blaðið

Ulloq

blaðið - 31.03.2006, Qupperneq 26

blaðið - 31.03.2006, Qupperneq 26
26 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaöiö Heilmikil frœði i fisk&r Anna Soffía Halldórsdóttir hefur rœktað mörg hundruðfiska heima hjá sér. Diskusar skiptast í mörg afbrigði og þessi fallegi fiskur kallast Red Turquoise. Allar gæludýravörur 30 % - 50 % AFSLÁTTUR FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM TOKYO gæludýravörur Hjallahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444 . P "éf Trúóur (clownfish) Sjávarfiskur, atlt að 6cm tangur. Hann tifir í sambýti með sæfiftum sem verndar hann gegn óvinum. Mgengur og auðveldur og er einn af fáum sjávarfiskum sem er ræktaður. Getur skipt um kyn. kr. 2800 til 6400 DÝRARÍKIÐ Grensásvegi s: 5686668 - Skútuvogi 16 s: 5680020 Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is Búr í eigu Önnu Soffíu, en það er 450 lítra Það er sjaldan dauð stund á heim- ili Önnu Soffíu Halldórsdóttur því auk þess að rækta mörg hundruð fiska er fugl, hundur og dverghamstrar á heimilinu hennar. Hennar helsta áhuga- mál er fiskaræktun enda finnast henni fræðin í kringum fiskana einkar skemmtileg. ,Ég er með mörg búr hér heima fyrir og til dæmis er ég með ræktunar- rekka í sérstöku herbergi. Ég rækta aðallega diskusa sem eru suður-am- erískir fiskar. Þetta eru kringlóttir fiskar, eins og diskar í laginu. Disk- usar eru mjög dýrir fiskar en ég hef einmitt reynt að lækka verðið með minni ræktun. Ég sel ungfiska á nokkra þúsundkarla en þeir geta kostað á bilinu 10-20 þúsund út úr búð þó það fari eftir afbrigðum. Svo er ég með 450 lítra aðalbúr í stof- unni hjá mér sem er með þessum fiskum sem og öðrum og lifandi gróðri," segir Anna Soffía og bætir við að margir tala um að það sé ekki skemmtilegt að vera með fiska enda sé til dæmis ekki einu sinni hægt að klappa þeim. „En það sem er svo skemmtilegt við fiska er einmitt þessi efnafræði, að hugsa um vatnið, plönturnar og að hafa allar formúlur réttar. Þeir sem eru í fiskum af fullri alvöru velta þessari efnafræði mikið fyrir sér, uppbyggingu lífríkisins og fleira." Auðveldara að þrífa stærri búr Þrátt fyrir að Anna Soffía eigi öll þessi búr segir hún að það fari alls ekki mikill tími í að hreinsa þau. „Eftir því sem búrið er stærra því betra er að þrífa það. Búr sem er 20 lítra er erfiðara í meðhöndlun en 600 lítra búr. Það gætir yfirleitt misskilnings hjá fólki og það kaupir a a minni búr en þá y y fer mikill tími í að skafa þörung og annað viðhald. Það er miklu betra að kaupa stórt og öfl- ugt búr og öflugan tunnuhreinsi. En það er skiljanlegt að fólk byrji á minni búrum og stækki síðan við sig. Þá sér fólk muninn, hversu auðveldara það er að eiga við stærri búrin. Ég set slöngu í búrið hálfs- mánaðarlega og set hinn endann út um glugga og sýg vatnið upp úr búrinu. Ég geri eitthvað annað á meðan vatnið dæíist út í lóð. Ég dæli bara 20-30% af vatninu og fiskarnir eru í búrinu á meðan. Eg hreinsa tunnudæluna oft vikulega en það fer eftir því hversu mikil fóðurgjöfin er.