blaðið - 06.04.2006, Qupperneq 26
26 I SAMSKIPTI KYNJANNA
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaöiö
Hvað er gott íyrir hjónabandið?
Björk Jakobsdóttir, leikkona og uppistandsgrínisti, hefur verið hamingjusamlega gift í tólfár.
Björk vefst ekki tunga um tönn
þegar blaðamaður skellir á hana
spurningunni um hvaða atriði sé
mikilvægast að hafa í huga til að
ást samlyndra hjóna slokkni ekki.
„Hafa húmor fyrir karlinum.
Húmor fyrir hlutum eins og því
að hann skiptir ekki um peru fyrr
en fjórum mánuðum seinna. Við
getum valið hvort við látum þessi at-
riði fara rosalega mikið í taugarnar
á okkur eða hvort við höfum bara
húmor fyrir þeim. Það er nefnilega
hægt að velja hvort maður lætur hlut-
ina pirra sig. Ef maður þarf svo raun-
verulega að rökræða, eða rífast, þá
hjálpar það mikið að gera það undir
húmor-rós. Það er mikið betra að
vinna úr vandamálum á þann hátt
heldur en að leggjast í dramatík og
úr verður að fólk skellir hurðum,
keyrir upp í Hvalfjörð og kemur
aldrei aftur.
Ég hef líka verið í „keyra upp í
Hvalfjörð“ pakkanum en núna hef
ég þroskast í það að reyna að rífast
frekar á húmorískum nótum.“
Ertu þá að tala um að aðgreina litlu
hlutina frá þeim stóru og vera ekki
að eyða orkunni í óþarfa æsing?
„Já og kannski sérstaklega að orða
hlutina á réttan hátt. Til dæmis í
stað þess að urra á milli samanbit-
inna tanna: „Af hverju þarftu alltaf
að skilja hnífapörin eftir í vask-
inum!?!...Hvað er eiginlega að þér?...“
Að segja þá eitthvað á borð við:
„Gaman Gunni hvernig þú skilur
alltaf hnífapörin eftir í vaskinum.
Er þetta húsmæðragjöf? Vissirðu al-
veg að það væri konudagur í dag?“
Maður getur sagt allt sem maður
þarf að segja en á sama tíma er líka
hægt að velja hvernig hlutirnir eru
orðaðir og hvernig maður kemur
þessu frá sér.“
Þið Gunnar hafið nú verið gift í tólf
ár. Verðurþað ekki að teljast nokkuð
vel af sér vikið nú á þessum síðustu
og verstu?
„Jú og ekki nennir maður að fara
að skipta úr þessu. Fara að byrja
þetta allt saman upp á nýtt. Temja
nýjan mann og læra á hann. Það er
bara vitleysa. Maður ætti að vera
þakklátur fyrir það að hafa einhvern
sem nennir að vera með manni síð-
ustu skrefin í þessu lífi, í stað þess
að henda honum rétt fyrir miðjan
aldur og enda svo einn og krump-
aður,“ segir húmoristinn Björk Jak-
obsdóttir að lokum og bætir því við
að reyndar sé einn málaflokkur til
sem hún hafi litinn húmor fyrir í
sambandinu en það eru fjármálin
og um leið óskar hún eftir góðum
ráðum í þeim efnum.
margret@bladid. net
Blalii/SleinarHugi
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03
YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunar-
æfingar, slökun og hug-
leiðsla.
Sértímar fyrir byrjendur og
barnshafandi konur.
Morgun-, hádegis-,
síðdegis- og kvöldtímar.
www.yogaheilsa.is
NÝTT! Astanga yoga
]
Fáar konur vilja
kynlíf án skuldbindinga
Níu afhverjum tíu breskum kotium telja einnar nœtur gaman ósiðlegt athœfi.
í vinsælu sjónvarpsþáttaröðinni
Beðmál í borginni er sú ímynd
dregin upp af konum að þær njóti
þess að vera lausar við skuldbind-
ingar og sænga hjá hverjum sem er.
Þessi lýsing á sérstaklega við um
eina persónu þáttanna sem forðast
eins og heitan eldinn að kynnast
rekkjunautum sínum of náið. En
hver er veruleikinn í þessum
efnum? Eru konur ánægðar með að
stunda skyndikynni eða eru þær í
leit að einhverju meiru?
1 nýlegri rannsókn sem gerð var í
Sheffield á kynhegðun kvenna kom í
ljós að níu af hverjum tíu konum voru
þeirrar skoðunar að einnar nætur
gaman væri ósiðlegt. Rannsakend-
urnir tóku ítarleg viðtöl við 46 konur
þar sem viðhorf kvennanna til kyn-
lífs og kynhegðunar var kannað. 1 ljós
kom að að flestar konur höfðu öllu
fastheldnari viðhorf til skyndikynna
en áður var talið. Niðurstöður rann-
sóknarinnar sýndu að aðeins 10%
kvenna á aldrinum 23-83 ára sögðu
að kynlíf án skuldbindinga væri
sæmandi.
Dr Sharron Hinchcliff sagði á
ráðstefnu þar sem niðurstöður rann-
sóknarinnar voru kynntar að þessar
niðurstöður yllu þvi að hún setti
spurningarmerki við það hvort konur
hefðu virkilega notið þess kynferð-
islega frelsis sem lagt var upp með á
sjötta áratug síðustu aldar.
1 könnuninni kom í ljós að konur
dæmdu ekki kynsystur sínar fyrir
að stunda skyndikynni því margar
þeirra höfðu stundað það sjálfar. Það
viðhorf var þó ríkjandi að þær konur
sem stunduðu skyndikynni gerðu
það vegna þess að eitthvað skorti í líf
þeirra.
Dr Sharron sagði að þessar nið-
urstöður, sem bentu til fastheldni í
kynhegðun, pössuðu ekki við ímynd
nútímakonunnar sem gæti fullnægt
kynþörf sinni án þess að það leiddi til
sambands.
Kynlíf og tilfinningar nátengd
Sharron segir flestar konur setja kyn-
líf í samband við náin kynni. Þegar
konurnar voru spurðar út í ástæður
skyndikynna sögðust þær hafa verið
í leit að ást eða gáfu þá skýringu að
þær hefðu verið ölvaðar eða undir
áhrifum annarra vímuefna. Sharron
segir kynlíf tilfinningalega reynslu
fyrir konur og þess vegna er erfitt fyrir
þær að stunda það án þess að vera til-
finningalega tengdar viðkomandi.
Dr Tuppy Owens sem starfar hjá
bandalagi kynfrelsis (Sexual Free-
dom Coalition) segir skyndikynni
geta verið innantóma upplifun ef
engin andleg tengsl séu til staðar. Nið-
urstöður rannsóknarinnar nú stang-
ast á við rannsókn sem gerð var árið
2000 sem leiddi í ljós að Bretar væru
lauslátari en áður hafði þekkst. Al-
þjóðleg könnun á afstöðu til kynlífs
og lífsstíls sem gerð var árið 2000
leiddi í ljós að konur og menn eiga
fleiri bólfélaga nú en fyrir tíu árum
og eru einnig líklegri til að halda fram-
hjá maka sínum.
hugrun@bladid.net
GARÐHEIMAR
heimur heillandi hluta
og hugmynda!
Stekkjarbakka 6 - 540 3300
www.gardheimar.is
Annar í páskum: 10-21