blaðið


blaðið - 10.04.2006, Qupperneq 22

blaðið - 10.04.2006, Qupperneq 22
 30 I ÍÞRÓTTIR MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 blaðiö SKYNDIPRÓFIÐ EiðurSmárí Guðjohnsen 1. Númerhvaðer treyja hans hjá Chelsea? 2. Með hvaða liði lék hann áður en hann gekk til liðs við Bolton 1998? 3. Hvað er hann gamall? 4. Hvað heitir eiginkona hans? 5. Á móti hvaða þjóð lék hann sinn fyrsta landsleik, þegar hann kom inn á sem vara- maður fyrir Arnór föður sinn? !PUC|1S!3 'S 'jjiiopsuiSAS jnpimu6ea ’fr 'eje Lz í 'yy i ‘zz ’i PSVmeistarí Guus Hiddink, stjóri PSV Eindhoven, kampakátur með verðlaunaskjöldinn sem félagið hlaut fyrir að verða hollensk- ur meistari eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Groningen í gær. AZ Alkmaar, sem er f öðru sæti, tapaði á sama tíma fyrir Ajax og hefur PSV því 10 stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir. Hiddink hefur lýst því yfir að hann ætli að leita á önnur mið eftir þetta tímabil. Rooney stórskuldugur vegna fjárhættuspila Sven-Göran Eriksson œtlar að rœða við Wayne Rooney vegna mögu- legrar spilafíknar. Sagt að Rooney skuldi um 100 milljónir króna. Rooney er skaphundur og líkast til hafa fjárhættuspilin ekki góð áhrif á andlega líðan hans. Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englands, ætlar að ræða við Wayne Rooney, leikmann Manc- hester United, eftir að Sunday Mirror greindi frá því að enska ungstirnið skuldaði andvirði 100 milljóna ís- lenskra króna vegna fjárhættuspila. Rooney er einn af nokkrum enskum knattspyrnumönnum sem nefndir voru í fréttinni en Michael Owen, John Terry, Frank Lampard og Rio Ferdinand voru einnig nefndir á nafn og sagt að þeir eyddu drjúgum stundum saman í fjárhættuspil. Talsmaður Rooneys, sem er tví- tugur að aldri, sagðist ekki vilja tjá sig um fréttina á nokkurn hátt. Enska knattspyrnusambandið sagði að þrátt fyrir að Eriksson ætlaði ekki að rannsaka málið til hlítar myndi hann ræða við leikmennina sem voru nefndir og komast að því hvort um alvarlegt vandamál væri að ræða. Owen upphafsmaðurinn Sunday Mirror segir að Owen hafi verið upphafsmaðurinn að öllu saman. Hann hafi kynnt liðsfélaga sína hjá enska landsliðinu fyrir veðmálunum og verið eins konar veðmangari í búningsklefa enska landsliðsins. 1 haust voru liðsfélag- arnir hins vegar farnir að leggja svo stórar upphæðir undir að Owen þurfti að vísa þeim til viðskiptafé- laga síns, Stephen Smith, sem rekur sjálfstæðan veðbanka. Rooney mun hafa gengið lengst og að undanförnu verið að leggja margar milljónir á viku undir á veðreiðar, hundahlaup og knattspyrnuleiki. Owen varð skotspónn fjölmiðla fyrir þremur árum síðan þegar upp komst að hann eyddi milljónum á mánuði i veðreiðar og ætti sjálfur fjóra veðhlaupahesta. Owen lét þá hafa eftir sér: „Umfjöllun fjölmiðla gerir það ekki að verkum að ég hætti að elska hesta og veðja. Þeir eru aðaláhugamál mitt fyrir utan knattspyrnu. Ég veit vel að íþrótta- stjörnur eins og ég eru fyrirmyndir fjölmargra ungmenna og ég myndi aldrei hvetja neinn til að gera það.“ LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Elfsborg - Gautaborg 2,25 2,60 2,40 Örgryte - Malmö FF 3,60 2,40 1,80 Öster - AIK 2,20 2,60 2,45 Fredrikstad - Brann 2,20 2,60 2,45 Djurgárden - Hammarby 1,95 2,40 3,15 Dynamo Dresden - Karlsruhe 2,20 2,60 2,45 Valenciennes - Guingamp 1,55 3,00 3,70 Fróðlegt verður að sjá hvaða leikmenn gera sig heimakomna á Old Trafford í sumar. Man Utd ætlar að eyða í sumar Andy Anson, fjármálastjóri Manc- hester United, segir að félagið sé til- búið að greiða risaupphæðir í sumar til að tryggja sér bestu leikmennina. United hefur á undanförnum