blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 14
blaðid Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. ORRUSTAN UM LÖNGUSKER Hart er nú sótt að Birni Inga Hrafnssyni, efsta manni á lista Fram- sóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Björn Ingi hefur í kosningabaráttunni lagt ríka áherslu á að stuðla beri að „þjóðarsátt“ um að Reykjavíkurflugvöllur víki úr Vatns- mýri og að lagður verði nýr flugvöllur á Lönguskerjum í Skerjafirði. Tveir samflokksmenn Björns Inga sem sitja á Alþingi hafa lýst yfir andstöðu við þessa nálgun hans. Og nú hefur bæjarstjórinn á Seltjarnar- nesi lýst því yfir að Björn Ingi Hrafnsson fái engu ráðið um Löngusker þar sem þau tilheyri Seltirningum. Bæjarstjórinn upplýsir jafnframt að honum hugnist lítt að lagður verði flugvöllur á Lönguskerjum. Hafa and- ríkir menn líkt viðbrögðum bæjarstjórans við tundurskeytaárás og lagt stöðu oddvita framsóknarmanna í höfuðstaðnum að jöfnu við ósigur Frakka við Dien Bien Phu. Ánægjulegt er að framtíð Reykjavíkurflugvallar og innanlands- flug skuli fá svo mikla umfjöllun í kosningabaráttunni. Hér ræðir um stærsta framfaramál Reykvlkinga og ákvörðun sem mun hafa afar mót- andi áhrif á alla framtíðarþróun höfuðborgarinnar. Fyrir liggur að allir þeir flokkar sem bjóða fram í Reykjavík að þessu sinni, að Frjálslynda flokknum undanskildum, telja að nýta beri flug- vallarsvæðið í Vatnsmýri undir byggð. Björn Ingi Hrafnsson hefur leit- ast við að vekja athygli á Lönguskerjum sem „pragmatískri" lausn í Ijósi þess að yfirgnæfandi pólitískur vilji er fyrir því að flugvöllurinn verði fluttur en jafnframt er vilji fyrir því að flugvöllur verði áfram rekinn á höfuðborgarsvæðinu. Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur lagt til að nýr flugvöllur verði lagður á Hólmsheiði sem einnig hlýtur þá að koma til álita. Allir eru þó þessir ágætu stjórnmálamenn á villigötum í máli þessu. Við blasir að innanlandsflug verði flutt til Keflavikur að stórbættum samgöngum. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingar, hefur lagt til að þessi leið verði farin en ekki hlotið þann stuðning sem hug- myndin verðskuldar. Áhugaleysi samflokksmanna hans í þessu efni vekur nokkra furðu. Flugvallarmálið mun hvorki reynast Dien Bien Phu né Gallipoli Björns Inga Hrafnssonar. Ábyrgur stjórnmálamaður hlýtur að leggja fram til- lögur sem hann telur fallnar til að tryggja sátt í deilumáli og áræða að tala fyrir þeim. Seint verður það talinnhelsti vandi íslenskra stjórnmála að forystumenn séu úr hófi fram afdráttarlausir í málflutningi og fram- göngu allri. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréfá fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. Önnur bókin í bókaflokknum „Við ræktum" er komin út. Tryggðu þér eintak i næstu bókabúð eða í áskrift í síma 586 8005. Sumorhúsii og gorSvriftn Sumarhúsiö og garðurinn ehf, Siöumúla 15,108 Reykjavík, www.rrt.is 14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 blaðið 13.TCBRÚAÍ ToR.Y§TUSAW>UR.iNN SEfiiR M> þ/fP Sé EAM /VlElR.1 SPRíTTfl ETTrR VVf $E/l/l ORflk ÞREGUR OG M VE'RJ’I Samgöngutæki 21. aldar Það ætti að vera hverjum manni ljóst sem kynnir sér staðreyndir, að einka- bíllinn getur ekki orðið samgöngu- tæki 21. aldar. Hann er þvert á móti stór hluti af þeim alþjóðlega vanda sem tengist útblæstri koltvísýrings en fjórðungur útblásturs á heims- vísu er af völdum bifreiða. Á Islandi er þetta hlutfall hærra þrátt íyrir að stjórnvöld hafi kostað kapps um að auka mengun á öðrum sviðum, t.d. vegna stóriðju. En mengun er ekki aðeins hnattrænt vandamál heldur snertir hún líf okkar í borginni með beinum hætti. Þeim fjölgar stöðugt dögunum sem svifryksmengun í Reykjavík er yfir leyfilegum mörkum, þ.e. yfir mörkum sem heilsufar ein- staklinga er talið þola. Það er því ljóst að við verðum að grípa til einhverra aðgerða. Reiðhjól ífyrirrúmi Ein leið til að draga úr svifryksmeng- uninni og auka loftgæði allra borgar- búa er að fjölga hjólandi vegfarendum í umferðinni. Besta leiðin til þess er að opna leiðir fyrir hjólreiðafólk svo hægt sé að nota hjólið sem sam- göngutæki en ekki einvörðungu sem útivistartæki eins og nú er. Reykja- víkurborg og sveitarfélögin hér í ná- grenninu hafa lagt útivistarstíga þar sem fólk hjólar sér til heilsubótar en þeir eru ekki hugsaðir sem samgöngu- æðar. Net hjólreiðastíga er iðulega í út- hverfum eða útjaðri sveitarfélaganna en ekki