blaðið - 06.04.2006, Side 23

blaðið - 06.04.2006, Side 23
blaðið FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 riÐTAL I 23 eitthvað annað en ég hef gert áður.“ Ekkert allsherjar partí Hefurðu þurft að takast á við stjörnu- stcela listamanna? „Bara hjá litlum listamönnum. Aldrei hjá stórum listamönnum. Ég kem úr leikhúsi og hef skilning á þvi að listamaður sem er að fara inn á svið er ekki alveg með sjálfum sér. Ég hef lent í þvi að söngkona sem átti fara á svið í Háskólabíói sagði: „Ég syng ekki hérna“. Ég klappaði henni á öxlina og sagði: „Það eru tvær mín- útur þangað til að þú stígur á sviðið". Ég myndi aldrei kalla þetta stjörnu- stæla. Það eru stjörnustælar ef lista- maður leggur yfirvegað til að maður taki á leigu fyrir hann þrjár hæðir á hóteli. Þá segi ég: „Takk fyrir, bless“. Ég er að vinna með opinbert fé og læt ekki fólk komast upp með rugl. Við búum vel að þvi listafólki sem hingað kemur og sinnum því vel. Allt er gert í kurteislegu hófi. Ég hef eignast vini í gegnum þetta starf og á heimboð í öllum heims- álfum en ég hef lært að halda ekki miklu sambandi við það fólk. Ég tek þetta fólk inn á mig að vissu marki en svo skil ég við það. Mér fannst það erfitt fyrst. En maður verður að hafa skýrar vinnureglur og það er ákveðin fagmennska að þiggja ekki persónuleg boð hjá þessu fólki. Sumir halda að þetta sé allsherjar partí en það er ekki þannig.“ Ég get ímyndað mér að einhverjir haldi að manneskja sem lifiroghrœr- ist ílistinni sésnobbuð. Hvað segirðu um slíkt viðhorf? „Ég held að þeir sem þekki mig álíti mig ekki vera það. Ég hef verið matráðskona úti á landi og eldað heilt sumar fyrir sextíu manns og ég hef farið sem bílstjóri með út- lendinga yfir allt hálendið. Ég víla ekki fyrir mér að ganga í alls konar störf. Ég þarf hins vegar að kunna ákveðnar leikreglur, ég er að vinna með ríkisstjórn, borgarstjórn, for- seta, erlendum þjóðhöfðingjum og stórum fjárfestum. Ég þarf að sinna þessu fólki og það þarf að gerast rétt. Ég vinn þetta eins og leikstjórn. Ég er ekki að setja fólk fremst á sviðið út af snobbi heldur út frá því hvað á við hverju sinni. Ég þarf að gæta þess mjög vel að allt sé gert sam- kvæmt eðlilegum samskiptareglum. Ég þarf að kunna þessar reglur því annars myndi ég lenda í meiri háttar vandræðum. Ég held að snobb stafi venjulega af kunnáttuleysi." Drottning og listamaður Kona sem er alltaf að taka ákvarð- anir hlýtur stundum að taka erfiðar ákvarðanir. Segðu mér frá einhverri slíkri. „Fyrir áttta árum kom Margrét Danadrottnign hingað og var lista- maður á Listahátíð. Vegna heim- sóknar hennar þurfti ég að taka ákvörðun sem var allt annað en þægileg. Ég vissi að sem listamaður vildi hún helst gera það sem hún var ekki best í. Hún vildi sýna vatnslita- málverk sín í ríkissafni. Ég leitaði til góðra ráðgjafa sem sögðu: „Hún er ekki það góður mál- ari að hægt sé að verja það að verk hennar séu sýnd á ríkislistasafni“. Þeir sögðu mér að hún væri góð í kirkjulist. Niðurstaðan var sú að ég hafnaði því að sýna málverk hennar en lagði til að kirkjulistaverkin yrðu sýnd í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Seinna kom listráðunautur hennar til mín og þakkaði mér fyrir þessa ákvörðun. Nú eru Danir að glíma við sama vandamál og kom upp hjá okkur. Danadrottning er að sýna málverk sín í ríkissöfnum þar í landi og það er harðlega gagnrýnt. Það eru ekki allir sem segja nei við svona konu. Ég umgekkst hana bæði sem listak- onu