blaðið

Ulloq

blaðið - 06.04.2006, Qupperneq 4

blaðið - 06.04.2006, Qupperneq 4
4 I IWltfLEWDAR FRÉTTIR_______ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaöiö Nýjar ákærur fyrir hundruð milljóna fjársvik og fleiri brot Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni gefið að sök að hafa skarað eld að eigin köku HÚsgagna ® kostnað almenningshlutafélagsins Baugsþar semþeir voru meðal œðstu stjórnenda. Þú fcerð fermingargjafirnar hjá okkur <3D Gullsmiðia óla í smáralind Blatil/Gúndi Sakborningarnir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrver- andi aðstoðarforstjóri Baugs, koma til þingfestingar Baugsmálsins síðastiiðið haust. mgi»nai Bæjarlind 16 - Kópavogi S: 517 6770 O • ■ 4».' : Dýnur með stillanlegri mýkt. Mýktinni breytt hvenær sem er með einum takka. Hún með mjúka & hann með harða, samt sama dýnan. Nuddstólar frá Góður nuddstóll frábær eftir erfiöan vinnudag 3 gerðir & nokkrir litir Besta verðið Ótrúlega margir litir Stærsta litla búðin á íslandi Yfir 10.000 möguleikar Hinar nýju ákærur í Baugsmálinu, sem Sigurður Tómas Magnús- son, settur ríkissaksóknari, gaf nýlega út á hendur þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, Tryggva Jónssyni, fyrrver- andi aðstoðarforstjóra, og Jóni Geraldi Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna í Bandaríkjunum, eru síst minna al- varlegar en hinar fyrri, sem vísað var frá héraðsdómi. Blaðið hefur fengið nýju ákæruna í hendur, en í henni eru 19 ákæruliðir í fimm köflum vegna ætlaðra lögbrota af ýmsu tagi, eins og rakið er að neðan. Eru hinir ákærðu sakaðir fyrir fjárdrátt, fjársvik, brot gegn hlutafélagalögum, ólögmætra lán- veitinga og bókhaldsblekkinga, en þeir Jón Ásgeir og Tryggvi voru æðstu stjórnendur almenn- ingshlutafélagsins Baugs, þegar ætluð brot áttu sér stað. Upphæð- irnar í ákærunni eru hærri en menn eiga að venjast í íslenskum dómsmálum og hlaupa á hundr- uðum milljóna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra Baugs, eru gefin að sök fjársvik (en til vara umboðssvik) með því að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni þegar Baugur festi kaup á 70% hlutafjár í Vöruveltunni, rekstrarfélagi 10-11 verslananna, vorið 1999, skömmu eftir að Baugur var skráð almenn- ingshlutafélag með dreifða eignar- aðild á aðallista kauphallarinnar. Er hann sagður hafa leynt því að hann væri raunverulegur seljandi hluta- fjárins og lagt sig í framkróka við að halda stjórn Baugs í þeirri trú að Helga Gísladóttir og félagið Fjárfar væru seljendurnir, en í raun hafði Jón Ásgeir keypt allt hlutafé í Vöru- veltunni hálfu ári áður. Með þessum meintu blekkingum er Jón Ásgeir sagður hafa fengið sam- þykki stjórnarinnar til að ganga frá kaupum á hlutafénu á verði, sem hann hafi talið „stjórninni trú um að væri niðurstaða samninga við ótengda seljendur, en var í raun ákvarðað af honum einum,“ eins og segir í ákærunni. Vikið er að því með ýtarlegum hætti hvernig Jón Ásgeir eigi að hafa beitt þessum blekkingum, en brotin eru sögð hafa átt sér sjö mán- aða aðdraganda og viðskiptin voru afar flókin. Hinn 7. október 1998 keypti Jón Ásgeir allt hlutafé Vöru- veltunnar af Helgu Gísladóttur fyrir hönd ótilgreindra kaupenda. Kaup- verðið var 1,15 milljarðar króna og voru 200 milljónir greiddar daginn eftir en þær komu frá Baugi án þess að heimild væri fyrir. í kjölfarið sigldu afar flókin viðskipti, sem samkvæmt ákærunni miðuðu að því að fela fingraför Jóns Ásgeirs og skilja fasteignir Vöruveltunnar frá félaginu áður en það var selt Baugi. Til þessa hafi Jón Ásgeir fengið fólk til þess að leppa fyrir sig fyrirtækin Fjárfar og Litla fasteignafélagið, en sjálfur hafi hann farið með þau sem eigin eign frá öndverðu. Samkvæmt ákærunni galt Baugur alls 325 milljónum krónum hærra verð fyrir hlutafé Vöruveltunnar en Jón Ásgeir hafði sjálfur borgað fyrir það. Telst sú upphæð tjón almenn- ingshlutafélagsins vegna ætlaðra brota forstjóra þess, en fyrir vikið hafi hann, faðir hans og systir, þau Jóhannes Jónsson í Bónus og Kristín Jóhannesdóttir, hagnast um að minnsta kosti 200 milljónir króna, en Jón Ásgeir hafi haft umtalsverðan kostnað af kaupum og sölu hlutafjár- ins og því að leyna eignarhaldi sínu. 417 milljónir í ólögleg lán 1 2.