blaðið

Ulloq

blaðið - 06.04.2006, Qupperneq 32

blaðið - 06.04.2006, Qupperneq 32
32 I MENNING FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 blaöið Meistaraverk Mozarts Sálumessa Mozarts verður sungin og leikin á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Háskólabíói í kvöld, fimmtudaginn 6. apríl. Stjórnandi verður Petri Sakari, Hanna Dóra Sturludóttir, Alina Dubik, Jónas Guð- mundsson og Kouta Rásánen syngja einsöng en einnig munu Hamrahlið- arkórarnir koma fram undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. „ímyndin af dauðvona tónskáldi sem á dánar- beði sinu keppist við að semja sálu- messu handa ókunnum sendiboða sem jafnvel fengi fyrirskipanir sínar að handan, hélt listunnendum róm- antíska tímans hugföngnum svo um munaði. Þótt engum blandist um það hugur að Sálumessa Wolfgangs Amadeusar Mozarts sé meðal mestu meistaraverka tónskáldsins og ein fullkomnasta tónsmíð sinnar gerðar, er hitt jafn víst að sögusagnirnar sem hafa sveipað tilurð verksins dulúð eiga ekki síður þátt i vinsaeldum þess.“ Þannig segir Árni Heimir Ingólfsson frá í efnisskrá. Sorg og söknuður Andi sorgar og söknuðar svífur yfir vötnum á þessum tónleikum því auk Sálumessu Mozarts verða leiknir tveir þættir úr Sálumessu eftir Jos- eph Eybler. Sá var nemandi Mozarts og fékk það verkefni eftir dauða læri- meistara síns að ljúka við sálumessu hans. Eybler fannst hann ekki ráða við verkefnið og gaf það frá sér. Það kom því í hlut annars fyrrum nem- enda Mozarts, Franz Xaver Siissmayr, að ljúka verkinu sem hann og gerði. Lengi vel fékk hann ekki viðurkenn- ingu fyrir sinn þátt í tilurð verks- ins en nú er hans almennt getið í tengslum við það. Þriðja verk tónleik- anna er Todtenfeier eftir Gustav Ma- hler og má segja að það hljóti að vera viðeigandi að erfidrykkja sé á næsta leiti við tvær sálumessur. Kynning hjá Vinafélaginu Hljómsveitarstjórinn Petri Sakari á að baki langt og farsælt samstarf með Sinfóníuhljómsveit Islands. Hann var aðalstjórnandi hennar í tveimur lotum í alls sjö ár og hefur stjórnað henni á vel á annað hundrað tónleikum frá því að hann sté fyrst á stjórnandapallinn í Háskólabíói í október 1986. Hann hefur einnig hljóðritað fjölda geisladiska með hljómsveitinni og þar ber ef til vill hæst heildarútgáfa á sinfóníum Sibeli- usar hjá Naxos, en hún hefur hlotið frábæra dóma í virtum fjölmiðlum. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar íslands verður með kynningu á efn- isskrá kvöldsins fyrir tónleikana í Sunnusal, Hótels Sögu. Sem fyrr verður það Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur, sem fjallar um verk kvöldsins og leikur tóndæmi af geisladiskum eða frá píanóinu á meðan áheyrendur gæða sér á ljúf- fengri súpu. Fundurinn er öllum op- inn, aðgangseyrir er 1200 krónur. Draumalandið SjálfshjiltarWk Historinn Kóstova Metsölulistinn - allar bækur ^ Draumalandið: sjálfshjálparbók AndriSnærMagnason ^ Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 3 Munkurinn sem seldi sportbilinn sinn - kilja Robín Sharma 4 Sálmabók Ýmsir höfunda 5 Vísindabókin Mál og menning 6 Fullurskápuraf lífi - kilja Alexander McCall Smith 7 Tími nornarinnar - kilja Árni bórarinsson 8 Fermið okkur Hugleikur Dagsson g Gæfuspor, gildin í lífinu - kilja Gunnar Hersveinn 10 Dýraríkið Penelope Arlon Listinn er gerður út frá sölu dagana 29.03.06 - 04.04.06 f Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar Metsölulistinn - erlendar bækur ^ The Historian Elizabeth Kostova 2 Rage Jonathan Kellerman , Philip's Concise World Atlas Philip's 4 Impossible ' Danielle Steel 5 With No One As Witness Elizabeth George 8 The Twelfth Card Jeffery Deaver 7 Insight World Atlas Insight Guides 8 The Ultimate Hitchhiker's Guide Douglas Adams g Collins World Atlas HarperCollins 10 No Place Like Home Mary Higgins Clark Listinn er gerður út frá sölu dagana 29.03.06 - 04.04.06 í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar Mozart. Sálumessa þessa snillings verður flutt í Háskólabíói í kvöld. Ronja ræningjadóttir Hjá Máli og menningu er komin út ein vinsælasta saga Astridar Lindgren, Ronja ræningjadóttir í þýðingu Þorleifs Haukssonar. I Matthíasarskógi búa grádvergar, rassálfar og nornir, og í kastalanum sem elding klauf í tvennt fyrir löngu hafast við tveir ræningjaflokkar. Þetta eru heimkynni vinanna Ronju og Birkis sem rata í fjölmörg ævintýri saman en lenda þó fyrst í vanda þegar þau þurfa að koma vitinu fyrir tvo þrjóska ræningjahöfðingja. Ronja ræningjadóttir er sígild saga eftir einn ástsælasta barnabókahöfund allra tíma. ■■■■■■■■■■hk- ^■■■■■■■HI J.K. Rowling. A bók ársins i Bretlandi. Harry Pott- er vinnur til verölauna Bresku bókaverðlaunin, British Book Awards, voru afhent í síð- ustu viku. Hundrað og fimm- tiu einstaklingar sem tengjast bókageiranum í Bretlandi velja verðlaunabækurnar. Bók ársins var valin Harry Potter og Blend- ingsprinsinn. Höfundurinn J.K. Rowling tók á móti verðlaun- unum og sagði í stuttri þakkar- ræðu að hún nyti þess að skrifa síðustu bókina í bókaflokknum og verkið gengi vel. Alls voru veitt verðlaun í tólf flokkum. Sharon Osbourne fékk verðlaun fyrir ævisögu sína og Jamie Oliver fékk sér- stök verðlaun fyrir einstæðan árangur en matreiðslubækur hans hafa nú selst í rúmlega sex milljónum eintaka. Besta sagn- fræðiritið var valið Auschwitz eftir Laurence Rees. SU DOKU talnaþrautir Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er aö leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. Gáta dagsins 7 3 8 9 1 9 2 5 6 5 6 4 9 8 9 1 4 2 5 5 7 8 2 7 4 3 6 9 8 2 5 9 2 SHDP. IS ©6610015 Lausn siðustu gátu 6 2 8 7 5 1 4 9 3 1 9 4 2 8 3 6 5 7 3 5 7 6 4 9 8 1 2 4 1 9 8 2 7 3 6 5 2 3 5 1 6 4 7 8 9 7 8 6 9 3 5 2 4 1 9 4 2 3 1 6 5 7 8 8 6 1 5 7 2 9 3 4 5 7 3 4 9 8 1 2 6

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.