og sem drottingu. Það voru tvær ólíkar konur. Sem listamaður var hún afar auðmjúk, elskuleg og hlý en sem drottning var hún sérlega regluföst. Og talandi um reglufestu, þá voru merkt sæti fyrir drottn- ingu og fylgdarlið við hinar ýmsu athafnir en einhverjir Islendingar settu það ekki fyrir sig, tóku miðana úr sætinu um leið og þeir sögðu: „Ég var á undan henni. Eg ætla að sitja hérna“. Ég hef oft orðið vitni að ein- hverju slíku. Það er kannski búið að taka frá sæti fyrir forsetann en einhver kemur og segir: „Af hverju ætti hann að sitja hérna frekar en ég? Hann er ekki mættur. Ég kom á undan honum“. íslendingar eru sér- stakt fólk en þeir eru mitt fólk.“ Talaðgegn Evrópusambandinu Þú hittir marga í starfi þínu. Hvaða einstaklingar eru eftirminnilegir? „Romano Prodi er minnisstæður. Ég hitti hann þegar ég starfaði fyrir Menningarborgina og var stödd í þorpi á ltalíu sem reyndist vera fæð- ingarstaður Prodi. Þar var verið að opna útisýningu frá öllum menning- arborgunum. Skyndilega varð vart við þyrlur og tilkynnt var að Prodi, sem þá var forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandins, væri kominn á svæðið en bróðir hans var þar landstjóri. Ég var sett við hlið Prodis og þrammaði með honum allan daginn milli listaverkanna. Hann talaði mikið um Island og Evrópusambandið og lét spurningar dynja á mér. Þá komst ég að því að maður getur haft allt aðra skoðun i útlöndum en á Islandi. Stundum er maður í því hlutverki að túlka íslenskar skoðanir sem eru ekki endilega manns eigin. Ég hafði ekki vitað til þess áður að ég væri alfarið á móti Evrópusambandinu en þennan dag var ég harður and- stæðingur inngöngu Islands í sam- bandið. „Hvenær ætlið þið að koma í Eyrópussambandið?“ spurði Prodi. ,Við erum alls ekkert á leiðinni í Evr- ópusambandið,“ svaraði ég, eins og ég réði því ein. Ég hitti ákaflega margt fólk í starfi mínum. Margt af því er gott og þægi- legt. Aðrir eru ekkert sérstaklega skemmtilegir og maður myndi ekki leggja krók á leið sína til að hitta það aftur. Romano Prodi var óskaplega skemmtilegur. Mér hefur oft orðið hugsað til hans eftir þetta, sérstak- lega núna þegar hann er að rífast í Berlusconi.“ Hvernig bregst þú við list sem heillar þig? Verðurðu klökk eða ertu hörð af þér? „Með árunum hefur óperan orðið sú listgrein sem heillar mig hvað mest. Þegar ég sé fína og vandaða óperusýningu þá fer ég heim og segir: „Nú get ég dáið sæl“. Óperan hefur allt til að bera og ef hún er vel gerð gagntekur hún mig.“ Hvað er það erfiðasta við að stjórna Listahátíð? „Erfiðast er að slaka aldrei á kröf- unum. Ef maður leyfði sér eitt and artak að segja án þess að ígrunda málið: „Já, já, það er ábyggilega allt í lagi“, þá væri maður að gefa eftir. Maður má aldrei hætta að vanda sig. Ég þori varla að segja það af ótta við að launin mín verði lækkuð en þetta er satt að segja óskaplega skemmti- legt starf. Það er eins gefandi og hægt er. Það er tilgangur í hverjum einasta degi. Og ég hlakka alltaf til að fara í vinnuna.“ kolbrun@bladid.net (dux; Sumartilboð Eftirsótt lífsgæði DUX 1001 Original 90x200 cm og Duxiesta yfirdýna AÐEINS 99.000 verð áður 149.370 Hjónarúm 180x200 cm (2x90x200 cm) og heil yfirdýna AOEINS 198.000 verð áður 297.000 TAKMARKAÐ MAGN Sérfræðingur frá DUX í Svíþjóð verður í versluninni dagana 7. og 8. apríl DUXIANÁ ADVANCED TECHNOLOGY IN SLEEPING Ármúla 10 • Sími: 5689950 www.duxiana.com

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.