blaðið - 27.04.2006, Side 34

blaðið - 27.04.2006, Side 34
34 I ÝMISLEGT FIMMTUDAGOR 27. APRÍL 2006 blaöiö Dýrmœt og styrkjandi auðlind Það er nauðsynlegt aðfá góðan nœtursvefn en það er margt sem getur haft áhrifá svefninn. Svefn er dýrmætur og styrkjandi auðlind sem er nauðsynlegur hluti góðrar heilsu og almenns heilbrigðis. Á stundum getur verið erfitt að fá nægan svefn, sérstaklega fyrir þá sem eiga annríkt og upplifa mikla streitu í lífi sínu. Það er talað um að best sé að ná um 7-8 tíma svefni á nóttu, minni eða meiri svefn en það er óhollur. Hér eru nokkrar góðar kvöldvenjur til að ýta undir góðan og árangursríkan nætursvefn. Hreyfðu þig Hreyfing vinnur á stressi auk þess að hafa góð áhrif á heilsu. Mörg okkar hafa einungis tíma xtil að hreyfa okkur á kvöldin og því er best að hafa æfinguna þægilega og létta. Nokkrar jógaæfingar eða gönguferð að kvöldi til ýtir undir þreytu og losar um streitu án þess að líkaminn finni fyrir miklu álagi. Hlustaðu á tónlist .A Tónlist getur róað huga þinn og lík- W m f amaááhrifaríkan ^ hátt, sumir ganga A m meira að segja svo langt að nota tónlist sem með- ferðartæki. Hægt er að nýta tónlist sem slökun fyrir svefn, með róandi tónum. Einnig má spila afslappandi tónlist allt kvöldið og þar með gera hugann og líkamann tilbúinn undir hvíid. Taktu til Drasl á heimil- inu getur aukið stress og van- líðan. Með því að þrífa og taka tilílokdagskem- urðu í veg fyrir aukið álag auk þess sem það að vakna í hreinu húsi gerir hvíld- ina skemmtilegri. Varastu þó að þrífa mjög seint á kvöldin því þá getur verið enn erfiðara að sofna. Dagbók Það er fullkom- inn endir á deg- inum að skrifa hugleiðingar sínar í dagbók. Að skrifa í dag- bók hreinsar hugann, auðveldar vinnslu tilfinninga, leysir vandamál og auðveldar þér að undirbúa morg- undaginn. Dagbókarskrif eru því á allan hátt góð fyrir sál og líkama. Freyðibað Það er unaðslegt að liggja í heitu freyðibaði eftir vinnu og streitan hverfur eins og dögg fyrir sólu. Hug- urinn fær einnig langþráða hvíld og líkaminn er því tilbúinn undir langan og góðan svefn. Hugleiðsla Hugleiðsla er oftsinnis notuð til að aflétta stressi í líkama og huga. Það hentar frábærlega að stunda hugleiðslu rétt fyrir svefninn. Hún slakar á líkamanum, hreinsar hug- ann og skapar innri frið. Kynlíf Fyrir þá sem eru í föstu sambandi getur kynlíf verið gott til að losa lík- amann við streitu dagsins. Heilbrigt kynlíf styrkir ekki einungis sam- bandið heldur er það afslappandi og losar um ýmis góð efni sem ýta undir vellíðan. Þrátt fyrir að margir kjósi að slaka á fyrir framan sjónvarpið Rólegir leikir á kvöldin er heilmikið áreiti fólgið í því. Því ekki að taka upp gömlu borðspilin eða leika sér í rólegum leikjum í tölvunni. Það getur verið góð leið til að róa sig niður og skipta um gír án þess að vera það spenn- andi að það svipti þig svefni. Margir leikir geta auk þess aukið hugarleik- fimi sem eykur þreytuna. Nudd Það er fátt sem losar streitu eins vel og nudd auk þess sem það er ein- staklega gott. Ef einhver heima við vill nota þig skaltu hiklaust nýta það. Nudd fyrir háttinn losar streitu, eykur slökun og gerir svefninn auðveldari. Forðist þetta Sumar athafnir geta verið