blaðið - 31.03.2006, Side 30

blaðið - 31.03.2006, Side 30
30 I FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaðiö Fabregas getur orðið sá besti Thierry Henry hrósar samherja sínum, Cesc Fabregas, í hástert. Scott Parker saltar Didier Drogba i leik Chelsea og Newcastle á dögunum. Drogba þarf aö láta aðra tækla sig það sem eftir er af tímabilinu - Parker er nefnilega veikur heima. SKYNDIPRÓFIÐ Maradona Hversu oft sigraði hann HM? Með hvaða liði lék hann á árunum 1984-1991? Hvaða argentínska lið, sem hann lék með á árum áður, styður hann í dag með ráðum og dáð? Á móti hvaða þjóð skoraði hann með „hönd Guðs“ á HM 1986? Hvað er kappinn stór? 4. 5. •ud 891 'S 'jpup|6u] fr 'sjomnf eDog 'í '!|odeN z 'juuis nu.13 ‘i Ronaldinho verðmætastur Ronaldinho, leikmaður Barcelona, er verðmæt- asti knattspyrnumaður heims þegar kemur að auglýsingasölu. Sam- kvæmt þýska ráðgjafa- fyritækinu BBDO er Brasilíumaðurinn metinn á rúma fjóra milljarða íslenskra króna og skákar þar með enska auglýs- ingaprinsinum David Beckham sem er nú í öðrusæti. Hinnsnoppu fríði leikmaður Manc hester United, Wayne Ro oney, er svo þriðji. Þó að Beckham sé enn þekktasta andlitið í knatt spyrnuheiminum gera aldur Ron aldinho og afrek það að verkum að hann hentar betur við markaðssetn- ingu, samkvæmt BBDO. „Beckham er í öðru sæti þar sem hann þykir einn mesti „metrósexual“-maður Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að Cesc Fabregas eigi ekki langt í að verða leikmaður á svipuðum mælikvarða og Wayne Rooney eða Ronaldinho. Spænski táningurinn Fabregas átti stórleik gegn Juventus, þegar liðin mættust á þriðjudags- kvöld, og bar af í annars sterku liði Arsenal. „Það er sjaldan sem maður sér svona unga leikmenn með slíka hæfileika. Hann hefur verið að gera mjög góða hluti á tímabilinu og er stöðugt að bæta sig. Hann er farinn að geta slátrað liðum upp á sitt eins- dæmi,“ sagði Henry. Hann segir að þó sé nauðsynlegt að hlúa vel að Spánverjanum og vernda hann. „Ég hef alltaf haft mikla trú á Cesc. En í upphafi leik- tíðar var hann ekki að spila sérlega vel og ég man að fólk var mikið að gagnrýna hann. Nú stendur hann sig hins vegar frábærlega, fólk kallar hann snilling og spáir því að hann verði besti miðjumaður heims. Við megum ekki missa okkur al- veg, heldur þarf að gefa honum tíma og næði t i 1 alvöru orkudrykkur Fabregas átti stórleik gegn Juventus á þ riðjudagskvöld og skoraði mark og lagði upp annað. Arsenal er komið með annan fótinn í undanúrslit meistaradeildarinnar fyrir vikið. að þroskast og bæta sig,“ sagði Henry. „Cesc hefur þó sýnt að hann getur höndlað pressuna. Ég hef alltaf sagt að þó að hann hafi líkama tán- ings er hann öld- ungur í anda.“ Gæti orðið stjarna HM Henry er ekki einn um að hæla Fabregas því Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, sagði við íjölmiðla að hann spáði því að spænska undrabarnið yrði ein af skærustu stjörnum HM í sumar. „Hann var framúrskarandi á móti Juventus, hreint stórkostlegur,“ sagði Merson. „Ég trúi ekki öðru en að hann verði valinn í spænska lands- liðshópinn fyrir HM því hann á það algjörlega skilið. Hann gæti hæglega orðið lykilmaður þess í keppninni,“ sagði Merson ennfremur. bjorn@bladid.net sem fyr- irfinnst," sagði talsmaður BBDO. LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaöu á næsta sölustnö eöa á lengjar i.is Energie Cottbus - Freiburg 1,85 2,75 2,90 Karlsruhe - Greuther Fíirth 1,85 2,75 2,90 Paderborn - Bochum 2,60 2,65 2,05 Utrecht - RKC Waalwijk 1,60 2,95 3,50 Crystal Palace - Watford 1,90 2,75 2,80 Hartlepool - Oldham 2,45 2,60 2,20 Tranmere - Port Vale 1,80 2,80 3,00 Torino - Catania 1,95 2,70 2,75 Braga - Nacional 1,60 2,95 3,50 