blaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 38
38IFÓLK
FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaðiö
FÓTBOLTI, PÍTSUR
OG ENDAJAXLAR
Smáborgarinn fylgist með meistaradeild-
inni þó að uppáhalds liðið hans hafi nú
aldrei keppt þar... enn. (vetur hefur verið
einkar skemmtilegt að sjá sóknarliðin
komast áfram í keppninni og t.a.m. hafði
Smáborgarinn sérstaka ánægju af því að
sjá hið stórskemmtilega lið Barcelona slá
út Chelsea. Að mati Smáborgarans er Kata-
lóníuliðið langbesta knattspyrnuliö heims
í dag og væri gaman að sjá það fara alla
leið í keppninni.
Það kom Smáborgaranum á óvart að
sjá Arsenal sigra Juventus örugglega en
liðið hefur þó verið að leika vel að undan-
förnu og miðað við leikinn á þriðjudag
gæti það náð langt i meistaradeildinni.
Þrátt fyrir djúpstætt haturá Arsenal þætti
Smáborgaranum óneitanlega gaman að
sjá snillingana Thierry Henry og Ronald-
inho mætast í úrslitunum. Að sjálfsögðu
myndu Börsungarnir svo rassskella Lund-
únaskömmina.
Góður pítsustaður á Laugavegi
Smáborgarinn borðaði í fyrsta sinn á
Reykjavík pizza company í fyrrakvöld og
tók með sér betri helminginn í þá próf-
raun. Skemmst er frá því að segja að báðir
helmingarnir, sá betri og verri, voru mjög
ánægðir með allt saman. Maturinn bragð-
aðist vel, þjónustan var ágæt og verðinu
var stillt í hóf miðað við gæði. Ólíkt því
sem gerist á t.a.m. Pizza Hut þar sem hálf
mánaðarlaunln fara bara í pepslkönnu,
sem er í þokkabót goslaus. Reykjavík pizza
company er, eftir því sem Smáborgarinn
veit best, útibú frá Eldsmiðjunni en Rpc er
þó öllu huggulegri og fínni. Alltaf gaman
að fara á góða pítsustaði, en þeir vaxa ekki
á hverju strái hérálandi.
Seinfeld yfir endajaxlatöku
Smáborgarinn hefur annars verið nokkuð
hress síðustu daga. Var að jafna sig eftir
að hafa látið taka úr sér alla endajaxlana
og er dauðsfeginn að vera loks búinn að
því. Smáborgarinn hafði búið sig undir
að eiga ekki afturkvæmt úr aðgerðinni og
skildi m.a.s. eftir kveðjubréf á eldhúsborð-
inu, áður en hann hélt út í opinn dauðann.
Herlegheitin gengu þó vonum framar og
sérstaklega hafði Smáborgarinn gaman af
því að geta horft á Seinfeld-þætti á með-
an hann lá í stólnum. Hafði tannsi orðið
sér úti um fínasta sjónvarpsskjá sem hann
stillti upp fyrir ofan Smáborgarann áður
en hann reif jaxlana úr. Sannarlega fyrir-
bæri sem Smáborgarinn hefði viljað hafa
til staðar í þau ótal mörgu skipti sem hann
hefur legið í stólnum.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins
Hvað finnst þér um
Bubbadóminn?
„Dómurinn er héraðsdómur og hefur því ekki jafnmikið vægi og ef um
hæstaréttardóm væri að ræða. Þrátt fyrir það eru atriði í honum sem
hljóta að vekja blaðamenn til umhugsunar. Til dæmis hvort í dóminum
gæti tilhneigingar til að hækka skaðabætur, til að þrengja réttinn til
myndatöku á almannafæri, eða réttinn til að setja fram tvíræðar fyrir-
sagnir. Ennfremur er það umhugsunarefni að ritstjóri skuli dæmdur til
greiðslu skaðabóta en ekki útgefandinn.“
Dómurinn í máli Bubba Morthens gegn tímaritinu Hér og nú hefur vakið athygli. Ritstjóri umrædds tímarits hefur verið dæmdur
til að greiða Bubba 700 þúsund krónur í skaðabætur.
