blaðið - 08.05.2006, Page 32

blaðið - 08.05.2006, Page 32
32 I MENNING MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 blaöiö Óður til manneskjunnar . , Blaöið/SteinarHuqi Jakob F. Asgeirsson.,,1 mínum huga er þessi bók óður til manneskjunnar og fagurs mannlífs. Af þeim ástæðum finnst mér að bókin eigi Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér bókina Kristján Albertsson - Margs er að minnast eftir Jakob F. Ásgeirsson í nýrri kiljuútáfu. Bókin kom fyrst út fyrir tuttugu árum og hefur verið ófáanleg síðan. Kristján Albertsson var einn þekktasti rithöfundur og menning- arfrömuður þjóðarinnar á 20. öld. Hann var ritstjóri og ritdómari, leikstjóri og lektor, stjórnarer- indreki og menning- arfulltrúi, auk þess sem hann skrifaði leikrit, smásögur, skáldsögur, ævisögu Hannesar Hafsteins og fjölmargar blaða- greinar og ritgerðir. Hans er einnig minnst sem manns- ins sem færði Hall- dór Laxness á þann stall sem honum sæmdi með hinum fræga „loksins, loks- ins ...“ ritdómi um Vefarann mikla frá Kasmír. Eftirminnilegar mannlýsingar Margs er að minnast er vel skrifuð og afar skemmtileg bók þar sem brugðið er upp einstakri mynd af andlegu lífi á íslandi á fyrri hluta 20. aldar. í bókinni eru sérlega eftirminnilegar mannlýsingar af skáldum, listamönnum og stjórn- málamönnum. Við sögu koma meðal annarra Einar Benediktsson, Þorstein Erlingsson, Guðmundur Kamban, Jóhannes Kjarval, Knut Hamsun, Maxim Gorki og P.G. Wo- dehouse. í gegnum frásagnir Krist- jáns fær lesandinn einnig glögga innsýn í hugarheim þessa merka menningarfrömuðar. Útgefandi og höfundur bókar- innar Jakob F. Ásgeirsson segist hafa viljað heiðra minningu Kristjáns og því ákveðið að endurútgefa bókina í kilju. „Fyrir tveimur árum gaf ég út í sama skyni ævisögu Kristjáns um Hannes Hafstein í styttri gerð. Sem bókaútgefandi vil ég stuðla að því að góðar bækur séu til í ódýrum útgáfum, en það er alltof mikið um það að bækur á íslandi eigi sér aðeins líf um ein jól. Mér finnst reyndar að bók- salar eigi að finna hjá sér hvöt til að bjóða upp á eldri bækur sem hafa sannað gildi sitt og takmarka þá kannski á móti hvað þeir taka við af nýjum bókum.“ Mikill frásagnamaður Jakob segir að nokkrir sameiginlegir vinir þeirra Kristjáns hafi á sínum tíma haft forgöngu um það að bókin yrði skrifuð. „Þeim var umhugað um að varðveita frásagnir Kristjáns á bók, en hann var sem kunnugt er einn mesti frásagnamaður síns tíma. Hann var orðinn blindur þegar þetta var og því ófær um að skrifa sjálfur þessa minningaþætti. Ég kom til Kristjáns nánast á hverjum degi í heilt ár og hlustaði á hann segja frá. Afraksturinn af þeim samvistum er þessi litla bók. Þetta var eins konar samvinnuverkefni. Kristján samdi erindi við fólk á öilum tímum." sumt í huganum og sagði það svo fyrir. Annað setti ég saman upp úr samtölum okkar. Við unnum að bók- inni í tæp tvö ár. Ég hefði náttúrlega getað skrifað miklu stærri bók, en Kristján vildi hafa þessar minningar sínar stuttar og hnitmiðaðar. Sjálfur er ég mjög ánægður með bókina núna þegar ég skoða hana tuttugu árum eftir að hún kom út. I mínum huga er þessi bók óður til manneskj- unnar og fagurs mannlífs. Af þeim ástæðum finnst mér að bókin eigi erindi við fólk á öllum tímum.“ Drenglyndi og kappsemi Þegar Jakob er beðinn um að lýsa Kristjáni Albertssyni segir hann: ,Hann kom mér fyrir sjónir sem maður uppfullur af lifsgleði og forvitni. Álla ævi naut hann þess að vera í samvistum við gáfað og skemmtilegt fólk. Hann lifði i fag- urri trú á manninn og vildi láta gott af sér leiða. Hann var hreinn og beinn og gerði aldrei neitt undir fölskum formerkjum. Einurð og drenglyndi, samfara kappsemi, eru þau einkenni sem blasa við þegar ævi hans er gerð upp. Það lýsir honum vel að þegar honum fannst mikið liggja við í kappræðu á efri árum beindi hann þessum frýjunar- orðum Nietzsches til æsku landsins: ,Ó, dreptu ekki hetjuna í sál þinni!“ Hetjan í sál Kristjáns Albertssonar dó aldrei.