-9. lið ákærunnar er Jón Ásgeir sakaður um að hafa sem forstjóri Baugs veitt lán af fjármunum Baugs til Fjárfestingarfyrirtækisins Gaums (fjölskyldufyrirtæki Bónus- fjölskyldunnar), Fjárfars og Krist- ínar Jóhannesdóttur, systur sinnar, sem andstæð séu hlutafélagalögum, en Baugur var almenningshlutafé- lag með dreifða eignaraðild. Þarna ræðir um margháttaðar lánveitingar, mjög misjafnar að vöxtum, sem aðallega voru notaðar til ýmissa fjárfestinga og hlutabréfa- kaupa í almenningshlutafélaginu Baugi, en öðrum hluthöfum buðust ekki sams konar kjör. Alls námu lánin, sem tiltekin eru í ákærunni, liðlega 417 milljónum króna, en misjafnt var hvort þau höfðu verið greidd þegar rannsókn hófst, sum báru vexti, önnur ekki, einatt vantaði skrifleg gögn um end- urgreiðslu og greiðslukjör og láns- fjárhæðin ekki innheimt í samræmi við hlutafélagalög. Meiri háttar bókhaldsbrot og rangfærsla skjala Jón Ásgeir ogTryggvi Jónsson, þáver- andi aðstoðarforstjóri Baugs og fyrr- verandi endurskoðandi fyrirtækis- ins hjá KPMG, eru í ákæruliðum 10-16 ákærðir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot, en þeir eru sagðir hafa rangfært bókhaldið árin 2000 og 2001 og átt þátt i að búin voru til gögn, sem áttu sér ekki stoð í viðskiptum við aðra aðila, og hagað bókhaldinu með þeim hætti að það gaf ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna. Einnig er Jón Ásgeir ákærður fyrir að láta sem forstjóri almennings- hlutafélagsins senda Verðbréfaþingi Islands opinberar tilkynningar um afkomu félagsins, sem honum hafi verið ljóst, að voru rangar. Þannig hafi hann vísvitandi og í blekkingar- skyni greint rangt frá högum fyrir- tækisins, sem þannig skekkti mynd almennra fjárfesta á því og gæti haft áhrif á sölugengi hluta í Baugi. Rangar bókhaldsfærslur hafi haft áhrif í árshlutareikningi almenn- ingshlutafélagins Baugs, þannig að hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBIDTA), hagnaður eftir skatta og eigið fé hafi verið ofmetið. I þessum kafla ákærunnar er Jón Gerald Sullenberger einnig ákærður fyrir að hafa aðstoðað þá Jón Ásgeir og Tryggva Jónsson við rangfærsl- una með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning (afsláttarreikning) að fjárhæð tæpar 62 milljónir króna. Falin hlutabréf Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson eru ákærðir í 17. lið ákærunnar fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að láta svo líta út í bókhaldi Baugs að seld hefðu verið út úr félaginu hlutabréf að andvirði 330.764.000 krónur, en þau hafi í raun verið flutt á fjárvörslureikning félagsins í Lúx- emborg, þar sem þau voru notuð til þess að greiða ýmsar fjárskuldbind- ingar, sem tengdust Baugi, þar með talið til nokkurra æðstu stjórnenda almenningshlutafélagsins, án þess að þeirra ráðstafana væri getið í bókhaldi Baugs. Kaupþing hf. var sagt vera kaupandi og kaupverð hlutanna eignfært á viðskiptareikn- ing Kaupþings hjá Baugi, en færslan myndaði þannig tilhæfulausa skuld Kaupþings við Baug á bókunum. Markmið þessarar færslu hluta- fjárins er sagt vera að draga á dul hverjir voru raunverulegir viðtak- endur verðmætanna. Fjárdráttur vegna skemmti- báts og greiðslukorts Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson eru í 18. lið ákærunnar gefinn að sök fjárdráttur að andvirði 32.262.645 krónur, fjármunir sem þeir eru sagðir hafa dregið Gaumi - sem á þeim tíma var í eigu Jóns Ásgeirs, föður hans, móður og systur - frá Baugi á tímabilinu 20. janúar 2000 til H.jÚnÍ2002. Brotin eru sögð felast í því að Tryggvi hafi með vitund og vilja Jóns Ásgeirs greitt 31 reikning frá Nordica til Baugs vegna útgjalda, sem voru almenningshlutafélaginu óviðkomandi. Að mestum hluta voru reikningarnir vegna afborg- ana af lánum, rekstrarkostnaðar og annars tilfallandi kostnaðar vegna hins margfræga skemmtibáts Thee Viking í Flórída. Eigendur Gaums töldu félagið eiga hlut í bátnum og höfðuðu mál til staðfestingar því á sínum tíma, en sömdu um málið utan réttarsala áður en yfir lauk. Reikningarnir þessir voru sam- þykktir af Tryggva og færðir í bók- hald ýmist sem greiðslur vegna tæknilegrar aðstoðar eða ferðakostn- aður, en Tryggvi gaf jafnframt fyrir- mæli um útgáfu reikninganna, orða- lag og upphæðir. Þá er í 19. lið ákærunnar Tryggvi Jónsson sakaður um fjárdrátt á T315-307 krónum frá Baugi á tíma- bilinu 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002. Hafi hann látið Baug greiða félaginu Nordica 13 reikninga vegna ýmissa persónulegra útgjalda Tryggva erlendis, en hann hafði yfir að ráða greiðslukorti frá American Express í nafni Nordica. Voru reikn- ingarnir færðir inn sem greiðslur vegna ferðakostnaðar erlendis og tæknilegrar aðstoðar. Settur ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, krefst þess að ákærðu verði dæmdir til refsingar fyrir framangreind brot, svo sem heimildir eru til í lögum.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.