blaðið

Ulloq

blaðið - 27.04.2006, Qupperneq 40

blaðið - 27.04.2006, Qupperneq 40
40 I MENNING FIMMTUDAGUR 27. APRÍL blaðiö Ríkuleg tengigáfa Tjöldin er heiti á ritgerðarsafni eftir Milan Kundera sem JPV útgáfa hefur sent frá sér en bókin kom fyrst út í Frakklandi í aprílmán- uði 2005 og rataði á metsölulista þar í landi „I þessari bók er Kundera að draga saman hug- leiðingar sínar um sérstöðu skáldsögunnar sem þekking- arforms og hlutverk hennar í evrópskri menningu. Hann er einnig á vissan hátt að gera upp samband sitt við föður- land sitt, Tékkland. Hann lítur afslappaður yfir farinn veg og er kannski meira að leika sér í þessari bók en fyrri ritgerðar- söfnum sínum, enda þykir hún mun aðgengilegri fyrir almenna lesendur en þær,“ segir Friðrik Rafnsson, þýð- andi bókarinnar. Persónuleg og lífleg skrif Áberandi er af hversu mikilli ást Kundera skrifar ritgerðarsafnið og hann er afar örlátur í garð annarra rithöfunda. „Hann hefur í gegnum tíðina skrifað talsvert mikið um aðra höfunda, bæði núlifandi og látna, meðal annars skrifaði hann fræga grein um Svaninn eftir Guðberg Bergsson þegar sú skáld- saga kom út í Frakklandi. Hann hefur ástríðufullan áhuga, áhuga listamanns- ins, á skáldsagnagerð og þar af leiðandi eru skrif hans persónulegri og líf- legri en hjá dæmigerðum fræðimanni,“ segir Friðrik. ,Þegar listamenn skrifa um aðra listamenn í sama geira eru þeir í aðra röndina að máta sig við þá. Kundera er þannig í Tjöld- unum oftar en ekki að skrifa um höf- unda sem hann hefur sjálfur sótt til, svosem Cervantes, Kafka, Hasek og Broch. Hann reynir að átta sig á því hvers virði verk þeirra eru og hvers virði hans eigin bækur eru í ljósi hefðarinnar sem þessir höfundar sköpuðu." Friðrik Rafnsson.„Kundera er afar víðlesinn og skrifar um skáldsöguna og sögu hennar af smitandi áhuga sem ég vona að skili sér til íslenskra lesenda í þýðingunni." Gral og kvenhetjur Ekki fer framhjá lesandanum hversu laginn Kundera er við að setja bókmenntir í samhengi og tengir hugvitsamlega við alls kyns atburði. „Mig minnir að ég hafi heyrt þann mikla bókmenntamann Árna Bergmann eitt sinn nota ágætt orð, „tengigáfá'. Hann talaði um að tengigáfa væri eitthvað sem öllu hugsandi fólki væri nauðsynleg. Ég held að Kundera sé einmitt gæddur ríkulegri tengigáfu, annars væri hann ekki ritgerðarhöfundur og skáldsagnahöfundur af þeirri stærð- argráðu sem hann er,“ segir Friðrik. „Hann talar um skáldsöguna sem list- form sem nýtir ólíkt efni úr hinum og þessum áttum: heimspeki, tón- list, myndlist, raunvísindi og svo framvegis. Til að ljá allri þessari þekkingu þarf gott formskyn. Það formskyn hefur hann meðal annars öðlast með því að hlusta á og leika tónlist, og sækir mjög í hana þegar hann byggir upp skáldsögurnar sínar og ritgerðarsöfn. Hann leggur mikið upp úr byggingu skáldsagna sinna og ritgerðarsafna, eins og hann útskýrir vel í ritgerðasafninu List skáldsögunnar sem kom út á ís- lensku árð 1999.“ Smitandi áhugi Friðrik segist hafa haft mikla ánægju af að þýða bókina, en Tjöldin er ellefta bókin sem hann þýðir eftir Kundera. Nú í ár eru einmitt tuttugu ár síðan fyrsta þýðingin leit dagsins ljós. Það var skáldsagan Óbærilegur léttleiki tilverunnar sem hefur notið gríðarlegra vinsælda hér á landi sem annars staðar. „Ég hafði mjög gaman af að þýða þetta ritgerðar- safn, enda getur maður haft nánast vitsmunalega nautn af því að lesa vel stílaðar og áhugaverðar pælingar um hvaðeina," segir Friðrik. „Ég fylgdist svolítið með tilurð þessarar bókar og las yfir hluta hennar í hand- riti. Þetta var upphaflega miklu þykkri bók en Kundera skar hana allrækilega niður. Hvað sjálfan mig varðar þá víkkaði lestur þessarar Metsölulistinn - íslenskar bækur 1. 2. 3. 