blaðið - 10.04.2006, Síða 2

blaðið - 10.04.2006, Síða 2
Í2TIWNLEWDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 blaAMÍ Ágreiningur vegna vals á nýjum sóknarpresti Um þrjú þúsund manns hafa skrifað undir lista til að mótmœla ákvörðun valnefndar í Keflavíkur- prestakalli. Varaformaður sóknarnefndarinnar segir gagnrýnina koma sér verulega á óvart. Skiptar skoðanir eru meðal sóknarbarna í Keflavfkurprestakalli um niðurstöðu valnefnd- ar um nýjan sóknarprest. blaðió-—, Baejarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Framsókn vill fleiri lóðir B-listinn vill stórauka framboð á íbúðarlóðum i borginni og vilja út- hluta 1.200 sérbýlislóðum á þessu ári og hinu næsta í Úlfarsárdal. Þá boða þeir þjóðarsátt um staðsetn- ingu Reykjavíkurflugvallar með flutningi hans út á Löngusker, en vilja nýta Vatnsmýrina undir end- urreisn miðborgarinnar. Framsókn- armenn í Reykjavík kynntu í gær kosningastefnuskrá sína fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Aldraðir úr hönd- um ríkisins Mikil óánægja er meðal sóknar- barna í Keflavíkurprestakalli með ákvörðun meirihluta valnefndar að mæla með séra Skúla Sigurði Ólafs- syni í embætti sóknarprests. Um þrjú þúsund manns hafa skrifað undir lista til stuðnings séra Sigfúsi B. Ingvasyni sem einnig sóttist eftir embættinu. Ákvörðun valnefndar endurspeglar ekki vilja sóknarbarna að mati þeirra sem standa að undir- skriftarlistanum. Varaformaður sóknarnefndar segir óánægjuna með valið koma verulega á óvart. Stórhópurmanna Tíu umsækjendur sóttu um emb- ætti sóknarprests í Keflavíkur- prestakalli en umsóknarfrestur rann út þann 20. mars síðastliðinn. Meðal umsækjenda voru þeir séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknar- prestur í Isafjarðarprestakalli, og séra Sigfús B. Ingvason, prestur í Keflavíkurprestakalli. Meirihluti valnefndar í prestakall- inu ákvað að mæla með séra Skúla en dóms-og kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. maí næstkomandi. Mikil óánægja er með niðurstöðu valnefndar hjá hluta sóknarbarna sem vilja frekar fá séra Sigfús í emb- ættið. Síðastliðinn föstudag var því settur af stað undirskriftalisti á Netinu til stuðnings Sigfúsi og um miðjan dag í gær voru um þrjú þús- und manns búnir að skrá sig. Alls eru um átta þúsund sóknarbörn í prestakallinu. Falur Harðarson, sem er einn þeirra er stendur á bak við undir- skriftalistann, telur að valnefnd hafi gengið framhjá Sigfúsi í ákvörðun sinni. Eðlilegra sé að hann fái embættið eftir margra ára sóknarstarf. Hann segir að á bak við listann standi stór hópur manna. „Við erum ósátt við þetta og viljum láta skoðun okkar í ljós. Þessi ákvörðun valnefndar endurspeglar á engan hátt vilja sóknarbarna." Falur segir að listinn verði af- hentur dóms- og kirkjumálaráð- herra í dag eða á morgun. Kemur verulega á óvart Birgir Guðnason, varaformaður sóknarnefndar Keflavíkurpresta- kalls, segir óánægjuna koma sér verulega á óvart. Hann segir sóknar- nefndina ekki hafa hist eftir að gagn- rýnin kom fram en gerir fastlega ráð fyrir því að það verði fljótlega á næstu dögum. „Valnefnd mælti einfaldlega með þeim sem hún taldi hæfastan í embættið. Meirihluti nefndarinnar var sammála um séra Skúla. Þessi andstaða kemur okkur því alveg í opna skjöldu.