örvandi á kvöldin sem gerir það erfiðara að sofna. Til að fá góðan nætursvefn er best að forðast kaffi, deilur eða álags- hvetjandi samræður eða eitthvað annað sem getur reynst of örvandi. Til að mynda geta sumir sjónvarps- þættir eða bókhaldsmál haft örv- andi áhrif á þig. Allir er misjafnir og því er gott að fylgjast með hvaða at- hafnir hafa slæm áhrif á svefnvenjur þínar. svanhvit@bladid.net Nota Netið fyrír ákvarðanatöku Bandaríkjamenn treysta sífellt meir á Netið til að aðstoða sig við stórar ákvarðanir í lífi sínu samkvæmt nýlegri könnun. Um 45% bandarískra netnotenda, 60 milljónir manns, segjast leita sér hjálpar á Netinu við að taka stórar ákvarðanir í lífi sínu eða til að komast í gegnum áföll í lífi sínu. Mikil ijölgun Aðrar rannsóknir staðfesta að Netið sé sífellt að verða vinsælla. Á venjulegum degi í lok árs 2005 var 44% fullorðinna Bandaríkja- manna á Netinu, samanborið við 36% í janúar 2002. Þeir sem sögðu að Netið aðstoðaði þá í alvarlegum veikindum fjölgaði um 54% frá ár- inu 2002-2005. Þeir sem treystu á Netið til að taka stórar fjárhags- legar ákvarðanir fjölgaði um 45%. Það mátti sjá svipaða fjölgun hjá þeim sem notuðu Netið til að velja sér skóla eða kaupa sér heimili. Át- hygli vakti að á meðan 15% fólks sagðist stundum finna of mikið magn upplýsinga á Netinu, sagð- ist 71% finna þær upplýsingar sem Margir nota Netið sér til aðstoðar við að taka arfiðar ákvarðanir þau þyrftu og 11% vildi frekari upplýsingar. Draumastarfíð er þitt! Það þekkja það flestir að leiðin að draumastarfinu getur verið grýtt á köflum. Sumir fá aldrei drauma- starfið á meðan aðrir halda áfram að reyna allt þar til það er komið upp í hendurnar á þeim. Hér eru nokkur góð ráð í leit þinni að draumavinnunni. IÞegar þú ferð í viðtalið skaltu . klæðast fötum í hlutlausum litum. Rannsóknir sýna að yfir- mönnum líst betur á umsækjendur sem klæðast bláum og gráum fötum. 2Gættu að orðrómi þínum og • málfari. Fæstir yfirmenn vilja ráða starfsmenn sem hljóma eins og óöruggir unglingar þegar þeir talar. 3Leggðu eitthvað til málanna á . fyrstu starfsmannafundinum. Starfsmenn sem leggja eitthvað til málanna á starfsmannafundum komast hraðar áfram í fyrirtæk- inu enda virka þeir áhugasamir og fróðir. 4Ekki biðjast afsökunar í sífellu. • Sumir eiga það til að biðjast af- sökunar þó þeir hafi ekki gert neitt rangt. Þegar þú ferð í viðtalið skaltu klæðast fötum í hlutlausum litum. 5Mundu að skilja einkalífið og til- . finningarnar eftir heima. Sama hvað gengur á í lífi þínu skaltu forð- ast það að reiðast eða bresta í grát í vinnunni. Ef tilfinningarnar bera þig ofurliði skaltu reyna að láta lítið á því bera. ÓEnginn er ómissandi, ekki einu . sinni þú. Ekki nálgast vinnuna og samstarfsfélagana líkt og þú sért ómissandi. Maður kemur í manns stað, þótt það muni jafnvel kosta fyr- irtækið tíma og fé. 7Taktu hressilega í hönd annarra. > Sterkt og þétt handaband gefur til kynna að þú sért sjálfsörugg á meðan veiklulegt handaband gefur til kynna að þú sért taugaóstyrk og áhugalítil. 8Hættu að nöldra. Það er um • að gera að kvarta yfir því sem miður fer á vinnustað en bjóddu fram lausn vandamálsins líka.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.