blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 22
22 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2006 blaöiö Mega barnshafandi konur eiga ketti? Svokölluð bogfrymlasótt getur verið áhœttusöm fyrir vanfcerar konur, en hversu algengur er þessi sjúkdómur og hverjar eru afleiðingar hans? Helga Finnsdóttir dýralœknir er sérfróð um kattasjúkdóma og afleiðingarþeirra. .Bogfrymlasótt er venjulegast ein- kennalaus sjúkdómur og ekki hættu- legur heilbrigðum einstaklingum sem mynda mótefni á í - 2 vikum. Hjá varnarskertum einstaklingum og þunguðum konum, getur hún hins vegar verið hættulegur sjúk- dómur og getur í verstu tilfellum valdið alvarlegum skaða á fóstri og jafnvel fósturláti," segir Helga. ,Tíðni smits er misjafnt eftir löndum og skortur á hreinlæti, ásamt neyslu á hráu eða lítt elduðu kjöti, á stóran þátt í sýkingum manna. Sjúkdóms- valdurinn er frumdýrið bogfrymill sem fjölgar sér inni í kyrndum frumum allra blóðheitra dýra og fugla.“ Hvaðan kemur þessi sjúkdómur og hvernig hegðar hann sér? „Lífsferill bogfrymilsins var mönnum lengi mikil ráðgáta og það eru ekki ýkja margir áratugir síðan það kom í ljós hvernig flóknum lífs- Sama lága verðið Allar gæludýravörur 30 % - 50 % AFSLÁTTUR Full búð af nýjum vörum TOKYO gæludýravörur HjaUahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444 Fyrir hundinn þinn Grensásvegi s:5686668 - Vorið er komið og fuglamir fara að hugsa til hreiðurgerðar. Ano/ Astarfuglar með AJ/C afsl. aðeins þessa helgi Þaö er ástæðulaust að lóga kisu þó að kona verði barnshafandi. ferli hans er háttað. Árið 1970 fund- ust þolhjúpaðar okfrumur, eða egg, í kattasaur sem staðfesti að kettir eru einu endahýslar sníkjudýrsins.“ Er algent að kettir veikist af bogfrymlasótt? „Nei, kettir smitast aðeins einu sinni á lífsleiðinni af bogfrymlasótt, en veikjast hins vegar afar sjaldan og eru því heilbrigðir smitberar. Þremur til ellefu dögum eftir að kisa smitast, byrja okfrumur að skiljast út með saurnum og gera það næstu 2 - 3 vikurnar eða á meðan ónæmiskerfi kattarins er að virkjast. Á þeim tíma skiljast út tugmilljónir eggja.en síðan ekki meir. Erlendar rannsóknir sýna, að á hverjum tíma skilja 1 - 2% af köttum út þolhjúp- aðar okfrumur með saur sem geta lifað í umhverfinu í mánuði til ár við kjöraðstæður en eins og allir vita er það nær ómögulegt fyrir fólk að varast kattasaur í umhverfinu.því kettir hafa þann háttinn á að moka yfir saurinn og lykt og litur og útlit hans breytist á skömmum tíma í rökum jarðvegi.“ Margar smitleiðir Herjar bogfrymlasótt mismikið á ketti? „Já, það má segja það. Kettir sem að eru inni að staðaldri og fá aldrei tækifæri til að veiða eða komast í mengað umhverfi smitast nánast aldrei. En sé um útikött að ræða minnkar hættan á smiti í fólk veru- lega sé kassinn hreinsaður daglega, því eggin verða ekki smithæf fyrr en 2 - 3 dögum eftir að þau ganga niður af kettinum. Undir venjulegum kringumstæðum er helsta smitleið bogfrymla í menn með menguðum matvælum eða drykkjarvatni, sýktu kjöti og um fylgju til fósturs, en talið er að bogfrymlasótt sé afar fá- tíð á íslandi. Engin ástæða er til þess að þunguð kona sem á kött þurfi að losa sig við kisu. En það er mik- ilvægt að fara eftir varúðarreglum í hvívetna. Hafi konan hins vegar áhyggjur af því hvort hún hafi smit- ast af bogfrymlasótt eða ekki, er rétt- ast að fara fram á mótefnamælingu í næstu mæðraskoðun.,“ segir Helga að lokum. Mikilvægt er fyrir alla og sérstak- lega fólki í áhættuhópum, þ.e. ófrískar konur og