blaðið - 10.04.2006, Qupperneq 8
8 I
MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 blaöÍA
.
Birgðirnar heim
fyrir útgöngubannið
Nepalskur drengur flytur birgðir heim áður en útgöngubann skall á í gær í höfuðborg-
inni, Kathmandu. Til átaka kom síðar um daginn þegar baráttumenn fyrir lýðræði í land-
inu hundsuðu bann stjórnvaida og kröfðust afsagnar Gyanendra konungs. Hann tók
öll völd í landinu I fyrra er hann lýsti yfir þvi að rfkisstjórninni hefði reynst gjörsamlega
um megn að stöðva uppreisn skæruliða maóista. Lögregla beitti táragasi gegn hundr-
uðum manna í höfuðborginni í gær og hefur þvi verið hótað að hver sá sem ekki virðir
útgöngubannið verði umsvifalaust drepinn.
Tómstundahúsið Nethyl 2 sími 5870600 www.tomstundahusid.is
Segja borgarastríð
ekki skollið á í írak
íraskir stjórnmálaleiðtogar mótmœla þeirri fullyrðingu Egypta-
landsforseta að írak rambi á barmi borgarastyrjaldar.
Stjórnmálaleiðtogar í írak fóru í
gær hörðum orðum um þau um-
mæli forseta Egyptalands að írak
rambi á barmi borgarastyrjaldar.
Deilur magnast nú um hvort telja
beri að borgarastríð hafi þegar
brotist út í landinu.
Hosni Mubarak, Egyptalands-
forseti, sagði á laugardag í viðtali
við sjónvarpsstöðina al-Arabiya að
borgarastríð væri á næsta leiti í írak.
.Borgarastríð er við það að brjótast út
á milli sjíta, súnníta og Kúrda í land-
inu,“ sagði forsetinn meðal annars.
Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra
íraks, andmælti þessari yfirlýsingu
á fundi með fréttamönnum í Bagdad,
höfuðborg Iraks. „Við erum þrumu
lostnir yfir því að Egyptar skuli skil-
greina öryggisvandann í írak sem
borgarastríð. Því fer enn fjarri að
þjóð okkar eigi í borgarastríði,“ sagði
forsætisráðherrann en með honum á
fréttamannafundinum voru einnig
fulltrúar súnníta og Kúrda.
Ekki ríkir þó eining um þetta mat
hans í röðum íraskra stjórnmála-
manna. Þannig sagði aðstoðarinn-
anríkisráðherra Iraks í viðtali við
breska útvarpið, BBC, að í raun hefði
geisað borgarastríð í landinu síðasta
árið. Því hefði á hinn bóginn enn
ekki verið lýst yfir. Ráðamenn í Bret-
landi og Bandaríkjunum hafa lýst
sig andvíga þessu mati. Jack Straw,
utanríkisráðherra Bretlands, hefur
sagt að ástandið i landinu sé „mjög
alvarlegt“ en tekist hafi að koma í
veg fyrir borgarastríð. 1 því efni hafi
ráðið mestu framganga leiðtoga sjita
sem hvatt hafa til stillingar þótt mik-
ill fjöldi trúbræðra þeirra hafi týnt
lífi í sjálfsmorðsárásum. Átök milli
trúarhópa gerast sífellt alvarlegri og
mikil alda ofbeldis hefur riðið yfir á
síðustu tveimur mánuðum eftir að
moska sjíta í borginni Samarra var
sprengd í loft upp í febrúarmánuði.
Þá telja ýmsir að það hafi ekki
orðið til þess að draga úr ofbeldinu
að enn hefur ekki tekist að mynda
starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Við-
ræður um myndun stjórnar hafa
engum árangri skilað þótt alþjóða-
samfélagið þrýsti mjög á íraska stjórn-
málamenn um að ljúka því verki og
leitast þar með við að tryggja einingu
írösku þjóðarinnar.
Kona situr ásamt barni sínu í
flóttamannabúðum f borginni Falluja í
gær. Fjöldi fólks hefur flúið höfuðborgina
Bagdad að undanförnu af ótta við
síaukna ofbeldisglæpi.