Gamanleikarinn George Lopez hlaut hamingjuóskir frá Hnefaleikakappinn meö beittu tennurnar, Mike Tyson, er í sviðsljósi
leikkonunni Constance Marie þegar hann fékk stjörnu á fjölmiðla hvert sem hann kemur. Tyson kom til Shanghai á dögunum
frægðargöngu Hollywood. Sjálfur var hann hinn rólegasti. í viðskiptaferð og létu Ijósmyndararnir sig ekki vanta á flugvöllinn.
Söngkonan Omara Portuondo i kúbversku hljómsveitinni Buena Vista Social Club vandar sig við förðunarborðið áður en hún stígur á
svið í Havana. Portuondo er 75 ára gömul og eini eftirlifandi listamaðurinn í þessum fræga hópi. Hún fylgir nú þéttskipaðri tónleika-
dagskrá sem tekur hana víða um heim.
MÍSSFMB35
eftir Jim Unger
6-12
O Jlm Unger/clist. by United Medie, 2001
Ég myndi ekki borga 500 krónur
til þess að fá að horfa á þig.
HEYRST HEFUR..
Sjálfsagt hugsa margir Indr-
iða H. Þorlákssyni ríkis-
skattstjóra þegjandi þörfina um
þessar mund-
ir, en hann er
þekktur fyr-
ir að sinna
starfi sínu
af ástríðu.
Muna sjálf-
sagt margir
þegar hann lýsti því yfir að öll
heimsins gæði þessarar tilveru
væru skattskyld, nema annað
væri sérstaklega fram tekið, líkt
og það hefði verið smáa letrið á
steintöflunum, sem Móse kom
með niður af Sínaífjalli sællar
minningar...
Síðdegis í gær brá ríkisskatt-
stjóri sér hins vegar í kufl
Bölmóðs spámanns, en þá var
kynnt umsögn hans um þær fyr-
irætlanir að í stað afnotagjalda
greiði allir nefskatt til Ríkisút-
varpsins. Taldi Indriði nefskatta
hafa afar fáa kosti, en ótal galla.
Mesta athygli vekja þó viðvar-
anir hans til stjórnvalda um
ófyrirsjáanlegar afleiðingar
nefskatta. Nefnir hann að að
Ríkharður II. Englandskonung-
ur hafi lagt
á nefskatt ár-
ið 1380, sem
hafi valdið
bændaupp-
reisninni
1381, og eins
hafi nefskatt-
ur á Eng-
landi árið 1989 valdið miklum
óeirðum og átt mikinn þátt í
að Margréti Thatcher hafi verið
steypt af stóli! Ekki kæmi því á
óvart þó ráðherrar lýðveldisins
fari senn að hlaða götuvígi um-
hverfis Arnarhól...
Mikið hefur verið látið
með nýja bók rithöfund-
arins Andra Snaes Magnason-
ar, Draumalandið, sem öðrum
þræði fjall-
ar um fram-
tíð íslands
og stóriðju-
stefnuna.
S é r s t a k -
lega virðist
Andra Snæ
í nöp við ál-
iðnaðinn og tíundar hann ýms-
ar ávirðingar Alcoa eins og að
ál frá þeim sé notað í hergögn,
þó sjálfsagt megi eins benda á
að illar hugmyndir í útbreidd-
um bókum hafi ekki síður
orðið mörgum að fjörtjóni. En
þessi bók kvað hins vegar vera
svo góð að Silja Aðalsteinsdótt-
ir gekk í smiðju Abbie Hoffman
og skoraði á fólk að stela bók-
inni ef ekki vildi betur. Hinu
virðast allir hafa gleymt, að
ekki eru nema fjögur ár síðan
Andri Snær þáði bjartsýnisverð-
laun úr hendi forseta íslands,
herra Ólafs Ragnars Grímsson-
ar. Og hver kostaði þau? Enginn
nema álrisinn Alcan...
Brynja Björk Garðarsdóttir,
sem af einhverjum ástæð-
um fékk viður-
nefnið hnak-
kamella, er
hætt störfum á
tímaritinu Hér
& nú, en keppi-
nauturinn Séð
8c heyrt virtist
um hríð gera sér það að leik,
að álíta hana ritstjóra Hér &
nú. Nú heyrast þær fregnir að
viðræður standi yfir um að hún
gangi til liðs við Séð 8c heyrt. 1
ljósi þess, að Kristján Þorvalds-
son er nýhættur sem ritstjóri
þess, er ekki óvarlegt að ætla
að hún geti fyllt þann stól...