blaðið


blaðið - 10.04.2006, Qupperneq 14

blaðið - 10.04.2006, Qupperneq 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. ÖRYGGISSAMFÉLAG MEÐ EVRÓPU? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sem hún flutti á laugardag að Islendingar hljóti að stefna að því í framtíðinni að eiga öryggissamfélag með Evrópu fremur en Bandaríkj- unum. Ekki verður annað greint en að ákveðins misskilnings gæti í þessari yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar sem ástæða er til að staldra við. Hugtakið öryggissamfélag hefur verið notað meðal fræðimanna til þess að útskýra hversu fátítt það blessunarlega er að lýðræðisríki eigi í innbyrðis átökum. Hugtakið fellur undir nálgun sem á ensku nefnist „Democratic Peace Theory“. Ástæðurnar eru meðal annars raktar til þess að lýðræðis- ríkin hafi þróað með sér flókið net í gegnum samvinnu í öryggis- og varnar- málum og með frjálsum viðskiptum. Þetta net flétti þau saman í heildstætt öryggissamfélag. Það öryggissamfélag sem ísland tilheyrir grundvallast á tengslum Evrópu og Bandaríkjanna. Ekkert hefur breyst í þeim efnum og mun tæpast gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Það að horfa á Evrópu sem eitt öryggissamfélag, óháð og sjálfstætt gagn- vart Bandaríkjunum, endurspeglar sérstaka sýn til alþjóðamála. Þess vegna þyrfti formaður Samfylkingarinnar að útskýra hvað felst í öryggis- samfélagi við Evrópu - samfélagi sem felur ekki í sér tengsl og samvinnu við Bandaríkin. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að tilraunir Evrópumanna til að koma sér upp sameiginlegri öryggis- og varnarmálastefnu taka sér- staklega mið af stöðu Bandaríkjamanna i heiminum og samstarfi við þá. Þrátt fyrir að Frakkar sýni á köflum nokkra tilburði til einleiks er það almennt viðurkennt að varnir og öryggi Evrópu grundvallast á herstyrk Bandaríkjanna og vernd þeirra. Viðleitni ESB-ríkja til að auka samstarf á sviði varnarmála felst fyrst og fremst í því að efla viðbrögð við hugsan- legum hættum á „jaðarsvæðum“ Evrópu. í þessu felst framlag ESB til að efla áðurnefnt öryggisamfélag. Fáum evrópskum stjórnmálamönnum dettur í hug að skilgreina Norður- Atlantshafið sem jaðarsvæði. Almenn sátt ríkir um það í höfuðborgum álf- unnar að Atlantshafið sé yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Þessi staðreynd skiptir mestu við framkvæmd utanríkisstefnu Islands. Mikilvæg umræða fer fram þessa dagana um öryggis- og varnarmál fs- lands. Fagna ber því að íslenskir stjórnmálamenn birti sýn sína til þess verkefnis sem við blasir eftir einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna að flytja varnarliðið á brott. Nákvæmni er á hinn bóginn þörf í þeirri umræðu. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 5103700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. ________ MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006_ blaðiö Sölumenn RÚV breiða yfir nafn og númer Sigurður Kári Kristjánsson, alþingis- maður, hefur verið ötull trúboði við að breiða út það fagnaðarerindi að Ríkisútvarpið eigi að selja. f síðustu viku brá þó svo við á Alþingi að préd- ikarinn lagði á flótta og þorði ekki að svara undanbragðalaust þegar ég spurði hvort hann væri enn á þeirri skoðun að selja RÚV. í mínum huga er þó enginn vafi á því að heittrúaðir frjálshyggjumenn i þingflokki Sjálf- stæðismanna líta á háeffun RÚV sem mikilvægt skref að því að geta einkavætt Ríkisútvarpið síðar - að hluta eða öllu leyti. Sölumenn RÚV Árum saman hafa stuttbuxnadeildir Sjálfstæðisflokksins lagt kröftuga áherslu á að Ríkisútvarpið verði selt og gert einkavæðingu RÚV að sér- stöku baráttumáli, sem ályktað er um árlega undir dynjandi fagnaðar- látum. Á sömu lund hafa þingmenn flokksins í vaxandi mæli talað á Al- þingi hin síðustu ár. Órækasti vitnisburðurinn um við- horf Sjálfstæðisflokksins birtist í því að þingflokkurinn hefur allt þetta kjörtímabil lagt blessun sína yfir að nokkrir heitustu heimatrúboðar frjálshyggjunnar - þar á meðal Sigurður Kári - hafa á Alþingi lagt fram frumvarp um að RÚV verði einkavætt og selt. Varla er þingflokk- urinn að blessa það nema af því hann litur með velþóknun á frum- kvæði sölumannanna. Skemmst er að minnast að Sjálf- stæðisflokkurinn gerði um árið söluna á Rás 2 að sérstöku kosninga- máli. Flokkurinn hefur aldrei fallið -frá þeirri stefnu. Frumvarpið um háeffun RÚV er svo haganlega úr garði gert að það heimilar beinlínis að Rás 2 verði seld. Nú á að standa við gamla