blaðið - 10.04.2006, Page 6

blaðið - 10.04.2006, Page 6
6 I W^iá MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 blaöíö „Samfylkingin virðist ætla í stríð við íbúa Reykjavíkur" Gísli Marteinn Baldursson segir að borgaryfirvöld eigi að gera Reykvíkingum kleift að lifa því lífi sem þeir sjálfir kjósa. Hann leggur áherslu á að byggt verði í Vatnsmýrinni. Gísli Marteinn Baldursson, sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins fyrir bogarstjórnar- kosningar í næsta mánuði, segir kosningabaráttuna hefjast fyrir alvöru eftir páska. Hann leggur áherslu á að borgaryfirvöld eigi að aðstoða íbúa Reykjavíkur við að lifa því lífi sem þeir sjálfir kjósa. Gísli Marteinn segir eitt af kosn- ingamálum Sjálfstæðisflokksins vera að lækka fasteignaskatta eldri borgara og að þeir fái valfrelsi um þjónustuúrræði. „Eins og staðan er núna er allt fast í biðlistum og kerfið er niðurnjörvað á þann hátt að það þjónar engum tilgangi. Við viljum efla heimahjúkrun og aðstoða eldri borgara til að gera heimili sín að þjónustuíbúð ef það er þeirra vilji.“ Þegar talið berst að launum þeirra sem sinna eldra fólki tekur Gísli Marteinn undir með Vilhjálmi Vil- hjálmssyni, flokksfélaga sínum og oddvita Sjálfstæðisflokksins, að laun fyrir umönnunarstörf séu ekki í neinu samræmi við það sem tíðk- ast annars staðar í þjóðfélaginu. Samgöngu- og skipulagsmál brenna á borgarbúum Gísli segir baráttumál Sjálfstæðis- flokksins endurspegla þau mál sem brenna hvað mest á borgarbúum. ,Þau mál sem brenna á borgarbúum núna eru samgöngu- og skipu- lagsmál og það er með ólíkindum hvernig Samfylkingin kemur fram og virðist ætla í stríð við borgar- búa. Sú ákvörðun að Sundabrautin verði aðeins með eina akrein í hvora áttina er bæði ávísun á slys og um- ferðarteppur. Þá er sú ákvörðun óskiljanleg að tekin hafi verið út af dagskrá vinna við mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar..“ Gísli segir íbúa borgarinnar ekki láta R-listann segja sér hvernig þeir aki um borgina og segir gatnamót Blalil/Steinar Hugi Gísli Marteinn Baldursson skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðismanna fyrir næstu borgar- stjórnakosningar. Miklu- og Kringlumýararbrautar þung og að þarna þurfi bogarbúar að sætta sig við að lenda í umferð- artöfum daglega. „Við í Sjálfstæðis- flokknum viljum ekki hafa vit fyrir borgarbúum en viljum aðeins auð- velda þeim að lifa lífinu eins og þeir kjósa sjálfir..“ Næsta stóra bygginga- svæði íVatnsmýrinni Gfsli Marteinn segir að Hring- brautin nýja hafi ekki fyrr verið full- gerð en R-listinn tók sjálfur að mót- mæla henni. „Nýja Hringbrautin er dæmi um stefnuleysi R-listans og var okkur mjög dýr bæði fjár- hagslega og skipulagslega því hún gerir að verkum að sffellt er verið að klípa stærri bút af Vatnsmýrinni. Það eru allir sammála um að það verður að skipuleggja Vatnsmýrina í heild sinni þvi þetta er land tækifær- anna en því er hætta búin nema við hverfum frá því að útdeila bútum af svæðinu hingað og þangað. í fram- tíðinni vil ég hins vegar sjá byggð í Vatnsmýrinni og vil að næsta stóra byggingasvæði rísi þar. Ég er á þeirri skoðun að Reykvíkingar þurfi flugvöll sem er nær en flugvöll- urinn í Keflavík en finnst ekki nauð- synlegt að hafa hann á besta stað í borginni.“ Gísli Marteinn á erfitt með að skilja sjónarmið R-listans sem talar um að þétta byggð en skipuleggur um leið 20 þúsund manna byggð í Úlfarsfelli. „Þetta er jafnstór byggð og er í Kópavogi og þýðir að öll fjölgun í Reykjavík á næstu 30 árum yrði í Úlfarsfelli. Það er alveg sama hversu þétt byggð verður í Úlfarsfell- inu, þetta myndi ég ekki flokka sem þéttingu byggðar. Engar tillögur hafa síðan verið gerðar um hvernig ætti að koma íbúum svæðisins til og frá heimili sínu. Flestir hér í borg kjósa einkabílinn og eina leiðin inn í bæinn er í gegnum Ártúnsbrekk- una. Allir sem hafa keyrt hana vita að hún er þegar sprungin og 14 þús- und bílar í viðbót myndu valda sögu- legum umferðarhnút." Áhersla á fjölskyldumál Hvereru þtn helstu áherslumál í kom- andi borgarstjórnarkosningum? „Ég legg mesta áherslu á fjölskyldu- mál og mér finnst að Reykjavík geti gert betur í því að gera hvers- dagslff okkar skemmtilegra. Opnu ■ ■ svæðin mættu vera skemmtilegri og borgin þarf að vera hreinni og snyrtilegri. Þá vil ég leggja áherslu á fallega leikvelli og íþróttasvæði en þessi svæði hafa verið vanrækt.