blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 2
2 I FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2006 blaöiö 'mát: blaðite Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Lionsklúbbur hlýtur styrk til Kúbuferðar Bæjarfulltrúi á Álftanesi hefur spurst fyrir um styrk sem bæjarstjórinn veitti Lionsklúbbnum. Farið var til Kúbu og bæjarstjórinn fór með. Bæjarstjórinn á Álftanesi samdi við Lionsklúbb Álftaness um að vinna verkefni fyrir bæjarfélagið og fékk klúbburinn að launum 800 þúsund krónur sem nýttar voru til utanlandsferðar til Kúbu. Bæjarstjór- inn, Guðmundur Gunnarsson Sjálf- stæðisflokki, er meðlimur í Lions- klúbbnum og fór hann með í ferðina. Á bæjarstjórnarfundi á Álftanesi síðastliðinn þriðjudag spurðist Krist- ján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi fyrir um þetta mál. Bæjarstjórinn hyggst svara fyrirspurnum Kristjáns á næsta bæjarráðsfnndi. Á bæjarstjórarfundinum létu sjálf- stæðismenn f bæjarstjórn bóka, að þau verkefni sem bæjarstjórinn hafi samið um við Lionsklúbbinn hafi verið unnin í samræmi við fjárhags- áætlanir bæjarins. „Undantekning- arlaust eru verkefnatengdir styrkir unnir fyrir sanngjarna upphæð, báðum aðilum til hagsbóta. Hvernig einstök félög ráðstafa beinum styrkjum eða verkefnatengdum styrkjum er ekki á færi bæjarstjórnar að gefa upp,“ segir í bókuninni. Verk- efnin sem Lionsklúbburinn tók að sér snérust um að leggja túnþökur í grennd við grunnskóla bæjarins og rífa niður girðingar í bænum. Lágkúra Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri segir það rangt að bærinn hafi verið að styrkja klúbbinn sérstaklega til Kúbuferðar. „Það hefur tíðkast hér í áratugi að félögin í sveitarfélaginu eins og Lions, kvenfélagið og fleiri hafi tekið að sér einhver verkefni fyrir bæinn og fengið greitt fyrir. Það var f þeim anda sem þetta var.“ Guð- mundur segir að fyrirspurn Krist- jáns um málið sé lágkúruleg og að hún skýrist af því að stutt sé til kosn- inga. Hann segist munu svara bæj- arfulltrúanum beinskeytt á næsta bæjarráðsfundi. „Ásakanir Kristjáns beinast að mér en ég er félagi í Lionsklúbbnum frá upphafi. Og hann vill meina að ég hafi verið að semja við mína félaga um styrk til Kúbufarar.“ Kristján segir að í október hafi hann sem bæj- arstjóri samið við Lionsklúbbinn um að leggja þökur og var samningurinn gerður með aðstoð tæknimanns hjá bænum. Einnig var klúbburinn feng- inn til þess að rífa niður gamlar girð- ingar í bænum og var sá samningur af svipuðum toga. „Þetta var gert með gagnkvæman hag beggja í huga. Bærinn fékk ákveðin verkefni unnin fyrir sig og klúbburinn fékk í staðinn einhverja aura.“ Hagkvæmir samningar Guðmundur segir að ýjað hafi verið að því að Lionsklúbbnum sé ekki stætt á því að fá greitt fyrir svona verkefni og nýta sfðan peninginn í þágu klúbbfélaga í stað þess að veita þeim til líknarmála. Það segir hann að sé af og frá. „Það er algjörlega viðurkennt af Lionshreyfingunni að félagar geta haft það sem kallað er félagssjóður. Síðan þegar farið er í almennar fjáraflanir þá fara þeir peningar í verkefnasjóð sem notaður er til þess að styrkja líknarmál af ýmsum toga. Þessir styrkir voru ein- faldlega greiddir til klúbbsins og þar fóru þeir í félagssjóðinn." Styrkurinn sem um ræðir var að sögn Guðmundar 800 þúsund krónur. