blaðið - 04.05.2006, Qupperneq 8
24 I VEIÐI
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaðið
Villibráðin er alltaf góö
Nauðsynlegt að komastfrá dagsins önn.
BlaðiÖ/Frikki
Pálmi Gestsson leikari er mikill
skotveiðimaður. Hann er þessa
stundina staddur í Bolungarvík á
æsku og uppeldistöðvum sínum
þar sem hann er í óða önn að gera
upp æskuheimilið. Pálmi svaraði
nokkrum spurningum um eitt
af helstu áhugamálunum sem er
skotveiði.
Hvencer byrjaðir þú að stunda
veiðina?
Ég man það nú ekki alveg en ég er
uppalinn í sjávarplássi þar sem nátt-
úran var við hvert fótmál þannig að
ég var ekki gamall þegar ég byrjaði
á því. Núna er ég aðallega í skotveið-
inni en ég byrjaði á því fyrir kannski
einhverjum áratug eða tveimur.
Hvað veiðirþú helst?
Ég veiði gæsir, rjúpur, hreindýr og
endur og svona ýmist góðgæti.
Hvertferðu helst til að veiða?
Ég hef farið á rjúpu upp í Húsafell
en við erum þar nokkrir félagar
með rjúpnaland á leigu. Þegar ég
fer og veiði gæsir þá fer ég hingað
og þangað og fyrir hreindýrin fer ég
austur á Fljótsdalsheiði. Svo fer ég á
svartfugl þessa dagana til ío. maí.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
veiða?
Ég held að rjúpan standi upp úr, ef
maður á að fara að gera upp á milli.
Annars er mjög gaman að þessu öllu,
hvort sem það er rjúpa, hreindýr eða
önd.
Hverjir eru helstu veiðifélagarþínir?
Við höfum nú farið við Hilmar
Jónsson leikstjóri saman í Húsafell
og Hávar Sigurjónsson. Svo var ég
mikið með Róbert Smith. Ef það er
hreindýr þá fer ég með vini mínum
Georgi Lárussyni hershöfðingja.
Áttu ekki einhverja góða veiðisögu?
Það er ekkert sem ég man eftir sem
stendur en ég er þessa stundina
staddur hér í smíðagallanum með
hamar þannig að ég man ekkert í
augnablikinu.
Áttu einhver heilrœði handa þeim
sem eru að byrja íþessu sporti?
Nei í rauninni ekkert nema að njóta
þess að vera úti í náttúrunni, vera
með vakandi náttúruskyn og kom-
ast í snertingu við almættið og eilífð-
ina. Ég held að það sé nú aðalmálið.
Áttu ekki einhverja góða uppskrift
sem þú vilt deila með lesendum?
Þessu get ég ekki svarað. Það er
konan mín sem sér alfarið um
þau mál. Þó ég væri eitthvað í elda-
mennskunni þá myndi ég líklega
ekki muna eftir neinni uppskrift
hvort sem er.
Hvertfinnstþér vera besta kjötið?
Mér þykja rjúpur afskaplega góðar.
Annars finnst mér hreindýrið líka
afskaplega gott eins og konan mín
matreiðir það. Annars er ég er mik-
ill matmaður og mikið fyrir þessa
villibráð alla. Við eldum rjúpurnar
í kringum jólin en hreindýrið oftar.
Svartfuglinn er svo borðaður á vorin
og gæsin annað slagið.
Ertu ekkert í stangveiðinni?
Nei, ég er ekki í stangveiði. Ég var
nú á sjó í gamla daga en ég hef aldrei
komist upp á lagið með stangaveiði.
Ég lét mér bara nægja þegar ég var
að alast hér upp fyrir Vestan að vera
á sjó. En þar eru félagar mínir betri
eins og Siggi Sigurjóns hann er mik-
ill stangveiðimaður.
Hvernig gengur að samhœfa leiklist-
ina og áhugamálið?
Ég hef oft sagt það að þeir eru miklu
heppnari stangveiðimennirnir því
sá veiðitími er bara á sumrin. Leik-
húsið er alltaf byrjað þegar veiði-
tíminn gengur í garð hjá okkur
skotveiðimönnunum þannig að það
fer ekki alltaf saman en hefur samt
sem áður gengið ótrúlega vel. Ég
reyni að skjótast þegar ég get, það
er alveg nauðsynlegt að komast eitt-
hvað til að halda sönsum í nútíma
þjóðfélagi.
hilda@bladid.net
PDBJB
FISHING
Umboð/Þjónusia: Vciðitækni
MITCHELL
ÞESSAR ÚRVALS VEIÐIVÖRUR FÁST í BETRI VEIÐIBÚÐUM UM LAND ALLT
PAbu
Garcia
■enaey
H MORE E/SH JFVm
CATCH
Cardmal