“ Glœpir og seiðandi sagnaheimur Kristján Albertsson Margs er að minnast SkráA hcfur Jakob F. Ásgcirsson Bókaforlagið Bjartur hefur sent frá sér kiljur. Fyrst skal telja Blekking- arleik eftir hinn gríðarlega vinsæla Dan Brown. I kjölfar ein- stakra vinsælda Da Vinci lykils- ins og Engla og djöfla hafa aðrar spennubækur eftir Dan Brown klifraðuppíefstu sæti metsölulista um allan heim síðustu misseri. I Blekkingaleik sýnir Brown á sér allar sinar bestu hliðar þar sem nútíma geimrann- sóknir og bandarísk samtímastjórn- mál mynda umgjörð um æsilega atburðarás með óvæntum uppljóstr- unum og ófyrirsjáanlegum endi. Bandaríska geimferðastofn- unin þykist hafa himin höndum tekið þegar gervihnöttur á hennar vegum gerir merka uppgötvun yfir norðurheimskautinu. 1 Hvíta húsinu er ákveðið að biðja Rachel Sexton, unga konu sem starfar við að skrifa njósnaskýrslur, um að greina fyrirliggjandi gögn um málið. Fyrr en varir er hún komin út á kaldan heimskautsklak- ann ásamt hópi sérfræðinga, þeirra á meðal hinum þekkta sjónvarps- manni Michael Tolland. Þau verða þess fljótt vör að uppgötvun NASA byggist á vísindalegum blekkingum, sem gætu hleypt heimsmálunum í bál og brand. Verðlaunabók í kilju Bjartur gefur einnig út skáldsöguna Sumarljós, og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson. Verkið hlaut Islensku bókmenntaverðlaunin 2005 í flokki fagurbókmennta. Jón Kalman Stefánsson hefur á undanförnum árum skapað persónu- legan og seiðandi sagnaheim í röð tengdra skáldsagna og smásagna. Voru tvö þessara verka tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs á sínum tíma. í Sumarljós, og svo kemur nóttin heldur Jón Kalman áfram að víkka út sagnaheim sinn. Sögu- sviðið er smá- þorp á Vesturlandi þar sem hver íbú- inn á fætur öðrum reikar ráðþrota um villugjörn öngstræti hjartans. Listilega vel skrifuð glæpasaga Krosstré er sakamálasaga eftir Jón Hall Stefánsson. Liðlega fertugur arkitekt finnst lífshættulega slas- aður við sumarbústað sinn við Þing- vallavatn. Valdimari Eggertssyni rannsóknarlögreglumanni er falið að kanna málið. Fljótlega kemur í ljós að hinn slasaði er flæktur í þéttan vef svika og lyga þar sem fjölskylda hans, ástkona og sam- starfsmenn eru bæði fórnarlömb og þátttakendur. Jón Hallur Stefánsson vakti verð- skuldaða athygli þegar hann bar sigur úr býtum í glæpasagnasam- keppni Hins íslenska glæpafélags og Grand Rokks árið 2004 fyrir smá- söguna „Enginn engill“. Krosstré er fyrsta skáldsaga hans, margslungin, æsispennandi og listilega vel skrifuð glæpasaga sem hlaut einróma lof gagnrýnenda á síðasta ári. Útgáfu- réttur bókarinnar hefur nýlega verið _DAN Brown í {mmifl LEIKUR seldur til öflugustu forlaga Dan- merkur og N o r e g s , Gyldedalog Cappelen. STEFANSSON Grimm- úðlegur glæpa- heimur Bj a r t u r gefur út aðra spennusögu, Næturvaktina eftir Kirino Natsuo í íslenskri þýð- ingu Jóiis Halls Stefánssonar. Ung kona, sem búsett er í úthverfi Tókíó, slysast til þess að drepa eig- inmann sinn í bræðiskasti. Til að losna við líkið leitar hún aðstoðar hjá þremur konum sem starfa með henni á næturvöktum í skyndirétta- verksmiðju. Framundan er ófyrirsjá- anleg atburðarás þar sem konurnar leita allra leiða til að koma sér hjá refsingu. Næturvaktin kom eins og storm- sveipur inn á bókamarkaðinn í Japan. Verkið fékk feiknarlega góðar viðtökur og hlaut meðal annars verð- laun sem besta glæpasagan og besta skáldsagan það árið. Hún hefur nú verið þýdd á fjölda tungumála, auk þess sem hún var nýverið kvik- mynduð. í þessari margslungnu og æsispennandi sögu skyggnist Kir- ino Natsuo ekki aðeins inn í grimm- úðlegan glæpaheim Tókíóborgar heldur dregur hún upp áhrifaríka mynd af hinu þverstæðukennda jap- anska samfélagi og þeim öflum sem knýja það áfram. SU DOKU talnaþrautir Lausn siðustu gátu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 2 5 6 3 1 9 7 1 4 8 9 6 2 1 9 5 8 1 3 3 4 7 1 8 9 6 5 3 1 4 2 SUOOKLJSHDP.-IS ©6610015 5 6 8 3 7 4 9 1 2 1 3 4 8 2 9 5 6 7 7 2 9 5 1 6 8 4 3 8 4 7 2 9 3 1 5 6 6 5 3 7 8 1 2 9 4 9 1 2 4 6 5 3 7 8 2 7 6 9 5 8 4 3 1 3 9 1 6 4 2 7 8 5 4 8 5 1 3 7 6 2 9

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.