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur farið í ferðina segir hann: „Ég fór í þessa ferð enda lagði ég þökur og reif niður girðingar eins og aðrir klúbbfélagar. Eg ber engan kinnroða vegna þess. Þetta voru ríflega þrjá- tíu hjón sem fóru í ferðina þannig að þessir peningar sem frá bænum komu voru aðeins lítill hluti af ferða- kostnaðinum,“ segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi. Úrvalsvísital- an lækkar Orvalsvísitalan lækkaði um 2,61% í Kauphöllinni í gær eftir að hafa hækkað um 4,58 prósentustig frá því á mánudaginn. Mest lækkuðu bréf Dagsbrúnar hf. um 5,84% og þá lækkuð bréf FL Group um 4,41%. Mest hækkuðu bréf Flögu um 3,94% og Vinnslustöðvarinnar hf. um 1,19%. Heildarviðskipti með hlutabréf námu 14 milljörðum í gær og þar af 6,4 milljarðar með bréf í FL Group. Viðræður um sameiningu sparisjóða Stjórnir Sparisjóðs vélstjóra (SVP) og Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) ákváðu í gærmorgun að veita stjórn- arformönnum sínum umboð til að hefja viðræður um hugsanlega sam- einingu sparisjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sparisjóð- irnir sendu frá sér í gær. Ákveðið hefur verið að formenn sparisjóðanna komi á fót samruna- nefnd sem skipuð verði tveimur full- trúum frá hvorum aðila. Þá er gert ráð fyrir því að SVP og SPH haldi nöfnum sínum óbreyttum og að af- greiðslustöðum muni ekki fækka í kjölfar sameiningar. __ p _ m 0 m uluOIO/jlcinuí nUy Arfar þjoðararfsins Sýning á myndlistarverkum barna var opnuð í Þjóðminjasafninu í gær og af þvi tilefni komu listamennirnir f safnið og sungu Krummi krunkar úti fyrir gesti og gangandi. Öll fjögurra ára börn f leikskólum Vesturbæjar geröu myndir af menningararfinum og starfsemi Þjóöminjasafnsins, en síðan var þeim raðað saman i stóra mósaíkmynd. Hún verður til sýnis í Þjóðminjasafninu fram til 12. maf. £ Heiöskirt . Léttskýjað Jfc. SKýJaö Ahkýjaö^-* Rlgning, litHsháttar'^J Rignind^^Súld — Snjókoma^2_ siyddaSnjöél Skúr Reuters Særður eftir sjálfsmorðsárás Irösk kona sinnir særðum syni sínum á sjúkrahúsi í bænum Baquba í írak í gær. Drengurinn er einn þeirra sem særðust í sjálfsmorðsárás í bænum á miðvikudagskvöld. Tilræðismaðurinn sprengdi sjálfan sig í loft upp á veitingastað. Auk hans týndu þrír lífi í árásinni, þar af tvö börn. ik/#' Algarve 18 Amsterdam 10 Barcelona 21 Berlín 13 Chicago 08 Dublin 12 Frankfurt 14 Glasgow 12 Hamborg 09 Helsinki 11 Kaupmannahöfn 09 London 13 Madrid 20 Mallorka 20 Montreal 02 New York 09 Orlando 19 Osló 06 París 14 Stokkhólmur 09 Vín 15 Þórshöfn 07 Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 9020600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands FRAMURSKARANDI HASKOLI VIÐSKIPTAFRÆÐI TÖLVUNARFRÆÐI TÆKNIFRÆÐI VERKFRÆÐI IÐNFRÆÐI LÖGFRÆÐI STÆRÐFRÆÐI ÍÞRÓTTAFRÆÐI KENNSLUFRÆÐI LÝÐHEILSUFRÆÐI FRUMGREINASVIÐ Umsoknarfrestur rennur út 29. maí Háskólinn i Reykjavik byður metnaðarfullt og spennandi nám með áherslu á hagnýt verkefni og sterk tengsl við atvinnulífið. Hringdu og fáðu sent upplysingaefni eða bokaðu tíma hjá námsráðgjafa í síma 599 6200. Kíktu á www.ru.is HÁSKÓLINN í REYKJAVÍK R E Y K ) A V I K.U N I V E R S I T V

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.