blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2006 blaAÍð Þarf James Bond meirapróf? Njónarinn góðkunni James Bond hefur verið að eltast við fúlmenni í gegnum tíðina í öllu frá hrað- skreiðum bifeiðum til geimflauga. Hinsvegar verður farartækið sem hann kýs sér í nýjustu kvikmynd- inni um kappann öllu tilkomu- minna. Samkomulag hefur náðst á milli aðstandenda kvikmynd- arinnar og ítölsku Fiat-samsteyp- unnar um að hinn harðsnúni njósnari fari í eltingaleik á jarðýtu af Fiat-gerð. Um er að ræða jarðýtu af gerðinni W190 en er hún meðal annars vinsæl meðal bænda. Talsmaður Fiat er yfir sig ánægður með samkomulagið og segir að nýja kvkimyndin um æv- intýri James Bond muni hjálpa fyr- irtækinu að ná til unga fólksins. Sveppasúpa 3 x 73g kr 159.- Jón Gerald Sullenberger í héraösdómi I gær, en fjær eru þeir Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, auk verjenda sinna. Baugsmálið hið nýja þing- fest og frestað þegar í stað Arngrímur ísberg héraðsdómari vill ekki víkja sæti í málinu. Verjandi hefur ákveðið að kæra úrskurð hans til Hæstaréttar. Arngrímur Isberg, héraðsdómari, úrskurðaði í gær að hann hygðist ekki víkja sæti sem dómari í Baugs- málinu, eins og Jón Gerald Sullen- berger gerði kröfu um fyrr um dag- inn. Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, tilkynnti við svo búið yfir að úrskurðurinn yrði kærður til Hæstaréttar. Ný ákæra í Baugsmálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Minni ös var í rétt- arsalnum en í fyrra málinu, enda sakborningar helmingi færri. Var nokkur spenna í loftinu þegar að því kom að vinirnir fyrrverandi, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Gerald Sullenberger settust við sama borð, en þriðji sakborningurinn, Tryggvi Jónsson, settist á milli þeirra. Við þingfestinguna lýstu allir sak- borningarnir sig saklausa af ákæru saksóknara og kröfðust þeir Jón Ásgeir og Tryggvi frávísunar ákær- unnar hvað sig varðaði, en lögfræð- ingur Jóns Geralds kynnti að hann Allt silfur á upphlutinn • 7 liðir aðeins kr. 89.900 Gamla verðið út maí • Sendi myndalista SlHll DD myndi krefjast frávísunar fyrir hönd skjólstæðings síns. Fyrst vildi hann þó að dómarinn viki sæti, þar sem hann hafi dæmt í öðrum þætti Baugsmálsins, þar sem mat á vitn- isburði Jóns Geralds skipti sköpum fyrir sýknu sakborninga. Eftir að Arngrímur kvað upp úr- skurðinn um hæfi sitt síðdegis í gær, var málinu frestað að öðru leyti. Verður það ekki tekið fyrir aftur fyrr en Hæstiréttur hefur tekið kæru Jóns Geralds fyrir. Forsætisráð- herra útilokar ekki evruaðild Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra sagði í viðtali við bandarísku fréttaveituna Bloomberg í gær að svo gæti farið að íslendingar sækt- ust eftir inngöngu í Evrópska mynt- sambandið og taka upp evru. „Þetta er eitthvað sem við erum að velta fyrir okkur,“ sagði Halldór. Hann bætti því við að það væri „ljóst að það er ekki auðvelt að reka lítið hagkerfi með lítinn gjaldmiðil á stórum markaði." I fréttinni er bent á að frammistaða krónunnar gagnvart dollaranum sé sú versta af öllum gjaldmiðlum heimsins á þessu ári. Bloomberg greinir einnig frá því að þessi afstaða Halldórs sé í and- stöðu við skoðanir fyrrum forsætis- ráðherra, Davíðs Oddssonar. Þar sem gæðagleraugu kosta minna SJONARHOLL Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfírði 565-5970 Líklega hlýlegasta gleraugnaverslunin norðan Alpafjalla

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.