blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 blaðiö Annar sigur Schumacher í röð Góður dagur hjá Ferrari-mönnum í Nurburgring t Þýskalandi ígœr. Þýski ökuþórinn Michael Schu- macher, ökumaður Ferrari, sigraði glæsilega í Evrópukappakstrinum í Felix Magath var alltof fullur um helgina Knattspyrnustjóri Bayern datt í það Felix Magath, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, sagði á sunnu- dag að hann hafi ekki getað fagnað þýska meistaratitlinum með lærlingum sínum á laugar- dag að því að hann hafi orðið alltof fullur. Leikmenn Bayern ætluðu að fagna titlinum á skemmtiferðaskipi á Rín en Magath komst ekki áfangastað. Hann drakk þrjú kampavíns- glös og einn bjór í rútunni eftir sigurleik gegn Kaiserslautern og þoldi áfengismagnið illa. Mag- ath, sem kýs grænt te frekar en áfengi að staðaldri, hafði ekki fengið sér í glas í sex mánuði og ekki borðað neitt áður en hann hóf drykkjuna. Forráðamenn liðsins segja það ástæðuna fyrir því hversu illa Magath þoldi áfengið. Nurburgring í Þýskalandi í gær. Er þetta annar sigur hans í Formúlunni í röð en hann bar einnig sigur úr býtum í Imola-kappakstrinum í San Marínó fyrir hálfum mánuði. Margir töldu að sá sigur hafi verið undantekn- ing frekar en merki um endurkomu þýska kappans en með glæsilegum akstri í gær sannaði Schumacher að of snemmt er að afskrifa hann. Með sigrinum blandar Ferrari-liðið sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn og ljóst er að æsispennandi Formúlu- tímabil er framundan. Fernando Alanso, sem ekur á Rena- ult og er núverandi heimsmeistari í Formúlunni, varð í öðru sæti í keppn- inni Felipe Massa, samherji Schumac- hers í Ferrari-liðinu, varð í þriðja sæti. Er þetta í fyrsta sinn sem Massa stígur á verðlaunapall eftir Formúlu- í kappakstur. Eftir að Michael Schumacher skaut öðrum ökuþórum ref fyrir rass og komst í fremstu röð ákvað Fernando Alonso að sækja ekki hart áð honum. Telja sérfróðir menn um kappakstur að hann hafi gert það meðvitað og lagt upp með að spara bíl sinn fyrir Spánarkappaksturinn sem verður í Barcelona um helgina. Beðið er eftir þeirri keppni með mikilli eftirvænt- ingu en þá verður Spánverjinn knái með sama mótor í bíl sínum og hann notaði í gær en hinsvegar verður Schumacher með nýja vél í þeirri keppni. Þetta varð til þess að Massa og Kimi Raikkönen, sem ekur fyrir McLaren-Mercedes liðið, drógu á Al- onso. Attu þeir Massa og Ráikkönen í harðri keppni um þriðja sætið. Með leikni og einbeitni náði Massa að halda Raikkönen fyrir aftan sig og komst hann ekki í aðstöðu til þess að reyna framúrakstur. Eftir keppni gærdagsins hefur Al- onso þrettán stiga forskot á Schumac- her í keppninni um heimsmeistara- titil ökuþóra. Mikill fjöldi Islendinga sóttu keppnina og það viðraði sérstaklega vel til kappakstur í Nurburgring í Þýskalandi í gær. Allt t járnum í Þýskalandi í gær Precision Burner Fitubrennsla • Orka • Einbeiting Hámarks fitubrennsla.. í flösku! ■ I œ < 03. 03 TT O -t C/3 r-r- 03 CQ -t (D 3 3 <0 7T C PIMEAPPLI w0 purner Jff yaur fer loss e"y*fo'U, Su»Ponlía '.*•**»' CW 'duclion witb atreiu Fáanlegur i öllum betri heilsuræktarstoðvum, matvöruverslunum og bensínstoðvum. Nánari upplýsingar um Precision Burner fást i síma 555-2866 eóa á WWW.eas.is. Michael Schumacher, ökumaður Ferrari, gerði tilraun til þess að hoppa hæð sína i fullum herklæðum eftir að hann sigraði í kappakstrinum í Niirburgring í Þýskalandi í gær. Fer Eiður til Blackburn? Breska blaðið The Daily Star sagði frá því um helgina að Blackburn hefði áhuga á því að fá fyrirliða ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu, Eið Smára Guðjohnsen, í sínar raðir. Blaðið segir að knattspyrnu- stjóri Blackburn Rovers, Mark Hughes, hafi rætt við Steve Clarke, aðstoðarmann Jose Mourinho, eftir leik liðanna í síðustu viku og sýnt áhuga á að fá hann til sín. Talið er líklegt að Eiður yfirgefi herbúðir Chelsea í sumar, ekki síst í ljósi þess að þýski miðjumaður- inn Michael Ballack mun ganga til liðs við Lundúnaliðið á næstu mán- uðum. Auk Blackburn hafa lið eins og Tottenham og Manchester Un- ited verið nefnd til sögunnar sem líklegir áfangastaðir Eiðs. www.markisur.com f járí'estíif1? Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.