árum greitt 29,3 milljónir punda fyrir Rio Ferdinand og 27 milljónir punda fyrir Wayne Rooney og segir Anson að félagið sé reiðubúið að greiða álíka upphæð fyrir leikmann á sama mælikvarða. Manchester United gerði á dög- unum nýjan auglýsingasamning við bandaríska fjárfestingafyrirtækið AIG sem tryggir liðinu 56 milljónir punda fyrir næstu fjögur árin. Anson sagði að sú upphæð yrði þó ekki notuð til leikmannakaupa þar sem Alex Ferguson, stjóri rauðu djöflanna, hefði þegar fengið stóra upphæð til þess. „Við höfum þegar ákveðið hversu miklu verður ey tt í leikmenn í sumar og fjárstyrkurinn frá AIG breytir engu þar um. Upphæðin er mjög há og Alex telur hana nægjanlega til að geta fengið leikmennina sem hann þarf,“ sagði Anson. Þá sagði hann að Malcolm Glazer, umdeildur eig- andi félagsins, hafi löngum lýst því yfir að hann sé meira en tilbúinn að leggja rausnarlega út fyrir leik- mönnum til að styrkja liðið. Skeytin inn David O’Leary, stjóri Aston Villa, segist ekki ætla að yfirgefa félagið þrátt fyrir að liðinu hafi gengið afleit- lega á tímabilinu. Raddir stuðnings- manna sem vilja sjá O’Leary taka pokann sinn verða stöðugt háværari en liðið hefur unnið einungis einn leik af síðustu ellefu. „Það er ekki möguleiki að ég yfirgefi liðið núna, við ætlum að rífa okkur upp úr lægðinni saman. Auðvitað er ég alveg jafn pirraður og stuðningsmennirnir," sagði O’Leary. f síðustu viku sakaði hann stuðningsmennina um að vera hverflynda og sagði að þeir ættu ekki að gefast upp á liðinu. Nokkrir þeirra tóku sig þá til og mættu með stærðar borða á leik Aston Villa og WBA um helgina, sem á stóð: „Við erum ekki hverflyndir, okkur líkar bara illa við þig.“ Rafael Benitez, stjóri Li- verpool, hrósaði Robbie Fowler í hástert eftir leik liðsins gegn Bolton í gær. Fowler hélt þá upp á 31 árs afmæli sitt með því að skora sigur- markið í 1-0 sigri rauða hersins. „Það var gott fyrir Robbie að skora á afmælis- daginn sinn og nú þurfum við að fara að vinna í því að gera nýjan samning við hann. Það er gaman að sjá hann leika vel og skora mörk og það kemur sér vel fyrir alla.“ Benitez sagði að Liverpool þyrfti aðeins að vinna einn leik til viðbótar til að eiga öruggt sæti í Evrópukeppninni á næsta tímabili „Við erum mjög nálægt því að tryggja okkur þriðja sætið og ef United misstígur sig er alls ekki útilokað að við getum náð öðru sæti,“ sagði Benitez. obby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segir að Sol Campbell sé að renna út á tíma með að tryggja sér sæti í enska landsliðinu fyrir HM í sumar. Campbell hefur náð sér af ökklameiðslum sem hrjáðu hann en hefur ekki spilað með Arsenal frá því hann átti arfaslakan leik gegn West Ham í byrjun febrúar. „Sol hefur verið hjartað í ensku vörninni í næstum áratug. En ef hann fer ekki inn í byrjunarlið Arsenal fljótt sé ég ekki að hann verði um borð í flugvélinni sem fer til Þýskalands," sagði Robson. Þá sagði hann að sömu sögu væri að segja af liðsfélaga Campbells, bakvörðinn Ashley Cole, sem lítið hefur leikið á tímabilinu vegna meiðsla. Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona segist vilja taka við stjórn argent- ínska landsliðsins fari svo að nú- verandi þjálfari, Jose Pekerman, nái ekki góðum árangri með liðið á HM í sumar. „Ég veit að argentínska knatt- spyrnusambandið vill fá mig til starfa. Ef Pekermen tekst að leiða liðið til sigurs á HM gæti ég a.m.k. þjálfað ungmenna- landsliðin. Maradona, sem er 45 ára í dag, hefur áður reynt fyrir sér sem þjálfari hjá félags- liðum en með litlum árangri og hrökklaðist úr þeim störfum eftir nokkra mánuði.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.