“ Þá segir Birgir mikla ánægju vera með störf Sigfúsar og sóknar- nefndin vilji að hann starfi áfram. I mati valnefndar hafi því ekki falist gagnrýni á störf hans. Séra Skúli Ólafsson sagði í sam- tali við Blaðið að hann líti ekki á undirskriftalistann sem gagnrýni á sig og sín störf. Hann sagðist því að öllu óbreyttu hyggjast taka við embættinu. Séra Sigfús vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Byggja verður að lágmarki 500 íbúðir fyrir aldraða á höfuðborgar- svæðinu á næstu árum samkvæmt stefnuyfirlýsingu Samfylkingar- innar í Reykjavík um málefni aldr- aðra. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, og Dagur B. Eggerts- son, oddviti flokksins, kynntu yfir- lýsinguna á sérstökum blaðamanna- fundi í gær. I yfirlýsingunni kemur fram að mikill skortur sé á hjúkrunarými í Reykjavík meðal annars vegna viljaleysis stjórnvalda til að setja fjármuni í málaflokkinn. Leggur Samfylkingin til að málefni aldr- aðra verði því að fullu tekin úr höndum ríkisins og þau færð til sveitarfélaganna. „Hjalpsemi Islendinga virð- ist ekki ná til eldra fólks" Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlœknir ogformaður Landssambands eldri borgara segir umönnun aldraðra ekki virðast vera forgangsmál hér á landi. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir og formaður Landssambands eldri borgara, segir setuverkföll á Hrafnistu ekki koma sér á óvart því laun starfsfólks í þessum geira séu allt of lág'- „Launin í umönnunargeiranum hafa verið í umræðunni i mörg ár og svo virðist sem umönnun sé ekki forgangsmál hjá okkur. Við erum almennt hjálpsöm þjóð og erum dug- leg að bjarga fólki sem týnist upp á hálendi og í öðrum aðstæðum en svo virðist sem hjálpsemin nái ekki til eldra fólks.“ Ólafur segir að kostnaður við umönnun aldraðra hafi vissulega aukist en þess beri að geta að þetta sé kynslóðin sem lagði grunn að vel- meguninni á íslandi og því rétt að hún njóti hennar í ellinni. „Island er meðal 7-8 tekjuhæstu þjóða í heimi og við ættum að geta sinnt öldr- uðum svo sómi sé af. Við kjósum að kalla okkur velferðarþjóð en til að standa undir nafni verðum við að sinna málaflokknum betur en við gerum.“ Ólafur Ólafsson, formaður Landssam- bands eldri borgara. Gamaldags búsetufyrirkomulag Ólafur segir Island vera um 20-25 árum á eftir nágrannaþjóðum sínum hvað varðar búsetufyrir- komulag og því mjög gamaldags. „Það hafa ekki verið byggð elliheim- ili í Danmörk;u i 20 ár en í staðinn eru komnar litlar öryggisíbúðir sem gera að verkum að fólk getur lenvur séð um sig sjálft.“ Ólafur segir fjárhag eldra fólks einnig bágari hér en annars staðar og það hafi leitt til þess að fleiri aldr- aðir vinni úti en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. I byrjun maí verður haldin ráð- stefna um skatta og skerðingar eldri borgara. Þar verður bent á þær ógöngur sem skattamál eldri borg- ara eru í og leitað leiða til að finna lausnir á þeim. O HelSskirt 0Léttskýiað ^ Skýjað £ Alskýjað /X Rlgning, litilstiáttar 1'/', Rigning 5 9 Súld # Snjókoma Slyáda Snjóél v—7 Skúr ^'________________________________’ *____V V V Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Glasgow Hamborg Helsinki 9 5®* ' 9 9 vv 0©* 4‘ Kaupmannahöfn 07 London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Vín Þórshöfn 9 9 9 Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 9 9

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.