Segir fréttir um
mögulega kjarnorku-
árás á íran fáránlegar
Mbl.is | Jack Straw, uíanríkisráð-
herra Bretlands, lýsti í gærmorgun
miklum efasemdum um að Banda-
ríkjastjórn væri að undirbúa hernað-
araðgerðir gegn Iran og sagði fréttir
um að hugsanlega verði litlum kjarn-
orkuvopnum beitt gegn kjarnorku-
verum Irana fáránlegar.
Bandaríska tímaritið The New
Yorker fullyrti á laugardag að Banda-
ríkjastjórn væri að skipuleggja hern-
aðaraðgerðirgegn fran. Blaðið Wash-
ington Post greindi frá því f gær að
ríkisstjórn Georges W. Bush, Banda-
ríkjaforseta, væri að fara yfir hugsan-
legar hernaðaraðgerðir í tengslum
við víðtæka stefnumótun sem miði
að því að fá stjórnvöld í íran til að
hætta við kjarnorkuáætlun sína.
Ólíklegt væri að blásið yrði til árása
á næstunni og sagði í frétt blaðsins
að margir sérfræðingar teldu að
hernaðaraðgerðir myndu ekki hafa
Jack Straw
tilætluð áhrif.
Jack Straw
sagði í samtali
við breska rík-
issjónvarpið,
BBC, að al-
þjóðasamfé-
lagið ætti
með réttu að
tortryggja
kjarnorku-
áætlun írans.
Hins vegar væri sú áætlun ekki næg
ástæða til að hefja stríð.
„Við vitum ekki hvaða íranar ætl-
ast fyrir og því er ekki grundvöllur
til að heimila hernaðaraðgerðir,“
sagði Straw.
Þá sagði Straw fréttir um að hugs-
anlegaverðibeittsvonefndumbyrgja-
bönum, litlum kjarnorkusprengjum,
vera fáránlegar og kvaðst hann
draga í efa að þær væru réttar.
Teknir á
barnum
Yfirvöld í Texas stunda það nú
að senda óeinkennisklædda
lögreglumenn inn á bari f ríkinu
til að handtaka þar ölvað fólk.
Fyrstu aðgerð þessa eðlis var hrint
í framkvæmd í borginni Dallas
fyrir skemmstu. Þá voru, að sögn
talskonu lögregluyfirvalda, Carolyn
Beck.lögreglumenn í dulargervi
sendir á 36 bari f borginni. Aðgerðin
bar tilætlaðan árangur því þar
fundust 30 ágætlega ölvaðir einstak-
lingar og voru þeir handteknir.
Að sögn Beck mæla lög í Texas
skýrlega fyrir um að ölvun sé
bönnuð á almannafæri. Barir og
skemmtistaðir falli undir þessa
skilgreiningu og því beri laganna
vörðum að handtaka þá sem fengið
hafa sér of mikið. Að auki megi með
þessu móti taka drukkna einstak-
linga úr umferð áður en þeir nái að
skaða sjálfa sig og aðra t.a.m. með
því að keyra drukknir. „Við erum
þeirrar skoðunar að þetta sé eina
færa leiðin til að koma í veg fyrir
ölvunarakstur," segir Beck.„Fólk
gerir raunar fleiri heimskulega
hluti þegar það er drukkið. Menn
ganga yfir götur þar sem þeim þykir
henta og verða fyrir bílum og sumir
stökkva fram af svölum og ætla að
lenda í sundlauginni fyrir neðan
en missa marks,“ bætir hún við.
Barflugur í Texas mega, að sögn
Beck, eiga von á því að framhald
verði á þessum aðgerðum lögreglu.
Megavika á
Megafelgum
GÚMMÍVINNUSTOFAN
SP dekk
Skipholti 35, 105 RVK
Sími: 553 1055
Tómstundavörur færðu hjá okkur
T.d. Model, spil, pússlur, föndursett,
3D klippimyndir og myndir til að
mála eftir númerum o.fl.