blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 14
blaðið ' ..................................... Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. HRYLLINGUR í AFRÍKU Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er meðalævilengd manna hvergi styttri en í tíu ríkjum Afríku. Alnæmisplágan veldur ólýsanlegum hörmungum í álfunni, þurrkar út heilu aldurshópana og skekur sjálfa samfélagsgerðina. Spilling, óstjórn og brjálsemislegar áætl- anir réttnefndra vitfirringa sem hafist hafa til valda í nokkrum þessara ríkja kalla yfirgengilegar þjáningar yfir milljónaþjóðir. Ástandið er trúlega hvergi verra en í Zimbabwe í sunnanverðri Afríku. Þar hefur valdafíkillinn Robert Mugabe öll ráð um 13 milljóna manna í höndum sér og hikar ekki við að beita svikum og ofbeldi. Er Mugabe komst til valda hét hann því að fá allslausum íbúunum jarðir. Það gerði hann með því að hrekja hvíta minnihlutann í landinu af jörðum sínum. Afleiðingin varð sú matvælaframleiðslan hrundi. Allt hagkerfi landsins byggist á landbúnaði. Matvæla- óg eldsneytisskortur er viðvarandi. Verðbólgan er stjórnlaus. Hundruð þúsunda manna, þeir sem mesta menntun og þekkingu höfðu, hafa flúið landið. Mugabe vænir Vesturlönd og einkum Breta um efnahags- lega hryðjuverkastarfsemi í landinu til að hefna fyrir þjóðnýtingu jarðanna. Þess á milli kennir Mugabe þurrki um hörmungar þjóðarinnar. Gagnrýni alþjóðasamfélagsins lætur hann sem vind um eyru þjóta. Nú er svo komið að lífslíkur fólks eru hvergi verri í heimi hér en í Zimbabwe. Meðalævilengd kvenna í landinu er nú 34 ár. Karlar ná að með- altali 37 ára aldri. Hvað konurnar varðar er meðalævilengdin nú tveimur árum styttri en hún var fyrir 12 mánuðum. Þessi hryllingur er ekki bundinn við Zimbabwe. I Swazilandi og Sierra Leone nær fólk að meðaltali ekki 40 ára aldri. Þetta eru lygilegar upplýsingar. Alnæmisplágan er að leggja heilu samfé- lögin í rúst í löndum Afríku. En sú skýring nægir engan veginn í tilfelli Zimb- abwe undir stjórn Roberts Mugabe því þar hefur alnæmistilfellum heldur farið fækkandi. Fyrir 20 árum eða svo töldust lífkjörin í Zimbabwe góð á afr- ískan mælikvarða. Efnahagur landsins er talinn hafa skroppið saman um heil 40% á síðustu sjö árum. Harðstjórinn og alnæmisplágan renna saman í réttnefndri þjóðarmartröð. Heldur veikluleg gagnrýni Vesturlandaþjóða fær engu breytt um kjör íbúa Zimbabwe. Vesturlönd eiga aukinheldur takmarkaðra hagsmuna að gæta í landinu. Stríð í nafni frelsisins munu útlendir menn seint heyja þar. Nú berast af því fréttir að stjórnvöld í Zimbabwe hyggist söðla um og fá hvítum bændum á ný jarðir sínar. Orð Mugabes taka fáir alvarlega; horft verður til þess hvort hann játar uppgjöf sína og léttir hryllingnum af þjóðinni. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsím i: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. • '4; Nuddpottar 4 til 6 manna verð aðeins 398,700,- Erum að taka niður pantanir núna í síma 544-2290 BOHEMIA vöruhúa Askalind 2.201 Kópavogur Auglýsingar i 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2006 blaöið VfNSÆLG 0<! FkJflLSLVlVPU PR.cST/q'RNiR. SEGJAST VFRA TíL í w H/ETTA /H> VERfl K\Et> TK.Út>SlÆTi í HjómVjGSVUM ET >EiR TÁ Af GTFA SflMAW RomMA. Að mála sig út í hom Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar verður seint sakaður um að liggja á skoðunum sínum. Hann er óþreytandi tals- maður flokks síns bæði í ræðu og riti og er jafnan óspar á stóryrði í umfjöllun sinni um menn og mál- efni. Segja má að hann hafi skipað sér í fremstu röð þeirra vösku Sam- fylkingarmanna á þingi, sem alfarið hafa valið stóryrðastjórnmál fram yfir samræðustjórnmál. En Björg- vin hefur hins vegar á undanförnum árum líka verið valinn til margvís- legra trúnaðarstarfa á vegum Sam- fylkingarinnar innan þings og utan og trúlega eru fáir sem þekkja jafn vel til innviða flokksins og hann. í því ljósi er athyglisvert að skoða stjórnmálaskýringar Björgvins í dagblöðum undanfarna daga, ekki síst út frá því sjónarmiði hver staða Samfylkingarinnar gæti orðið eftir næstu alþingiskosningar. Ef eitt- hvað er hægt að taka mark á þing- manninum eru allir möguleikar á samstarfi við aðra flokka útilokaðir og hann dæmir í raun Samfylking- una til fullkomins áhrifaleysis. Höfuðandstæðingur- inn og hækjurnar I kringum síðustu helgi skrifaði Björgvin tvær greinar í Morgun- blaðið þar sem hann skilgreinir Sam- fylkinguna sem mótvægi við Sjálf- stæðisflokkinn - valkost til vinstri eins og hann orðað það. Ljóst er af greinunum að hann lítur á Sjálfstæð- isflokkinn sem höfuðandstæðing Samfylkingarinnar og kemur