loforðið. Grundvallarreglur brotnar Form hlutafélags á ágætlega við um rekstur fyrirtækja og stofnana ríkisins sem eru að mestu eða öllu leyti reknar fyrir sjálfsaflafé, en þær eru þá jafnan í samkeppnisrekstri og eiga oft betur heima á markaði. ðssur Skarphéðinsson Háeffun er oftast undanfari einka- væðingar þeirra. Hún gefur greiða leið að nýju fjármagni í formi nýs hlutafjár eða til sölu í áföngum. Háeffun er því hentugt rekstrar- form - ef á að selja fyrirtækin. Þetta eru rökin sem ríkisstjórnin hefur sjálf á þessum vetri - í tengslum við aðrar stofnanir en RÚV - lagt fyrir Alþingi til að skýra hví hún tekur hlutafélagaformið fram yfir form sjálfseignarfélags. Allt önnur lögmál gilda um stofn- anir sem eru að mestu eða öllu leyti reknar fyrir skattpeninga almenn- ings. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þessa fylgt þeirri grundvallar- reglu að eftirlit og aðhald þurfi með rekstri slíkra ríkisstofnana til að tryggja góða meðferð almannafjár og koma í veg fyrir sóun. Þess vegna hefur flokkurinn verið samferða vinstri mönnum í að setja lög um upplýsingaskyldu og framkvæmd stjórnsýslunnar. RÚV er dæmi um stofnun af þessu tagi. Nú vill Sjálfstæðisflokkurinn samt háeffa RÚV - og koma í veg fyrir að upplýsingalög og stjórnsýslu- lög gildi. Hann ætlar að fjarlægja að- haldið sem hann hefur áður sagt að sé þungamiðjan í opinberum rekstri og felst m.a. í aðgangi almennings, kjörinna fulltrúa og fjölmiðla að upplýsingum. Handónýtt frum- varp um opinber hlutafélög sem kastað var fram til málamynda til að svara þessari gagnrýni breytir engu um það. Þetta er til marks um að það er trúarleg sannfæring um ágæti einkavæðingar sem ræður för menntamálaráðherra en ekki gamlar grundvallarreglur flokksins. Þær eru brotnar - í þágu málstaðar fjálshyggjunnar. Sigurður Kári Kristjánsson og aðrir heimatrúboðar frjálshyggj- unnar kjósa nú að breiða yfir nafn og númer eins og bresku landhelgis- brjótarnir í gamla daga. Það breytir engu um það að háeffun RÚV er í augum Sjálfstæðisflokksins mikil- vægt skref að því að einkavæða RÚV að hluta eða öllu leyti. Það er ekki síst þess vegna sem þeir ætla að skilja við stofnunina í fjárhagslegri rúst. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Pað er allur gangur á því hvort eitthvað farl til fjandans eða ekki. Stundum skilur eitt orð á milli feigs og ófeigs í þeim efnum. Ræða for- manns Samfylkingarinnar, Ingi- bjargar SólrúnarGísladóttir, á laugardag var send til fjölmiðla. ( skjalinu stendur á einum stað: „Ég ætla ekki hér, fremur en endranær, að halda því fram að íslenskt efnahagslif sé að fara fjandans til en ég ætla eins og oft áður að vara við þeim váboðum sem ættu að vera sýnilegir öllum sem sjá vilja." Stundum heyra menn það sem þeir vilja og blaðamaður Fréttablaðsins skrifaði frétt í blaðið undir fyrirsögninni: fslenskt efnahagslíf að fara til fjandans. Fyrirsögnin er sótt í beina til- vitnun íformann Samfylkingarínnar: „Ég ætla að halda því fram að fslenskt efnahagslíf sé að fara fjandans til en ég ætla eins og oft áður að vara við þeim váboðum sem ættu að vera sýnilegir öllum sem sjá vilja." Menn geta rétt (myndað sér hvort það hélaði ekki í morgunkaffið hjá Ingi- björgu Sólrúnu, sem á sunnudagsmorgni sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um þessi efnistök. Já, þaðerafsem áðurvar. „Ögmundur Jónasson varádögunum í viðtali íþættinum Íslandí bítið ásjónvarpsstöðinni NFS og þar varspurt um fátæktog rikidæmi hérálandi. Ögmundur sagði það réttsem sagt hefði verið að stórir hóparhefðuþaðbetranú en áður, enþettavar einmitt vandamál að hans mati. Hættan værisú, að þegarfátækum fækkaði þá færi samfélagið að hafa minni áhyggjur afstöðunni, eins oghann orðaði það. Já, það ersannarlega margt bölið. Nú eru fátækir hér á landi orðnirsvo fáir að áhyggjur fólks affátækt hafa minnkað. En Ögmundur kann örugglega ráð við þessu. Bara að hækka skatta, draga úr hagvexti, auka atvinnuleysi og vandinn erúrsögunni." Vefþjódviuinn, 9.IV.2006 gill Helgason fjallaði meðal annars um drög að nýjum fjölmiðlalögum í Silfri sfnu í gær og var þar nokkuð rætt um dagskrár- vald eigenda fjölmiðla. Enginn þarf þó að velkjast í vafa um dagskrárvaldið í Silfrinu, því síðar í þættinum kom Jónína Benediktsdóttir ( þáttinn og ræddi ( þaula krosseignarhald helstu blokka viðskiptalífins. Eigendur Baugsmiðlanna hafa varla skemmt sér mikið við skjáinn, en Egill fer sínu fram.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.