blaðið - 27.04.2006, Page 20

blaðið - 27.04.2006, Page 20
4 20 I TRÚMÁL FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 blaöiö Byltingareðli Krists höfðar til alþýðunnar Við auglýsta guðsþjónustu sr. Þórhalls Heimissonar i Hafnarfjarðarkirkju næstkomandi sunnudag verður í predikun dagsins sérstaklega rætt um hið svo- kallaða Júdasarguðspjall. Einnig verður vikið að öðrum guðspjöllum sem ekki eru með í Nýja Testamentinu eins og guðspjalli Maríu Magdalenu. Ýmsir hafa haldið því fram að þessir textar kollvarpi sögu kristninnar. Erna Kaaber spjallaði við sr. Þórall um ólíkar nálganir manna á boðskap Jesú Krists. ,Það er rólegur tími eftir páskana og gott að taka þá eitthvað sem fólk er að velta fyrir sér,“ segir Þórhallur. Það hefur mikið verið rætt um Júd- asarguðspjall og önnur guðspjöll og kannski aðra texta frá tímum kristn- innar og fyrstu aldirnar eftir Krist. Mér finnt ekki hafa verið tekið al- mennilega á þessu innan kirkjunnar eða fjallað um þetta opinberlega svo mig langar til þess að velta þessu upp og fara í gegnum málið með mínum söfnuði. Finnst þér hafa verið einhver tregða hjá kirkjunni aðfjalla um þetta nýja guðspjalU Kannski ekki tregða en það er í lagi að efla umræðuna. Menn hafa kannski ekki tekið á því almenni- lega að ræða þetta við almenning. Hvernig finnst þér innihaldið ríma við þessar kanónur Nýja testamentisins? Hvaða gildi hafa allir þessir textar? Talið er að fyrra Kórintubréf eftir Pál postula hafi verið skrifað um 50 árum eftir Krist, um 15 árum eftir krossfestinguna. Svo eru til handrit sem eru skrifuð allt til 300 e.kr. Þetta er langur tímaskali og margvísleg ritunarsaga bak við guð- spjöllin og ég vil gjarna hjálpa fólki að átta sig á ritunarsögunni og setja í samhengi, hvað snýr að trúnni, hvað er kannski tilbúningur og hvað hefur verið falið og hvað hefur verið reynt að stimpla sem villutrú. Júdas- arguðspjall lendir fyrir miðju þessa BlaSiö/Steinar Hugi ,Ég leyfi mér að segja að í þróun kirkjunnar hafi konan verið sett niður og lítið gert úr byltingarþættinum og það er alls ekki samkvæmt boðskap Jesú," segir sr. Þórhallur Heimisson. VOLVOS40 VOLVOV50 VOLVOS60 VOLVOV70 VOLVOS80 VOLVO XC70 AWD VOLVO XC90 AWD VELDU VOLVO S40. FALLEG STÆRÐFRÆDL Volvo S40 er hátækni. Gott dæmi um fallega stærðfræði og verkfræðilega snilld. Fullur af orku. Búinn fádæma aksturs- eiginleikum. Þú finnur ekki fýrir hreyfingu Volvo S40 á jöfnum hraða. Aðeins fyrir veginum. Afstætt lögmál. Þú sérð um- hverfið líða framhjá; hefur kannski á tilfinningunni að bíllinn sé kyrr og jörðin á hreyfingu. Draumablll. Reynsluaktu draumabíl bílablaðamanns Morgunblaðsins: „Volvo hefur nefnilega tekist það sem margir hafa áður reynt og flestir án árangurs; að smíða gæðabíl án þess að slá nokkuð af kröfunum en um leið að stilla verðinu i hóf.“ Komdu í Brimborg. Skoðaðu fallegt dæmi um áratuga umhyggju Volvo fyrir öryggi fjölskyldunnar. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo. Verkfræðileg snilld einkennir Volvo S40 Berðu saman verð og gæði. Berðu saman staðalbúnað Volvo S40 við staðalbúnað í öðrum lúxusbílum. Þú finnur WHIPS bakhnykksvörn, SIPS hliðarárekstrarvarnarkerfi og spólvörn með stöðugleikastýringu í Volvo S40. Einnig ABS hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, 4 loftpúða auk hliðarloft- púða, tölvustýrða loftkælingu með hitastýringu, hágæða hljómflutningstæki með 8 hátölurum, rafdrifnar rúður, upp- hituð sæti, 16" álfelgur og margt fleira. Sjö hátæknivélar standa þér til boða. Bensín eða dísil. Komdu í Brimborg. EuroNCAP öryggisstofnunin verðlaunaði Volvo S40 með bestu einkunn (5 stjörnur), sama gerði US NCAP. Breska bílablaðið Auto Express mat Volvo S40 sem besta bílinn I sínum flokki lúxusbíla; betri en BMW 3 series og Jaguar X-type. Volvo S40 er besti kosturinn að mati bandaríska vegaöryggiseftirlitsins (IIHS) og sænska tryggingafélagið Folksam verðlaunaði Volvo S40 fyrir að vera með bestu háls- og bakhnykksvörnina. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo! Komdu í Brimborg. Spurðu söluráðgjafa Volvo á íslandi um verð og gæði. Við gerum þér gott tilboð um staðgreiðsluverð fýrir gamla bllinn. Firtndu fegurðina sem býrígæðum einfaldleikans. Skoðaðu nýtt stjómborðið sem ekki átti að vera . ’t,pL ' hægt að framleiða. ' votvais Volvo S40 bensín. Verð frá 2.595.000 kr.* Volvo S40 dísil. Verð frá 2.965.000 kr.* * Brimborg og Volvo áskilja sór rótt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og aö auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.