“ Árið 2000 var fyrsta Þjónutumið- stöð borgarinnar opnuð og nú hefur þeim fjölgað. Hvernig lístþér á þetta fyrirkomulag? „Ég verð ekki var við að borgar- búar upplifi að þjónusta við þá hafi lagast þó svo að þjónustustöðvum hafi verið komið á fót. í þær fór hátt á þriðja hundrað milljón krónur og mér sýnist þetta verkefni hafa verið lítið annað en afar slæm með- höndlun á opinberu fé.“ Kostnaður við rekstur Ráð- hússins hefur tvöfaldast „Borgarkerfið hefur blásið út í tíð R- listans án þess að borgarbúar finni fyrir aukinni þjónustu eða gæðum og það er sama hvert litið er. Kostn- aður við rekstur kerfisins er alltaf að aukast og þjónustumiðstöðvarnar eru dæmi um það. Kostnaður við rekstur Ráðhúss- ins hefur aukist um 100% á örfáum árum en á sama tíma upplifa borgar- búar þjónustuna sem verri, boðleið- irnar lengri og aukið flækjustig. Það þarf að einfalda kerfið og gera boð- leiðirnar skýrari og greiðari.“ Er búið að gera kostnaðaráætlun fyrir komandi kosningabaráttu? „Já hún er tilbúin og við í Sjálfstæð- isflokknum gerum ráð fy rir að kostn- aðurinn verði hóflegur. Kosningar verða ekki keyptar með peningum og við viljum koma þeim skila- boðum til kjósenda að við viljum stjórna með þeim og hjálpa þeim að lifa lífinu eins og þeir kjósa sjálfir. Sem dæmi má nefna að borgarbúar vilja komast hratt og örugglega til vinnu en borgaryfirvöld hafa tor- veldað þá för og telja sig vita betur en hinn almenni bogari. Þessum skilaboðum náum við hvort sem við auglýsum mikið eða lítið.“ Oryggi í hendi Með Öryggishnappnum þarf aldrei meira en EITT handtak til að kalla eftir aðstoð. 1. Þrýst er á Öryggishnappinn. 2. Boð berasttil Öryggismiðstöðvarinnar. 3. Talsamband opnast í gegnum hljóðnema og hátalara. 4. Öryggisvörður með lykla er sendur á staðinn og/eða viðeigandi læknaþjónusta til aðstoðar. Hringdu núna! Við erum é vokt allon sólahringinn 530 2400 sls ÖRYGGISMIÐSTÖBIN ísland að bráðna mbl.is | Greinar um efnahags- ástandið á íslandi halda áfram að birtast í breskum blöðum. { gær birtist löng grein í skoska blaðinu Sunday Herald undir fyrirsögninni: Island að bráðna, en þar er m.a. rætt við Cars- ten Valgreen, aðalhagfræðing Danske Bank og hann sagður vera sá sem benti á að íslenska hagkerfið, sem um tíma virtist standa sig best í Evrópu, væri i raun nakið. I greininni, sem er eftir Matt- hew Magee, segir að Carsten Val- green hafi aldrei upplifað það áður að ráðherrar, seðlabanka- stjóri og frægir kaupsýslumenn væru skyndilega orðnir helstu óvinir hans. „Þetta var ótrúlegt,“ er haft eftir Valgreen. „Þeir réð- ust á mig í gegnum fjölmiðla.“ „Glæpurinn sem hann framdi: Hann var maðurinn sem benti á hagkerfið sem virtist standa sig best í Evrópu, keisarann sveip- aðan peningalegum litklæðum; og sagði að það væri nakið. Inn- sæi hans stakk á íslensku bólunni. Og jafnframt kann hann að leiða til þess að margar breskar stór- verslanir skipta um eigendur,“ segir Sunday Herald. I lok greinarinnar segir Val- green að það versta sé nú yfir- staðið og honum hafi tekist að draga upp raunhæfari mynd af ís- lensku efnahagslífi en áður birt- ist. „Bankarnir voru okkur afar reiðir, en þegar fólk fær fréttir um að hús þess standi í björtu báli þá reynir fólk að bregðast við þeirri staðreynd og það hefur Seðlabankinn gert, svo þetta hefur orðið til einhvers góðs.“ Bæjarstjór- inn hafnaði í þriðja sæti Halldóra Bergljót Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Hornafirði sem fram fór á laug- ardaginn. Albert Eymundsson, bæjarstjóri, hafnaði í þriðja sæti en hann sóttist eftir fyrsta sæti á listanum. Halldóra hlaut 222 atkvæði í fyrsta sæti en Albert 187 í fyrsta til þriðja sæti. Björni Ingi Jóns- son hafnaði í öðru sæti. Alls tóku 424 þátt í prófkjörinu VOI-HI fjtl&rBÍ Eltak sérhællr sig í sölu og þjónustu á voguni Bjóöum inesta úrval á íslandi af smáuni og stórum vogum Hafdu samband Siöumúla 13, simi 588 2122 www.eltak.ls IIOIKÍAIIIÚNI 31 • SlMI 530 3'100 • WWW.OIirGOI.IS

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.