostum sem eru í stöðunni,“ segir Dagur. Að sögn hans er gert ráð fyrir nið- urstöðum úr starfi hópsins um mitt sumar, eða eftir kosningar til borg- arstjórnar. „En það skiptir kannski ekki öllu vegna þess að ég held að það sé mjög góð samstaða innan borgarstjórnar um það að flugvöll- Dagur B. Eggertsson urinn sé á leið úr Vatnsmýrinni.“ Dagur segir að hópurinn hafi velt fyrir sér 14 kostum í upphafi fyrir nýju flugvallarstæði en að þeim sé nú búið að fækka niður í tvo, auk Keflavíkurflugvallar. „Þessir kostir eru landfylling á Lönguskerjum og Hólmsheiði.“ Spá 6% verðbólgu Að sögn Ingólfs Bender, hjá grein- ingu Glitnis, höfðu menn þar á bæ spáð 0,5 til 0,75 prósent hækkun. „Þetta er samt sem áður umfram það sem markaðurinn var að búast við. Það á ekki aðeins við breytingu á stýrivöxtum heldur einnig það sem Seðlabankinn segir samhliða. Hann gefur það sterklega til kynna að hann muni hækka vextina frekar.“ Ingólfur segir að hækkunin muni að einhverju leyti leiða til tíma- bundinnar styrkingar krónunnar og lækkunar á hlutabréfamarkaði. Hann telur þó að hækka þurfi vexti enn frekar ef takast á að halda verð- bólgunni niðri. „Við spáum að verð- bólgan verði um 6% á þessu ári og í þeirri spá reiknum við með hækkun stýrivaxta upp undir 12%. Krónan hefur lækkað mun hraðar en Seðla- bankinn hefði viljað sjá og ólíklegt að hækkanirnar núna skili tilætl- uðum árangri." Fleiri ferða- menn til landsins Rúmlega 30 þúsund erlendir ferðamenn lögðu leið sína hingað til lands fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt taln- ingu Ferðamálastofu í Leifs- stöð. Þetta er um 3,8% aukning miðað við sama tíma í fyrra en þá voru ferðamennirnir um 29 þúsund talsins. Aukningin var einungis í janúar en ferðamönnum fækk- aði um 1,7% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Hlutfallslega fjölgaði ferða- mönnum mest frá Spáni, Finn- landi og Japan en sé einungis horft á fjölda ferðamanna fjölg- aði mest ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi. Þá varð nokkur fækkun í komu ferðamanna frá Bretlandi og Norðurlöndum. Þannig fækk- aði breskum ferðamönnum hingað til lands um 287 og norskum um 376. Qi Gong dagar með Gunnari Eyjólfssyni í Skálholtsskóla Dagana 4.-6. apríl leiðir Gunnar Eyjólfsson, leikari, í þriðja sinn kyrrðardaga í Skálholti þar sem byggt er á æfingum og hugmyndafræði Qi Gong til þess að öðlast innri sátt og kyrrð hugans. Kyrrðardagarnir hefjast síðla morguns á þriðju- degi, en lýkur um hádegisbil á fimmtudegi. Þessir kyrrðardagar fylgja í megindráttum formi hinna venjubundnu kyrrðardaga um hvíld, helgihald og þögn en í stað íhugunar tengir Gunnar líkamlegar æfingar sér í lagi tengdar öndun við kynningu á hugmyndafræði Qi Gong sem hann hefur iðkað og kennt um áratugaskeið. Þessir kyrrðardagar njóta mikilla vinsælda og eru aðeins örfá pláss laus til ráðstöfunar og er það vegna forfalla. Allar nán- ari upplýsingar og skráningu annast skrifstofa Skálholtsskóla í síma 486 8870, en netfangið er rektor@skalholt.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.