4. Draumalandið Andri SnærMagnason Franskar konur fitna ekki Mireille Guiliano Fiugdrekahlauparinn Khaled Hosseini Oraumatandiö Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn Robin Sharman Skuggi vindsins Carlos Ruiz Zafón Labyrinth, spennu- og ævintýra- saga eftir bresku skáldkonuna Kate Mosse kom út á síðasta ári. Bókin hefur selst í rúmlega 400.000 ein- tökum og verið þýdd á 32 tungu- mál. Hún sat á kiljulista Sunday Times sjö vikur í röð en einungis Da Vinci lykillinn og Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon hafa setið oftar í fyrsta sæti þess lista. Verkinu hefur verið líkt við Da Vinci lykilinn en Mosse lauk við fyrsta uppkastið þegar bók Dan Brown var nýkomin í bóka- verslanir. Hún segir Da Vinci lykil- inn vera frábæra lesningu en segir bækurnar tvær ekki minna mjög hvor á aðra. „Þungamiðja beggja er gralið en Dan Brown fjallar um hið hefðbundna helga gral en það geri ég ekki,“ segir Mosse, sem var sex ár að skrifa bókina. Labyrinth ger- ist bæði á 13. öld og í nútímanum og konur eru þar í aðalhlutverki. Mosse segist meðvitað hafa sett konur í hetjuhlutverk í bók sinni þar sem í öllum ævintýrabókum sem hún hafi lesið hafi konur verið í aukahlutverkum. Kate Mosse er 44 ára. Hún vann við bókaútgáfu á árum áður og átti þátt í að stofna Orange verðlaunin bresku sem verðlauna konur sem fást við skriftir. Hún les bækur Ag- öthu Christie á hverju ári og er mik- ill aðdáandi Arthur Conan Doyle, höfundar sagnanna um Sherlock Holmes Næsta bók hennar er Sepulchre þar sem viðfangsefnið er klassísk tónlist og tónskáldið Claude De- bussy kemur við sögu. Mosse er afar vinnusöm, byrjar að skrifa klukkan 4 á morgnana, sem sumir myndu segja að væri há- nótt, og vinnur í tíu tíma. Hún seg- ist þurfa afar lítinn svefn, sex tímar sé meira en nóg. Hroki og hleypidómar Jane Austin 7 Stafróf dýranna Halldór Á. Elvarsson 8 fsprinsessan Camilla Lackberg 9 Tími nornarinnar Árni Þórarinsson ^ Fultur skápur af Irfi Alexander McCall Smith Metsölulistinn -erlendar bækur ^ The Historian Elizabeth Kostova 2 The Traveller JohnTwelve Hawks 3 Eldest ' Christopher Paolini 4 With NoOneAsWitness Elizabeth George 5 Third Secret Steve Berry b Atlantis David Gibbins 7 Philip's Paperback World Atlas Philip's TheHotKid Elmore Leonard Freakonomics Steven D. Levitt & Stephen J. Dubner . Cold Service Parker, Robert B. Mynd/Fri6rik Rafnsson Milan Kundera. Ritgerðarsafn hans, Tjöldin, er komið út hér á landi en bókin varð met- sölubók í Frakklandi. bókar sjóndeildarhringinn og í fram- haldinu fór ég að líta í bækur ýmissa höfunda sem Kundera fjallar um og ég hafði ekki lesið. Hann er afar við- lesinn og skrifar um skáldsöguna og sögu hennar af smitandi áhuga sem ég vona að skili sér til íslenskra lesenda í þýðingunni. Ég held í það minnsta að hægt sér að fullyrða að sá sem les bókina og allar þær bækur sem þar eru nefndar ætti að vera orð- inn nokkuð vel að sé í evrópskum bókmenntum fyrr og nú.“ Þegar Friðrik er spurður hvaða lesendahópi bókin sé ætluð svarar hann: „ Þetta er ekki bara bók fyrir gallharða bókmenntunnendur, þótt hún höfði vitaskuld sterkt til þeirra, heldur alla sem hafa áhuga á evr- ópskri menningu og sögu hennar. Svo finnst mér gaman að sjá hversu pólitískur Kundera er í þessari bók. Ekki þó flokkspólitískur, heldur er hann að hugleiða mikilvægi fjöl- breytninnar, háðsins, og undirstrika að sannleikurinn, einkum sá pól- itíski, er afar afstæður. Mér finnst þessi bók þannig vera frískandi mótvægi gegn hverskonar klisjum og auglýsingamennsku, ekki síst í öllu kosningaskvaldrinu sem er nú að fara í gang. Það verður því áhuga- vert að fylgjast með því hvernig land- inn tekur Tjöldunum.“ SU DOKU talnaþrautir Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aöeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 8 1 7 9 5 2 3 6 2 7 1 9 8 1 5 2 6 9 4 1 4 7 5 5 3 6 2 1 8 4 SUDOKU SHOP»IS @6610015 Lausn siðustu gátu 4 7 9 6 3 1 5 8 2 8 1 2 9 7 5 3 4 6 6 3 5 8 4 2 7 9 1 3 2 1 4 8 9 6 7 5 9 8 6 1 5 7 2 3 4 5 4 7 2 6 3 8 1 9 7 5 4 3 1 6 9 2 8 1 9 3 5 2 8 4 6 7 2 6 8 7 9 4 1 5 3

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.