samhliða umferðaræðum. Ef við eigum að gera hjólreiðafólki það kleift að nýta samgöngutækið sem það kýs sér á eins skilvirkan hátt og mögulegt er verðum við að heim- ila fólki að fara stystu leiðir á milli staða. Ef stjórnvöld meina eitthvað með þeim yfirlýsingum sem fram koma í gildandi samgönguáætlun um það að auka beri hlut sjálfbærra samgangna verðum við að gera hér bragarbót. Sú bragarbót felst í því að leggja hjólreiðabrautir meðfram meg- inleiðum. I Reykjavík er á hverju ári bætt við umferðarmannvirkjum sem ekki eru til þess fallin að hleypa hjól- reiðafólki um. Mislæg gatnamót eru eingöngu hönnuð til að greiða fyrir bílaumferð, þau eru beinlínis hættu- leg hjólreiðafólki. Við íslendingar erum eftirbátar nágrannaþjóða okkar í þessum efnum. Norðurlandaþjóðirnar hafa staðið sig mjög vel í því að gera hjólið að fullgildu samgöngu- tæki. Þær hafa skapað samfelld grunnkerfi fyrir hjólreiðar sem ætti að vera auvelt fyrir okkur að hafa til eftirbreytni. Greiðum leið reiðhjólafólks Vinstrihreyfingin-grænt framboð hefur barist fyrir því að gera hjól- reiðar að raunhæfum valkosti í sam- göngumálum. Þingsályktunartillaga Kolbrúnar Halldórsdóttur um að gera reiðhjólabrautir að hluta stofnbraut- kerfisins hefur verið svæfð í nefnd á alþingi árum saman. Hér í borginni hefur Árni Þór Sigurðsson, borgar- fulltrúi Vinstrigrænna, barist fyrir þvi að hjólreiðabrautir séu samhliða meginleiðum og má t.d. sjá mjóan vísi að því á Laugavegi, milli Snorra- brautar og Barónsstígs og framundan eru endurbætur á Lönguhlíð þar sem verður sérstök hjólreiðabraut. Ef við Vinstrigræn fáum liðsinni kjósenda til þess er markmið okkar að leggja í talsverðar framkvæmdir á næsta kjörtímabili svo hjólreiðafólk eigi greiðari leið um borgina. Fyrir árið 2010 viljum við sjá hjólreiða- brautir meðfram stofnleiðunum Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Suðurgötu, Snorrabraut og Sæbraut þannig að hjólreiðafólk komist greið- lega til vinnu innan borgarinnar allan ársins hring. Þar að auki viljum við tryggja hjólreiðafólki úr Grafar- vogi og Grafarholti greiða leið yfir Elliðaárósa inn á stígakerfi borgar- innar og inn á meginumferðaræðar. I samgöngumálum lítum við á þessar úrbætur sem forgangsverkefni. Þær koma að gagni fyrir ibúa borgarinnar á sama tíma og þær hafa hnattræn áhrif með tiilliti til minni losunar gróðurhúsalofttegunda. Þannig er pólitik okkar Vinstrigrænna. Pólitík 21. aldarinnar. Höfundur skipar í. sceti á V-list- anum ÍReykjavík. Klippt & skoríð RóbertMars- hall, forstöðu- maður Nýju fréttastöðvarinnar (NFS) gerði athugasemdir við það á síðum Fréttablaðs- insáiaugardagað Blaðið birti ekki dagskrá NFS á síðum sínum, sem hann sagði ranglega að Blaðið neitaði að gera. En það er einkennilegt að Róbert skuli leggja lykkju á leið sína til þess að kvarta undan skorti á birtingum dagskrár NFS hjá öðrum miðlum. Þegar hinu nýja og þykka vikuriti DV er flett kemur nefnilega á daginn, að dagskrá NFS er þar alls ekki að finna. Ekki tekur miklu betra við þegar Frétta- blaðinu er flett, því þar gefur að líta ranga dagskrá. Samkvæmt henni er Sigurður G. Tómasson enn í fullu fjöri í þætti sínum Miklubraut, en Sigurður hætti, sem kunnugt er, á stöðinni í aprilbyrjun. Það er þetta með bjálkann og flísina. „ Þegar Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, kom til fundar við starfsmenn við vinnumiðl- unina á Selfossi í gær, stóð svoáaðþar var aðeins einn karlmaður á atvinnu- leysisskrá. Gissursegirað menn hafi keppst við að finna manninum starf og varhann kominn I vinnu 'órskömmu siðar. Þetta erkannski lítið dxmi um hvað atvinnu- ástandið er ótrúlega gott, segir Gissur." ForsIðufríti Morgunbladsins, 5. MAÍ 2006. klipptogskorid@vhl.is Pað er vissulega fagnaðarefni að Sunn- lendingar skuli vera svo duglegir, sem þessi frétt ber vitni um. En er klippari sá eini, sem dregur þá ályktun helsta af fréttinni, að hugsanlega séu of margir starfsmenn hjá vinnumiðluninni á Selfossi? Þeim yrði varla skotaskuld úr því að finna sér nýja vinnu með meiri framlegð. Vélstjórafélagið og Félag rafiðnaðar- manna hyggjast ganga í eina sæng og það á landsvísu. Til heilla með það! En nýja sameinaða félagið vantar nýtt nafn og hefur verið efnt til samkeppni um það og hinum orðhaga sigurvegara heitið 150.000 krónum að launum. Klippari stingur upp á þeir komi sér saman um nafnið Vélráð fslands.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.