blaðið - 31.03.2006, Side 24

blaðið - 31.03.2006, Side 24
FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaöiö Ákafur hugsjóna- maður og hörkutól Ljósmynd: Gary Parker/Apple Steve Jobs, stofnandi og stjórnandi töl vurisans Apple, þykir í senn vera harður í horn að taka og hugsjónamaður. Tölvurisinn Apple fagnar 30 ára afmæli sínu á morgun, 1. apríl, og ber aldurinn vel þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í gegnum tíðina. Ýmsar nýjungar Apple á borð við tónhlöðuna iPod og raf- rænu tónlistarverslunina iTunes hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal neytenda og átt sinn þátt í velgengni fyrirtækisins á undan- förnum árum. í tilefni af tímamót- unum kynnti Blaðið sér feril Steve Jobs hins umdeilda stofnanda og stjórnanda Apple. Steve Jobs fæddist í San Francisco árið 1955. Foreldrar hans sáu sér ekki fært að ala honum önn og var hann því ættleiddur af hjónunum Paul og Clara Jobs í Sílikondal í Kali- forníu sem þá var í mótun. Snemma kom í ljós að drengurinn var óvenju- miklum gáfum gæddur og var hann ári á undan í skóla. Þar gerðist hann uppreisnargjarn og var nokkrum sinnum vísað úr skóla fyrir að sleppa lausum snákum í kennslustof- unni, sprengja sprengjur og önnur prakkarastrik. Þar kynntist hann jafnframt Steve Wozniak sem var fimm árum eldri en hann en saman áttu þeir eftir að leggja grunn að Apple-veldinu. Bóhem með viðskiptavit Þó að Jobs hafi snemma sýnt að hann hafði viðskiptavit heillaðist hann jafnframt af hugmyndum um frjálst og óhefðbundið líferni, prófaði eitur- lyf, ferðaðist til Indlands og kynnti sér zen-búddisma. Árið 1976 stofnuðu félagarnir Apple og þurfti Jobs meðal annars að selja forláta Volkswagen rúgbrauð bif- reið til að fjármagna uppátækið. Fyr- irtækið einsetti sér að framleiða og selja tölvur til almennings og náðu þeir sterkri fótfestu á markaðnum með Apple II tölvunni ári síðar. Sumir vilja meina að með henni hafi einkatölvubyltingin hafist. Árið 1978 eignaðist kærasta Jobs til margra ára stúlkubarn sem hann neitaði að gangast við. Þrátt fyrir að rannsóknir sýndu að yfirgnæfandi líkur væru á að hann væri faðirinn þurfti dómsúrskurð til að hann féll- ist á að greiða meðlag með barninu. Mörgum árum síðar gekkst hann við dóttur sinni. Skammt var stórra högga á milli í fjölskyldulífi Jobs á þessum árum SAGAISLANDS VIII Meginheimild um sögu lands og þjóðar á árunum 1695-1795 V í VIII. bindi Sögu íslands er fjallað um tímabilið 1695-1795, auk þess er greint frá bókmenntasögu 1750-1840 og listasögu 18. aldar. Höfundar eru Lýður Björnsson, Guðbjörn Sigurmundsson og Þóra Kristjánsdóttir. Hvernig var mannfjöldaþróun, stjórnskipun og stjórnsýsla, verslun og aðrir atvinnuvegir? Einkenndist 18. öldin af hnignun, kúgun og niðurlægingu? Hér er þvert á móti sýnt fram á framfarir í atvinnulífi sem leiddu til þéttbýlis- myndunar. Rakin áhrif upplýsingarinnar og rómantísku stefnunnar á bókmenntir og listir. Fyrri bindin eru öll fáanleg .„ ... - fleiri væntanleg *f[ - frábær tækifærisgjöf /2? - tilboðspakkar fy™. ry. X- 1816-2006 s4 Hið íslenska bókmenntafélag Skeifunni 3b • Sími 588 9060 • Netfang: hib@islandia.is • Heimasíða: www.hib.is J því að um líkt leyti kynntist hann blóðforeldrum sínum og alsystur. Viðskilnaðurinn við Apple Árið 1983 tókst Jobs að sannfæra John Sculley, forstjóra gosdrykkjafram- leiðandans Pepsi, um að taka að sér hlutverk framkvæmdastjóra Apple. Sjálfur var Jobs innan við þrítugt og ekki talinn búa yfir nægri reynslu til að valda verkefninu enda hafði fyrirtækið stækkað mikið á örfáum árum. Því miður reyndust Sculley og Jobs ekki eiga skap saman og enduðu deilur þeirra með því að Jobs hrökkl- aðist frá Apple tveimur árum síðar. Viðskilnaðurinn við Apple kom illa við Steve Jobs enda hafði hann byggt upp fyrirtækið frá grunni og helgað því starfskrafta sína. Jobs, sem var aðeins þrítugur og marg- faldur milljónamæringur, dró sig í hlé um tíma en stofnaði síðan fyrirtækið NeXT ásamt nokkrum tryggum starfsmönnum Apple Jobs rak NeXT af staðfestu og með svo harðri hendi að hann komst á lista tímaritsins Forbes yfir hörð- ustu stjórnendur allra tíma. Erfiður í