blaðið - 31.03.2006, Side 20
20 I VIDTAZ.
FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaóið
Engill, listamaður
og íjögur litil böm
Blaöið/Frikki
Hulda Vilhjálmsdóttir og Valgarður
Bragason, eða Hulda og Valli, búa í
litlu gulu húsi við Njálsgötu ásamt
þremur sonum (tveir Huldusynir
og einn Valgarðsson) og lítilli stelpu
sem von er á í heiminn eftir tvo
mánuði. Þegar blaðakonu ber að
garði er henni boðið upp á nýlagað
kaffi. Valli lagar örlítið til á borðinu
og kemur fyrir þremur bollum af
sitthvorri tegund-
inni. Plássið er ekki
mikið enda margir
í heimili og mikið
til af ýmsum erfða-
gripum sem bæði
Valli og Hulda hafa
fengið eftir ættingja
sína.
99..............
Konurídag
vilja bara 300
fermetra hús og
ég veit ekki hvað,
en auðvitað er
það auka álag á
mæðurað þurfa
að hugsa um
þetta alltsaman.
Hver á að þrífa
og halda þessu
við? Fer ekki öll
orkan í það?
Þú ert svo
kynþokkafullur
Hulda og Valli segj-
ast alltaf hafa vitað
af hvort öðru, ver-
andi jafnaldrar og
miðbæjarrottur, en
það var á skemmti-
staðnum 22 við
Laugaveg að „dul-
arfullur atburður“
gerðist sem kom
síðar tilmeð að ráða ..........
úrslitum.
„Þetta var þannig
að ég gekk upp að
honum og sagði:
„Rosalega ertu kyn-
þokkafullur strákur
Valli,““ segir Hulda og hlær en Valli
leiðréttir hana. „Þetta er tómt kjaft-
æði! Þú komst upp að mér og sagðir
voðalega ert þú alltaf eitthvað sexý
Valli. Hér er fimmhundruð kall
- farðu nú og keyptu þér bjór. Og
ég tók bara fimmhundruð kallinn,
keypti mér bjór og hélt áfram að
vera sexý. Síðan leið tíminn og við
héldum kunningskap okkar áfram
og kjöftuðum alltaf saman þegar við
hittumst, eða þar til Huldu vantaði
leigjanda til að drýgja tekjurnar," út-
skýrir hann.
„Það er svo mikilvægt að fólk nái að tala
saman. Maður er kannski í heila viku
í sínum veruleika og svo áttar maður
sig á því að maður er ekki búinn að tala
við eitt barnið í sjö daga. Bara búinn að
skipa honum fyrir og segja honum hvað
hann á að gera eða ekki, en ekkert svona
rólegt spjall um daginn og veginn. For-
eldrar þurfa líka að tala við börnin sín."
Valgarður Bragason.
Hulda tekur við. „Mér fannst
hann henta vel sem svona húsvörður.
Hann gat passað mig og húsið í leið-
inni. Svo flutti hann inn og hefur
ekkert flutt út síðan.“
Það leið ekki á löngu þar til ástin
kviknaði í brjóstum beggja. „Valli
hefur alltaf verið mikil félagsvera,“
segir Hulda. „Hann flakkar á milli
húsa og heimsækir fólk. Svo var það
eitt skiptið að ég var
ein á spítalanum með
son minn veikan, að
Valli kom við og heim-
sótti mig. Hann hafði
þá verið að kíkja á vin
sinn en vildi koma við
hjá mér í leiðinni. Valli
minnir mig á engil sem
er á ferðalagi í borginni
að gera fólki gott. Hann
hefur svo fallega sál.“
Málverk og plaköt
Valli er þúsundþjala-
smiður en margir hafa
tekið eftir honum í
miðbæ Reykjavíkur þar
sem hann flakkar um
með lím í skúringafötu
og hengir upp plaköt.
„Ég er búinn að vera
að gera þetta í bráðum
tíu ár. Þetta byrjaði
þannig að ég hafði verið
að vinna í mesta sak-
leysi niðri á bryggju að
smíða vörubretti þegar
Ási frá Smekkleysu kom
þangað í vandræðum og fékk mig til
að hengja upp fyrir sig. Svo spurðist
þetta bara út að ég væri maður sem
tæki svona að mér. Hálfu ári síðar
hætti ég á bryggjunni og fór alfarið
í að hengja upp plaköt þó að í dag sé
ég að taka önnur störf með þessu.“
Hulda er myndlistarkona sem
verður að teljast nokkuð afkasta-
mikil því frá árinu 1999 hefur hún
haldið um 13 einkasýningar, að frá-
töldum samsýningum og annars
konar uppákomum til heiðurs lista-
gyðjunni. „Þetta hefur gengið vel hjá
mér, ég get ekki sagt annað og það er
blessun því ég gæti ekki gert annað
en að mála. Ég tala með málverkinu
og finn mig þannig í þessu. Ef ég
ætti heima á vinnustofunni og væri
bara þar allan daginn, þá myndi
hreinlega vera stríður straumur af
verkum á færibandi út úr henni.
Þetta er hins vegar ákveðin nautn
fyrir mér þannig að ég reyni að spara
mér þessa ástríðu. Fyrst kem ég mér
í gírinn með því að skissa, hlusta á
tónlist og lesa en svo sprettur sýn-