blaðið


blaðið - 10.04.2006, Qupperneq 16

blaðið - 10.04.2006, Qupperneq 16
„Ég fermdist á breik-tímabilinu og fékk því Sinclair Spectrum 48K leikjatölvu í fermingargjöf. Sú tölva er löngu gengin til feðra sinna, á meðan ritsafn H.C. Andersen er enn að dýpka skilning minn á lífinu og tilverunni." >erð kr. Fermingargjafir sem vit er í Tilboðsverð 3.990 kr. E d d a edda.is XNT.SS Tilboösverö Tilboðsverð 19.980 kr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Steinunn rðardói hk 16 J MÁNUDAGUR 10.APRÍL 2006 blaöió Fyrirferðarmikill gróður þarf stundum að víkja og sumir kjósa að setja hellur eða grjót sem finnst í náttúrunni. Garðatíska er breytileg Fólk vill losna við fyrirferðamikinn trjágróður. Lóðamörk geta verið óljós og stundum rennur garður og náttúra saman í eina heild. Haraldur Skarphéðinsson skrúð- garðyrkjumeistari segir starf sitt felast í því að búa til tilbúið lands- lag í kringum hús og opin svæði. Meistarar sjá ennfremur um eftirlit og viðhald garðanna. „Garðatískan breytist eins og önnur tíska og nú er algengt að fólk vilji losna við trjá- gróður sem er orðinn of fyrirferða- mikill og jafnvel farinn að skyggja á annan gróður í garðinum. Stór og gömul tré njóta sín oft betur og fá meira vaxtarrými eftir að búið er að rýma til í kringum þau.“ Haraldur segir að tré sem á að rífa séu söguð niður með rót og síðan sé rótin drepin með eitri. „Rótin er yfirleitt ekki grafin upp en jafnað út með mold í kring til að hylja rót trésins. Endurnýjun garða tekur skemmri tíma en áður Haraldur segir endurnýjun garða taka mun skemmri tima en áður og að hægt sé að gera mikið á aðeins nokkrum vikum. „Þeir sem hyggjast endurnýja hjá sér garðinn ættu að byrja á því að hringja í landslagsarkitekt og láta teikna garðinn upp. Þegar því er lokið tekur við vinna verktaka sem grafa upp garðinn, skipta um jarð- veg og bera að grjóthleðslur eða önnur efni sem á að nota. Ef raki er í garðinum getur þurft að leggja drenrör og síðan er dúkur settur yfir rörið sem dregur í sig rakann úr jarðveginum. í lokin er garðurinn sléttaður og mold og þökur settar yfir.“ Haraldur segir úrval af hellum fjölbreyttara nú en áður og fólk vilji oft skipta um hellur í görðum sínum til að fá aðrar nýtískulegri en einnig getur þurft að taka upp hellur og leggja nýjar ef misgengi hefur orðið i garðinum af einhverjum ástæðum. Náttúran og garður- inn renna saman Haraldur segir vinsælt að nota hluta af náttúrunni í garðana. „Það getur t.a.m. verið skemmtilegt að nota hraunið í garða í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi er vinsælt að nota sjávargrjótið sem þá er borið inn í garð og sett upp. Á sumum stöðum í Grafarholtinu eru garðamörk ekki skýr og þar er náttúran í raun hluti af garðinum. Einnig er hægt að fá til- búið grjót úr steypustöð til að nota í garðinn en það fer eftir smekk og nánasta umhverfi garðsins hvaða efni henta í hann.“ Haraldur segir skrúðgarðyrkju- meistara vart anna eftirspurn og margir vilji endurnýja garða sína eða séu að hanna garða við nýbygg- ingar. „Vertíðin hjá okkur byrjar um leið og frost er farið úr jörðu og stendur fram að áramótum. Núna er fólk mikið að klippa runna í görðum sínum og við ráð- leggjum fólki hversu mikið það eigi að klippa.“ Haraldur segir fólk oft ragt við að klippa mikið af trjám og runnum en segir það ekki skemma neitt. „Það er allt í lagi að klippa limgerði þannig að ekki standi eftir nema to cm stubbur og það sama á einnig við um skrautrunna og þetta endurnýjar 1 raun trén og hefur góð áhrif á þau.“ hugrun@bladid.net Getsemane-garðurinn Getsemane-garðurinnersögufrægur staður og einn af merkustu stöðum í Israel en garðurinn liggur við rætur Ólífufjallsins. Garðurinn hefur verið óbreyttur í tuttugu aldir eða Horft yfir Jerúsalem af Ólífufjallinu. frá tímum Krists og jafnvel er talið að sömu ólífutrén séu í garðinum og á tímum hans. í þessum garði átti Jesús góðar og slæmar stundir en þetta var staðurinn þar sem hann fór til að hvíla sig og biðjast fyrir en þetta var einnig garðurinn þar sem gyðingar tóku hann höndum. í Getsemane-garðinum eru átta ólífu- tré en um aldur þeirra er ekki vitað. Sumir grasafræðingar telja þau jafn- vel yfir 3.000 ára gömul. Talið er að Titus keisari hafi látið höggva öll tré í nágrenni Jerúsalem árið 70 eftir Krist en einnig er talið hugsanlegt að trén í Getsemane-garðinum hafi sloppið og gætu þau verið þau sömu og þegar Kristur var á meðal vor. hugrun@bladid.net Ólífutrén I Getsemane garðinum eru talin yfir 3000 ára gömul.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.