samskiptum Steve Jobs þykir dularfullur, óút- reiknanlegur og erfiður í sam- skiptum. Hann hefur alltaf verið harður í horn að taka og ekki virðist velgengni í viðskiptalífinu eða fjöl- skyldulífi hafa mýkt hann. Hann er mjög viðkvæmur fyrir umfjöllun um sig og fyrirtæki sitt og árið 1998 strunsaði hann út úr sjónvarpsvið- tali vegna þess að honum mislíkaði ein spurning viðmælandans. Hann hefur óspart reynt að beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir gagn- rýna eða persónulega umfjöllun um sig. Jobs gekk þó skrefi lengra á síð- asta ári þegar Apple brást við útgáfu ævisögu Jobs sem unnin var í óþökk hans með því að taka bækur frá út- gefenda ævisögunnar af söluskrá Apple-búða. Glataði sonurinn snýr heim Um líkt leyti og hann stofnaði NeXT keypti Steve Jobs einnig kvikmynda- fyrirtækið Pixar af George Lucas og hélt því á floti í nokkur ár þrátt fyrir að ekkert útlit væri fyrir að fyr- irtækið myndi skila hagnaði. Fyrsta kvikmynd þess, Leikfangasaga, sló í gegn árið 1995 og ári síðar keypti Apple NeXT og má þvi segja að glataði sonurinn hafi snúið aftur á heimaslóðir. Ekki leið á löngu áður en Jobs var búinn að taka við stjórnartaum- unum í Apple-fyrirtækinu á ný. Hann vann ötullega að því að koma því aftur á réttan kjöl en hallað hafði undan fæti í rekstrinum eftir brott- hvarf hans. Jobs endurskipulagði reksturinn og markaðssetti fjölda vinsælla vara svo sem iMac og iBook tölvurnar sem áttu sinn þátt í endurreisn fyrirtækisins. Með gríðarlegum vinsældum iPod-tónhlöðunnar og iTunes-tón- listarveitunnar jókst hagur fyrirtæk- isins enn frekar. Á sama tíma sló hver kvikmynd Pixar-fyrirtækisins á fætur annarri í gegn og má segja að velgengni þess sé skýrt dæmi um hvernig þrautseigja og staðfesta Steve Jobs hafi borgað sig á endanum. Komdu skipulagi á staf- rœna myndasafnið þitt Á laugardag verður haldið námskeið um skipulagningu, skráningu og vistun stafrænna ljósmyndasafna. Margrét Gunnarsdóttir er annar leiðbeinandi námskeiðsins en hún starfar m.a. við skráningu mynda á Landspítalanum. „Við Einar Er- lendsson, sem er hinn leiðbeinandi námskeiðsins, fórum að ræða um mikilvægi þess að koma skipulagi á myndasöfn í kjölfar fyrirspurna sem við fengum frá fólki utan úr bæ. Við Einar ákváðum að leggja saman krafta okkar og halda námskeið með það að markmiði að hjálpa fólki að koma skipulagi á stafræn mynda- söfn.“ Á námskeiðinu verður farið yfir ferli frá myndatöku eða inns- könnun mynda til vistunar. Farið verður í mismunandi tegundir skráa- sniða, litarýma og vistunarforma. Vistunarlausnir Margrét segir að með tilkomu stafrænna myndavéla hafi fólk í auknum mæli farið að taka myndir og margir eigi þúsundir mynda sem þeir nái ekíci að halda utan um. „Einar sem vinnur hjá Húsi myndanna mun gefa fólki góðar ábendingar um hvaða forrit gætu hentað til að halda utan um mynd- irnar og hjálpað fólki að skrá þær inn í forritið. Það er mjög misjafnt hvaða vistunarfyrirkomulag hentar hverjum og einum og það er engin ein lausn til. Á námskeiðinu fær fólk leiðbeiningar til að koma upp eigin grind og koma upp efnisleitarorðum sem hægt er að styðjast við.“ Margrét segir að forrit frá Húsi myndanna kosti um 45 þúsund krónur án virðisaukaskatts en síðan sé hægt að fá mun ódýrari forrit. „Margir standa frammi fyrir því að Með tilkomu stafrænna myndavéla hafi fólk í auknum mæli farið að taka myndir og margir eigi þúsundir mynda sem þeir nái ekki að halda utan um vera búnir að fylla harða drifið í tölv- unni hjá sér af myndum en á nám- skeiðinu verður einnig fjallað um og boðið upp á aukið geymslurými. Ef fólk vistar myndir á diskum er alltaf sú hætta fyrir hendi að diskarnir gangi úr sér á nokkrum árum og þá verði ekki hægt að lesa þá og því er ekki endilega best að geyma myndir á þann hátt. Þá geta miðlarnir sem notaðir eru til að lesa diskna breyst.“ Námskeiðið er sniðið fyrir þá ein- staklinga sem vanir eru að nota tölvur, hafa áhuga á að taka myndir og er annt um að vista þær á skipu- lagðan hátt til framtíðar. Námskeiðið verður haldið 1. apríl frá 10-16 í stofu 422 í Árnagarði. hugrun@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.