Scott Parker ekki meira með á þessu tímabili Miðjumaðurinn sterki veiktist af einkirn- ingasótt og meiðslalisti Newcastle lengist. Scott Parker, leikmaður Newcastle, mun að öllum líkindum verða frá það sem eftir lifir tímabilsins eftir að hafa veikst af einkirningasótt. Þá má telja ljóst að veikindin aftri Par- ker frá því að leika á HM í sumar en talið var líklegt að hann hlyti sæti í landsliðshóp Englendiriga fyrir mótið. „Við erum nokkuð vissir um að þetta sé einkirningasótt. Hann er búinn að vera veikur í rúman mánuð núna,“ sagði Glenn Roeder, bráðabirgðastjóri liðsins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Parker hefur leikið stórvel í búningi þeirra röndóttu í vetur eftir að hafa gengið til liðs við þá frá Chelsea síðasta sumar. Tíðindin eru enn eitt reiðarslagið fyrir Newcastle en liðið hefur átt við ramman reip að draga á leiktíðinni og verið fyrir neðan miðja deild frá því í haust. Michael Owen rist- arbrotnaði á gamlársdag og hefur ekki leikið síðan og þá tóku meiðsli spænska sóknarmannsins Alberts Luque sig upp á ný á dögunum. Sá hefur ekki leikið nema 10 leiki á tímabilinu en Newcastle borgaði 9,5 milljónir punda fyrir kappann í haust. Skeytin inn Breska dagblaðið Daily Mail heldur því fram að Andryi Shevchenko, leikmaður AC Milan, hafi gert fjögurra ára samning við Chelsea. Ro- man Abramov- ich, eigandi Chelsea, hefur ítrekað reynt að klófesta úkraínska sóknarmanninn undanfarin ár en ekki haft erindi sem erfiði. Samkvæmt Daily Mail mun Shevchenko fá 110 þúsund pund á viku, eða tæpar tvær milljónir íslenskra króna á dag, skrifi hann undir hjá Englands- meisturunum. Þá kom einnig fram að liðið hyggðist losa sig við Didier Drogba og Hernan Crespo í sumar en þeir þykja ekki hafa staðið undir vænt- ingum Jose Mourinho, stjóra liðsins. Shevchenko sjálfur sagði fréttina uppspuna frá rótum og ekkert hafa rætt við Chelsea. „Það eina sem ég hef heyrt er það sem einhverjir aðrir hafa verið að segja. En ég vil bara þakka enskum fjölmiðlum fyrir að hafa búið þetta til. Kannski að Milan hafi þá hraðari hendur í að bjóða mér nýjan samning," sagði Shevchenko. Ken Livingston, borgar- stjóri Lundúna, hefur útilokað að eitthvert knattspyrnulið fái að taka yfir Ólympíuleikvanginn þar í borg eftir leikana árið 2012. Lundúna- liðin Tottenham og West Ham hafa bæði rennt hýru auga til leikvangsins en nú hefur verið ákveðið að leikvangurinn verði framtíðar frjálsíþróttamiðstöð. Aaron Lennon og Michael Dawson hafa framlengt samninga sína við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur. Lennon skrifaði undir til ársins 2010 en Dawson til 2011 „Þetta eru stórkostleg tíðindi fyrir félagið. Þessir tveir ensku leik- menn hafa þrátt fyrir ungan aldur sýnt að þeir eiga fullt erindi á meðal þeirra allra bestu og hafa verið mikill styrkur fyrir liðið í vetur,“ sagði Damien Comolli, yfirmaður íþróttamála hjá Tottenham. Lennon hefur að undanförnu verið orðaður við Manchester United og gengu sögur um að Rauðu djöflarnir hyggðust reyna að klófesta kappann í sumar fyrir fimm milljónir punda. Telja má nú ljóst að af því verði ekki. Lennon, sem ér einungis 18 ára gamall, þykir í hópi allra efnilegustu leikmanna Bret- landseyja og hefur leikið 22 leiki fyrir Tottenham á leiktíðinni. „Ég nýt þess í botn að vera að spila hjá Tottenham. Þetta er frábært lið og hér líður mér mjög vel,“ sagði Lennon eftir undirritun samningsins og Dawson tók í sama streng.„Ég er í skýjunum með samninginn enda er þetta frábært félag. Liðs- andinn er eins og best verður á kosið og allir hérna eru fullvissir um að Tottenham geti náð í hæstu hæðir,“ sagði Dawson.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.