sjúklinga með ónæmisbælandi sjúkdóma, að gefa forvörnum verðugan gaum. • Gegnumsteikja allt kjöt (65°C) og smakka aldrei á hráu kjöti. • Þvo vel hendur og öll áhöld sem hafa komist í snertingu við hrátt eða lítið matreitt kjöt. Ekki snerta slímhúð (augu, nef, munn) með óþvegnum höndum. • Þvo allt grænmeti og ávexti fyrir neyslu. • Fóðra ketti með þurrfóðri/ dósamat og láta ekki láta ein- staklinga í áhættuhópi hreinsa gamlan kattasaur úr sandkassa kattarins, og að þeir þvoi sér alltaf vel um hendur eftir að hafa snert kött. • Verameðhanskaviðgarðvinnu (og snerta þá ekki slímhúðir munns, augna eða nefs með hönskunum), • Hafa lok á sandkössum barna og skipta um sand leiki minnsti grunur á að köttur hafi gert stykkin sín í sandkass- ann. Kenna börnum jafnframt að setja hvorki mold né sand í munninn. Meira um ketti og kattarsjúkdóma og margskonar fróðleik má lesa á vef- síðu Helgu: www.dyralaeknir.com margret@bladid.net Aðskilnaðarkvíði hunda Fyllist hundurinn þinn angist í hvert sinn sem þú opnar útidyrnar? þetta með því að fara oft að heiman. Byrjaðu á stuttum skreppitúrum s.s. farðuútenkomduafturinnnokkrum mínútum síðar. Lengdu tímann sem þú ert í burtu smátt og smátt og þar með ætti hann að byrja að treysta því að þú kemur alltaf aftur heim. 2. Láttu hann hafa eitthvað að gera: Hundar þurfa að hafa ein- hverja örvun heimafyrir. Þú getur haldið honum virkum með því að gefa honum skemmtileg leikföng eða fá annan hund til að stytta honum stundir. Það verður þó alltaf að vera hundur sem er jafningi hans en ekki einhver eldri og stærri eða yngri og minni. Það myndi bara skapa enn meiri vandræði. 3. Fáðu pössun: Hundurinn þinn fær útrás fyrir félagsþörfina ef hann fær að vera með einhverjum yfir dag- inn. Erlendis er það mjög algengt að fólk ráði til sin einstaklinga til að fara út að ganga með hundana eða gæta þeirra hluta úr degi. Þetta þarf ekki að kosta mikið og sumir eru meira að segja til í að passa hundinn frítt. Til dæmis krakkar eða eftirlaunaþegar sem hafa gaman af því að fara út að ganga. 4. Lyfjagjöf: Við mannfólkið erum ekki einu lífverurnar sem hafa tök á því að taka lyf við hinum ýmsu óþæg- indum. Dýralæknirinn þinn ætti að geta skrifað út lyfseðil á róandi fyrir hvutta, en það ætti þó alltaf að vera hann, s.s. sérfræðingur, sem metur hvort raunveruleg þörf er á lyfjagjöf. Ef hundurinn þinn byrjar alltaf að gelta þegar þú sýnir á þér far- arsnið og sýnir önnur einkenni streitu eins og að reyna að stinga af; fyllast örvæntingu, pissa innandyra og fleira, eru miklar líkur á því að hann þjáist af aðskilnaðarkvíða. Hundar sem þjást af aðskilnaðar- kvíða geta tekið upp á því að gelta “út í bláinn”. Það þarf þó ekki und- antekningalaust að vera aðskilnaðar- kvíði sem fær hundinn til að láta í sér heyra. Hundar gelta líka af öðrum ástæðum, til dæmis til að vernda heimili sitt; spjalla við aðra hunda, af því þeim leiðist og á meðan þeir eru að leika sér. En ef hvutti fyllist angist í hvert sinn sem þú ætlar að fara, þá er það efalítið aðskilnaðar- kvíði sem þjakar dýrið. Leiðir til að sigrast á aðskilnaðarkvíða Ef hundurinn þinn er haldinn að- skilnaðarkvíða er sitthvað sem þú getur gert, en eftirfarandi ráð hafa gagnast mörgum hundaeigendum: 1. Hertu hann upp: Þú getur hjálpað voffa litla að komast yfir Komdu og spjallaðu við annað dýraáhugaffólk á einu æludýraspjalli landsins m Risastór gagnagrunnur um fugla, sjávarfiska, kóralla, ferskvatnsfiska og gróður, hunda og ketti.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.