blaðið - 04.05.2006, Page 7
blaðið FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006
VEIÐI I 23
Góð ráð
Árum saman var því haldið fram
að sú list að kasta flugu væri vart
á færi annarra en þeirra sem slíkt
hefði stundað árum og jafnvel
áratugum saman. Sú þjóðsaga
hefur löngu verið afsönnuð, og
með nýrri tækni í hönnun á flugu-
stöngum og flugulínum hefur
veiðimönnum verið auðveldað það
að stunda þetta göfuga sport. Þeir
sem stunda fluguveiði þekkja það
hinsvegar allir að það tekur tíma
að ná tökum á því að koma línunni
óflæktri frá sér, sem og nauðsyn
þess að halda áunninni þekkingu
við.
Þú nærð betri köstum ef þú tekur
því rólega vegna þess að hamagangur
eyðileggur ferlið á línunni og er það
ávísun á slæmt kast. Þess í stað er
betra að menn æfi stutt köst með
föstum úlnlið þar sem framhandlegg-
Heitreyking á villibráð er matreiðsluað-
ferð sem engan svíkur.
Heitreyktu
villibráðina
Þeir sem þekkja til þeirrar listar að
elda villibráð vita hversu frábært
hráefni þar er á ferð. Það er sama
hvort fyrir liggur að elda hreindýr,
fuglakjöt, silung eða lax - kokkurinn
þarf að vera mjög slæmur til að mat-
urinn verði eitthvað annað en góður.
Hinsvegar tekur eldamennskan oft
nokkuð langan tíma ef vel á að vera
og því er kærkomið að vita af eldunar-
aðferðum sem krefjast lítils fyrirvara
og lítilla tilfæringa.
Sú aðferð að heitreykja villbráð
flokkast einmitt undir slíkt, því reyk-
ingin tekur aðeins 15 til 20 mínútur.
Við það bætist reyndar að láta þarf
hráefnið að liggja í kryddlegi í 1 til 2
klukkustundir áður en reyking getur
hafist, en engu að síður en þessi mat-
reiðsluaðferð mjög einföld.
Á heimasíðu verslunarinnar Úti-
vist og veiði, sem einmitt selja reyk-
ofna fyrir þessa tegund, segir um
heitreykingu.
„í sjálfu sér er mjög einfalt að heit-
reykja. Tveir sprittlampar eru settir
undir ofninn og við mælum með
sprittgeli sem er hægbrennandi og
minni hætta er á að vökvinn smitist
eða sullist út fyrir þegar verið er að
græja ofninn. Síðan er sett fínt sag
ofan í ofnskúffuna og síðan lok yfir
sagið svo reykurinn dreifist vel um
ofninn. Þar næst er hráefninu raðað
á grindurnar sem eru tvær (á tveimur
hæðum) og settar í ofninn. Lokið yfir
og kveikja undir. Hitin frá sprittlömp-
unum brennir sagið og inni í ofninum
myndast mikill og heitur reykur. Við
þessar aðstæður heitreykist hráefnið
í gegn. Varast ber að heitreykja ekki
um of því þá verður maturinn þurr og
ólystugur.“
Matreitt úti á svölum
„Með stuttum fyrirvara er hægt að
galdra veislumat, hvort sem það er
gæs, hreindýr, önd, svartfugl, skarfur,
lax eða silungur. Hægt er að heitreykja
eiginlega hvað sem er ef farið er rétt
að. Hægt er að heitreykja úti á svölum,
í garðinum eða við sumarbústaðinn,“
segir ennfremur um heitreykingu.
Eins og áður sagði fást reykofnar í
verslun Útivistar og veiði og á heima-
síðu verslunarinnar er að finna
allar nauðsynlegar upplýsingar um
hvernig menn bera sig að við þessa
matreiðslu. Reykofninn er ekki dýr,
en hann kostar tæpar átta þúsund
krónur. Poki af sagi kostar síðan
tæpar þúsund krónur.
fyrir byrjendur í fluguveiði
urinn er aðeins notaður í kastið en
upphandleggurinn látin liggja þétt
upp með líkamanum. Með einfaldri
hreyfingu framhandleggs flytur
vanur kastari línuna þangað sem
hann vill koma henni. Ef mikil átök
einkenna köstin þá getur það valdið
þreytu í öxlum og getur leitt til tennis-
olnboga og sinaskeiðabólgu.
Margir telja það vera aðalatriði að
koma línunni sem lengst. Þetta er
mikill misskilningur og getur komið
í veg fyrir gott kast. Byrjendur ættu
þvi að taka góðan tima í að æfa stutt
köst án flugu. Gallinn við of löng
köst getur nefnilega verið sá að línan
fer yfir fiskinn og fælir hann í burtu
en það er ekki það sem góður veiði-
maður vill.
Þeir sem ætla sér að verða góðir
veiðimenn ættu að æfa köstin reglu-
lega þar sem enginn fiskur þvælist
fyrir. Það er um að gera að finna sér
opið svæði fyrir kastæfingar en gott
tún hentar vel fyrir slíka iðju að unda-
skildum veltiköstum og speyköstum
en þau þarf að æfa á vatnsfleti. Gættu
þess þó að enginn verði önglinum að
bráð.
Þegar þú ferð að æfa fluguköst
skaltu vera meðvituð fyrir tilfinning-
unni í kasthendinni og helst öllum
líkamanum. Því betri tilfinningu
sem þú hefur fyrir stönginni og lík-
amanum því auðveldari verða köstin.
Æfðu líka hliðarköstin en þau gagnast
vel í vindi og í sérstökum aðstæðum
þar sem þarf að kasta undir runna
eða slíkt en hafa annars takmark-
aðan tilgang.
Þegar köstin eru æfð þá er gott að
venja sig á það að kasta alltaf á mark.
Þú getur notað t.d. góðan spotta úr
lituðu garni og sett á endann á leið-
aranum. Búðu þér svo til mark og
settu á jörðina og æfðu þig í því að
hitta þar í. Þegar þú ert orðin betri
þá getur þú minnkað markið þannig
að það verður erfiðara að hitta og
kastið krefst meiri nákvæmni, en ná-
kvæmni er að sjálfsögðu nauðsynleg
hverjum veiðimanni.
Sumir eiga í erfiðleikum með að
hnýta fluguna á tauminn. Þá er gott
að venja sig á það að hafa stækkun-
argler við hendina. Þegar farið er að
dimma er nauðsynlegt að hafa til
taks vasaljós en annars er gott ráð
að bera fluguna og tauminn upp að
ljósum fleti ef hann er að finna.
hilda@bladid.net
SVFR.IS er vinsælasti veiðivefur landsins.
Nú geturðu á einfaldan og aögengilegan hátt keypt frábært úrval veidileyfa
úr hvada nettengdu tölvu sem er og prentaö þau út að loknum viðskiptum.
Á svfr.is finnnur þú: Úrval veiöileyfa í lax og silung - Upplýsingar um öll
helstu veiðisvæöi landsins - Fréttir og greinar - Veiðistaðalýsingar - Myndir
- Upplýsingar um félagsstarf SVFR - Veiðikort og margt fleira
Veiðivefurinn SVFR.IS