það í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi þess að andstaðan við Sjálfstæðisflokkinn virðist oftar en ekki vera það eina sem sameinar Samfylkingarmenn í einum flokki. Samstarf þessara tveggja flokka getur því tæpast verið kostur í stöðunni að mati Björgvins. Að minnsta kosti ekki ef hann ætl- ast til að einhver taki mark á orðum hans. I viðhorfsgrein hér í Blaðinu á miðvikudaginn fá svo aðrir hugsan- legir samstarfsflokkar Samfylking- arinnar heldur kaldar kveðjur frá þingmanninum. Að meginstefnu til er greinin árás á Framsóknarflokk- C) v Viðhori Birgir Ármannsson inn. Hann kallar flokkinn „hækju thaldsins“, segir hann „rúinn öllum pólitískum prinsíppum“, talar um smánarbletti, skítverk og skömm og dregur að lokum þá ályktun að gamlir draumar sínir um samsteypu- stjórn Framsóknarflokks og Sam- fylkingar virðist sjálfkrafa orðnir að engu. Það er helst að hann sjái ein- hverja von í því að Samfylkingin nái til sín einhverjum flóttamönnum úr Framsóknarflokknum. Eftir að hafa þannig afgreitt hug- myndir um samstarf Samfylkingar við Sjálfstæðisflokk eða Framsókn- arflokk snýr Björgvin sér síðan að Vinstri hreyfingunni - grænu fram- boði. Inn á milli skammanna um framsóknarmenn í áðurnefndri við- horfsgrein er að finna sjö línur helg- aðar þeim flokki. Samstarf við þá telur hann „nokkuð fráleitan kost í ljósi flestra hluta“. Það rökstyður hann með afstöðu til inngöngu í ESB og „ofstækis VG í stóriðjumálum og ríkisrekstri á öllum sviðum“. Niður- staða hans er að af hálfu VG „skorti allt frjálslyndi til vitræns samstarfs“. Þar höfum við það. Samstarf Sam- fylkingar og Vinstri grænna er sam- kvæmt þessu ekki mögulegt að mati Björgvins - að minnsta kosti ekki á vitrænum forsendum. Dapurleg framtíðarsýn Áf skrifum Björgvins G. Sigurðs- sonar verður því ekki annað ráðið, en að hann telji útilokað að Sam- fylkingin geti átt samstarf við aðra flokka um landsstjórnina, nema hugsanlega Frjálslynda flokkinn. Það hlýtur að teljast frekar dapurleg framtíðarsýn fyrir stjórnmálaflokk, sem er víðs fjarri þeim draumi að geta náð meirihluta á þingi. Engin ástæða er hins vegar til að gera lítið úr þessu stöðumati þingmannsins, sem hlýtur að byggja skrif sín á reynslu og þekkingu á innviðum Samfylkingarinnar og samstarfi hennar við aðra flokka. Höfundur er þingmaður Sjálfstœðis- flokksins í Reykjavík Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Hið umdeilda blað DV gefur sig út fyrir að vera málsvari Iftilmagnans í þjóðfélaginu, hinna allra smæstu sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Áherslan er mjög á afkima samfélagsins og per- sónulegar hörmungar, en sérstaklega hefur verlð lagt upp úr því að fjalla um alls kyns þý á mörkum og handan hins löglega. Forsíðuupslættirnir og myndskreytingarnar eru svo þannig að varla er hægt að láta blaðið liggja frammi í siðuðu selskapi og ekki þar sem börn ná til. Er DV enda komið niður í 32 síður. En áhyggjur blaðsins snúa ekki að þessu. f leiðara DV skrifar Jakob Bjarnar um fjöl- miðlafrumvarpið og upplýsir lesendur um að forsendur þess séu „barnalegur hefndarhugur Davíðs Oddssonar í garð Baugs". Já, var það? Þessa sama Baugs og segist nánast ekkert eiga í fjölmiðlum? Þar sem forstjórinn hefur sagst vel geta fellt sig við 25% eignartakmörk? Söngurinn á síðum Fréttablaðsins er svipaður, nema þar er ekki beitt sömu aðferð og Jakob ærlegur gerir, því hann tjáir sig þó í leiðara þar sem engum blandast hugur um að verið er að setja fram skoðun. ( Fréttablaðinu má fremur greina línuna á fréttasíðum blaðsins líkt og gerðist átakaárið mikla 2004, þegar Baugsmiðl- arnir lögðust á eitt í hinni opinberu umræðu og höfðu að lokum Alþingi undir. Það segir enda sína sögu að herforing- inn Gunnar Smári Egilsson er snúinn heim úr víkingi í Danaveldi til þess að stýra barátt- unni enn og aftur. Með þessum ábendingum er klipp- ari ekki að halda því fram að nýja fjölmiðlafrum- varp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, mennta- málaráðherra, sé frábært. Það er það ekki. Frumvarpið ber þess merki að vera mála- miðlunarsamsuða þar sem grautað ersaman samkeppn- issjónarmiðum, óljósum hugmyndum um rit- stjórnarlegt sjálfstæði, en hinar upphaflegu forsendur um dagskrárvald fjölmiðla nánast látnar lönd og leið. Hvað kemur afþreyingar- dagskrá Skjás 1 eða íþróttadagskrá Sýnar þvf við? Hitt er svo annað mál, að miðað við tísk- una í viðskiptalífinu verður fjölmiðlaeigendum sjálfsagt (lófa lagið að fara í kringum lögin með svonefndum afleiðusamningum og látið bankana leppa fyrir sig.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.