“ Þetta segir Anna Soffía að sé mjög mikilvægt enda geta myndast efni i búrinu sem drepa fiskana. „Það eru efni í vatninu sem heita ammoníak, NO2 (nítrit) og NO3 (nítrat). Þetta eru efni sem við viljum ekki hafa í of miklum mæli í búrinu og sérstak- lega ekki nítritið. Ef það er ekki nið- urbrot í vatninu og nítrit hleðst upp þá getur það drepið fiskana. Þetta getur til dæmis gerst ef fiskunum er gefinn of mikill matur og ekki er skipt reglulega um vatn. Það er gott að vera með mikið af plöntum í búrinu því þær nýta sér þessi efni auk þess að gefa súrefni. Það þarf að finna ákveðið jafnvægi í búrinu svo þessi efni hlaðist ekki upp.“ Skíri ekki fiskana mína Anna Soffía segir að henni finnist ræktunin það skemmtilegasta við fiskana. „Að horfa á fiskinn vaxa og fylgjast með honum dafna. Það eru margir sjúkdómar sem fylgja fiskum og það þarf að kynna sér hvern ein- asta sjúkdóm til að geta brugðist rétt við. Það þarf að lesa um hvernig sjúkdómarnir lýsa sér og hvaða lyf eru notuð. Það eru mikil fræði í kringum fiska og fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því. Það fer út í búð, kaupir sér búr og fiska og gerir síðan ekki neitt. Ég fæ oft símhringingar frá fólki þar sem fiskarnir eru allir að deyja og enginn skilur neitt í neinu. Þegar fiskabúr er sett upp þá tekur margar vikur að byggja upp líf- ríki. 1 byrjun þarf að tappa af 10-20% af vatni þriðja eða fjórða hvern dag. Þetta er gert á meðan lífríkið er að byggjast upp því annars safnast nít- rit fyrir í búrinu og það getur orðið nítritsprenging," segir Anna Soffía sem segist samt sem áður ekki tengj- ast fiskunum tilfinningaböndum. ,Ég skíri ekki fiskana mínum og ég græt ekki ef þeir drepast." Býr til kjötblöndu fyrir fiskana Anna Soffía ræktar einungis fersk- vatnsfiska og hennar áhugi liggur helst þar. Hún segir að talið sé að diskusar séu erfiðasta deildin. „Disk- usar éta kjöt. Ég bý til sérstaka kjöt- blöndu handa þeim sem ég blanda úr kinda- eða nautahjarta. í því er líka blómkál, gulrætur, spínat, hvít- laukur, rækjur, vítamín, þorskur og svo framvegis. Ég hef selt marga diskusa úr mínum ræktunarhóp en suma vil ég eiga því ég vil sjá hvernig þeir dafna.“ Þar sem Anna Soffía er mjög fróð um fiska segist hún oft fá fyrirspurnir um umönnun þeirra og hvað eigi að vera í búrunum. „Það er mjög misjafnt hvað þarf að vera í fiskabúrinu, það fer eftir stærð búrs- ins og hvaða fiskar verða í búrinu. Til að mynda eru fisktegundirnar pleggar og stórar ancistrur ekki settar í gróðurrík búr. Sýrustig í búri þarf að vera hlutlaust, pH 7 en þetta getur líka verið breytilegt eftir tegund fiska. Sýrustig þarf til dæmis að vera ph 8-9 í búri með afrískum síklíðum. Hægt er að auka sýr- ustig í búrum með ph-i- efnum eða skeljum en það má minnka það með góðri trjárót, gamla góða natróninu sem ég næ bara í upp í skáp eða ph-. Það eru efni i natróni sem gera fiskunum ekkert en núllar vatnið.“ Áhugasömum er bent á að kíkja á spjallvefinn www.dyraspjall.com en Anna Soffía opnaði nýlega þessa spjallsíðu ásamt Soffíu Elínu Sig- urðardóttur. Síðan er óháð, það er ekki tengd neinni gæludýraverslun, en þar geta allir þeir sem áhuga hafa á dýrum sent inn fyrirspurnir, spjallað, fræðst og frætt aðraog keypt vörur sem aðrir notendur auglýsa. svanhvit@bladid.net Diskusar geta verið mjög dýrir fiskar en ég hef einmitt reynt að lækka verðið með minni ræktun.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.