blaðið - 27.04.2006, Síða 6

blaðið - 27.04.2006, Síða 6
6 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaöið Einstökum drengjum boóiö á Highbury Nokkrir drengir skemmtu sér kon- unglega á Highbury, heimavelli enska knattspyrnuliðsins Arsenal um síðustu helgi þegar þeir sáu Thi- erry Henry og félaga etja kappi við erkifjendurna í Tottenham. Drengirnir fóru út í boði Acta- vis sem er aðalsamstarfsaðili Um- hyggju, félags langveikra barna. Fyrirtækið vildi bjóða nokkrum skjólstæðingum Einstakra barna og aðstandendum þeirra til Lundúna og gera þeim dagamun. Leikurinn var að sögn hörkuspennandi og lauk honum með jafntefli. Drengirnir sem fóru á völlinn heita frá vinstri, Magnús Magnús- son, Sigmar Atli Guðmundsson og Benedikt Vagn Bjarnason. Með þeim á myndinni er Hörður Konráðsson. SJÓNARHÓLL Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfírði 565-5970 Líklega hlýlegasta gleraugnaverslunin norðan Alpafjalla Þar sem gæðagleraugu kosta minna Sátt í fiðlumálinu Útvarpsstjóri segist ekki gera athugasemdir við að forláta fiðlu muni ekki tilheyra RÚV hf. Framkvæmdastjóri Sinfóníunnar segist vænta þess að hljómsveitin fái að nota hljóðfærið áfram. Samkvæmt minnisblaði sem lagt hefur verið fram í menntamálanefnd mun forláta fiðlu sem smíðuð var árið 1728 ekki tilheyra hinu nýja hlutafélagi Ríkisútvarpsins. Tekist hefur verið á um málið að undanförnu en nú hefur verið ákveðið að fiðlan sem metin er hátt á 200 milljónir króna, tilheyri ríkissjóði. Ég á þetta, ég má þetta „Ríkisútvarpið á óumdeilanlega fiðluna,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. „Ríkið á hins vegar Ríkisútvarpið og sagði ekki einhver góður maður: Ég áþetta, ég má þetta?“ Páll bendir á að Ríkisútvarpinu séu ætlaðar 500 milljónir króna í eigið fé sem þýði að eiginfjárhlutfallið sé um það bil 10%. „Þetta er ákvörðun sem ráðherrararnir taka. Að mínu viti er þetta hlutfall í það minnsta til þess að leggja upp með en það er niðurstaða eigendanna að svona skuli þetta vera.“ Páll segir það síðan einfaldlega vera leik að tölum hvernig þetta sé sett upp. „Ráðherrarnir hefðu getað sagt sem svo, við erum búnir að ákveða að eiginfjárhlutfallið verði 10%. Viljið þið halda fiðlunni og fá 300 milljónir eða viljið þið láta fiðluna og fá 500 milljónir?“ Páll segir, að úr því að sú ákvörðun hafi verið tekin, að eiginfjárhlutfallið skuli vera 10%, þá skipti ekki máli hvort því hlutfalli sé náð með Husgagna 0DH>nsi Bæjarlind 16 - Kópavogi S: 517 6770 fiðlunni og peningum, eða bara peningum. „Ríkið fer með þessa eign fyrir hönd almennings og ég kveinka mér ekkert undan því sérstaklega," segir Páll Magnússon. Sáttvið málalok „Þetta er auðvitað bara formleg tilfærsla á eign sem alltaf var í eigu ríkisins,“ segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. „Við væntum þess að í framhaldinu verði síðan gerður samningur við okkur um notkun á fiðlunni. Við getum því verið sátt við þessi málalok.“ Sinfónían hefur alltaf haft afnot af fiðlunni en Þröstur segir að þetta sé eina hljóðfærið sem hljómsveitin hafi nýtt sér sem verið hafa í fórum útvarpsins. „Þeir eiga einhver fleiri hljóðfæri sem ég veit ekki mikið um,“ segir Þröstur. Útvarpsstjóri segir að um sé að ræða tvær víólur en samanlagt verðmæti þeirra er aðeins brotabrot af verðmæti fiðlunnar. „Ég veit satt best að segja ekki hvar þær eru. Ég hélt reyndar að þær væru einnig niðurkomnar hjá Sinfóníunni en við skulum treysta því að þær séu vel geymdar. En það er enginn samjöfnuður á milli þeirra og fiðlunnar," segir Páll. Þröstur segir að fiðlan sem smíðuð er af Guarnerius del Gesu fjölskyldunni, en fiðlur af því tagi þykja koma Stradivarius fiðlum næst að gæðum, hafi verið keypt rétt eftir stríð og þá í samráði við Björn Ólafsson, konsertmeistara hljómsveitar Ríkisútvarpsins. „Það var þáverandi útvarpsstjóri, Jónas Þorbergsson sem lét kaupa hana en hún hefur alla tíð verið í vörslu og notkun hér hjá Sinfóníuhljómsveitinni." Apar á Sri Lanka drápu leigubílstjóra Vopnaðar sveitir lög- reglumanna á Sri Lanka leita nú að tuttugu simpönsum sem grunaðir eru um að hafa myrt leigu- bílstjóra og gengið í skrokk á þremur Bandaríkjamönnum á sunnudag. Aparnir sluppu úr afgirtu griðlandi fyrir simpansa um helgina og hafa gengið berserksgang síðan. Þeir réðust á mennina í bænum Freetown en Bandaríkjamennirnir voru þar vegna byggingarverkefnis. Simpansarnir eru sagðir stórhættu- legir og hefur íbúum í grend við Tuttugu simpansar eru eftirlýstir á Sri Lanka garðinn verið sagt að fara að öllu með gát. Griðlandið var sett á laggirnar árið 1995 og var hluti af átaki stjórnvalda sem miðaði að því að koma á vistvænni ferðamannaþjónustu í landinu. Aparnir hafa ekki valdið slysum á mönnum fyrr en nú. Bala Am- arasekaran, sem stýrir griðlandinu, sagði við Reuters-fréttastofuna að öryggisgæsla við apagarðinn yrði aukin í framtíðinni en hinsvegar verði aldrei hægt að koma alfarið í veg fyrir árekstra manna og apa. Dýnur með stillanlegri mýkt. Mýktinni breytt hvenær sem er með einum takka. Hún með mjúka & hann með harða, samt sama dýnan. Nuddstólar frá Góður nuddstóll frábær eftir erfiðan vinnudag 3 gerðir & nokkrir litir Besta verðið Ótrúlega margir litir Stærsta litla búðin á íslandi Yfir 10.000 möguleikar

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.