blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 28
36 I DAGSKRÁ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 blaöiö HVAÐSEGJA STJÖRÍIURNAR? Hrútur (21. mars-19. apríl) Loksins eru fjármálin að komast í ásættanlegt horf. Ekki eyðileggja árangurinn með því að kaupa þér eitthvað til að fagna þessum áfanga. Aðhald í fjár- málum verður að endast lengur en yfir helgi. Naut (20. apríl-20. maí) Láttu ekki smáatriðin fara í taugarnar á þér og ein- beittu þér að þvi að komast að kjarna málsins. Þú ert við það að Ijúka merkum áfanga og þá er við hæfi að leggjast með fæturna upp i loft og slappa aðeins af. ©Tvíburar (21. maí-21. júnO Það er alltof mikið af atriðum í lausu lofti. Taktu upp tólið og komdu þeim atriðum á hreint sem eru á reiki. Annars munu þessi sömu atriði verða til þess að stressa þig. Stundum verður maður að velja. ©Krabbi (22. júní-22. júlO Vinnufélagi hefur legið á bakinu á þér að undan- förnu. Það er að gera þig brjálaðan og það er bara ein leið til að losna undan þessu. Gerðu það sem félaginn biður um og þá er málið leyst. o Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Ertu alltaf að reyna að bæta þig en list sjaldnast á útkomuna? Gleymdu þessari fullkomnu útgáfu, hún er tálsýn ein. Sættu þig við mannlegt eðli þitt og einbeittu þér að styrkleikunum. Meyja (23. ágúst-22. september) Loksins hefur einhver nákominn þér náð þeim þroska að hægt sé að tala við hann. Þetta gleður þig mikið og þér líður elns og þú hafir grætt vin. Notaðu tækifærið til að ræða um heima og geima. Vog (23. september-23.október) Hættu þessari niðurrifsstarfsemi og byrjaöu að hugsa jákvætt. Þegar þú ert í þessum ham þá dreg- urðu ekki einungis þig niður heldur einnig þá sem eru i kringum þig. Segðu einhverjum náiromnum frá hvernig þér líður. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Að hugsa um velferð þína er ekki eigingirni. Ef þú gerir það ekki muntu fljótlega komast aö þvi aö þú gagnast engum öðrum. Reyndu að finna jafnvægi á milli þess að sinna þörfum þinum og annarra. ©Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Það borgar sig að þiggja hjálp frá vinum þínum. Það þýðir ekki að þú getir ekki neitt eða kunnir ekki neitt. Það er mikil félagsleg nánd fólgin í þvi að þiggja aðstoð frá ástvinum sem ekki ætti að fara á mis við. Steingeit (22. desember-19. janúar) Þú veist gildi þess að leggja mikið á sig. Þó skal var- ast að vinna sér til óbóta. Ástvinir þurfa á nærveru þinni að halda. Þú ert einnig félagsvera sem þarft á mannlegum samskiptum að halda. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Þú veist að vinur þinn er þungur þessa dagana. Hafðu samband og reyndu að gera honum dagá- mun. Að eiga góða vini er óborganlegt í aðstæðum sem þessum og munu seinna koma þértil góða. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) Maki þinn hefur verið mjög ósáttur þessa dagana vegna þess hve litla athygli hann hefur fengið. Taktu einn dag frá þar sem þú helgar þig honum og eingöngu honum. Rómantikin ætti að blossa upp við þær aöstæður. TRÚIN Á PAÐ ÓLÍKLEGA koIbrnn@bIadid.net Lífið er lítið skemmtilegt ef maður trúir ekki á það sem ólíklegt er að sé til, eins og til dæmis jóla- sveinar, fljúgandi furðuhlutir og sönn ást. Á Stöð 2 var nýlega sagt frá því að breska landvarnarráðu- neytið hefði undir höndum skýrslu sem sýnir fram á að geimverur og fljúgandi furðuhlutir séu ekki til. Höfundar skýrslunnar segja að fólk sem haldi því fram að það hafi séð geimverur hafi orð- ið fyrir rafgaseitrun í andrúmsloftinu sem hafi ruglað heilastarfsemina. Ég varð fyrir vonbrigð- um. Ég held nefnilega að mannkynið hefði afskap- lega gott af því að vita af því að vitsmunaverur finnast annars staðar en á okkar litla hnetti. Það myndi kannski lækka í okkur rostann. Svo fór ég að velta fyrir mér hugmyndaheimi skýrsluhöf- unda. Sjálfsagt eru þeir miðaldra karlmenn með lítið hugmyndaflug. Efþeir sæju geimveru myndu þeir aldrei trúa sínum eigin augum heldur halda að þeir hafi orðið fyrir ofskynjun af völdum raf- gas. Ég gladdist nokkuð þegar ég komst að þess- ari niðurstöðu. Ég áttaði mig um leið á því að það er ekki hægt að taka nokkurt mark á fólki sem hef- ur ekki ímyndunarafl. Hugmyndaheimur þess er allt of þröngur. ímyndunaraflið verður að hafa sitt pláss í tilverunni. Þannig að kannski eru jóla- sveinarnir, fljúgandi furðuhlutirnir og sanna ást- in til, þrátt fyrir að skynsemin og rökhugsunin segi annað. SJONVARPSDAGSKRA SJÓNVARPIÐ 16.30 Útogsuður 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fræknir ferðalangar (35:52) 18.25 Draumaduft (10:13) 18.30 Gló magnaða (50:52) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljós 20.15 Deildabikarinn í handbolta Bein útsending frá seinni hálfleik leiks í úrslitakeppni karla. 20.20 Mæðgurnar (10:22) 22.00 Tíufréttir 22.20 Víkingasveitin (1:4) (Ultimate Force) Breskur spennumyndaflokkur um sérsveit innan hersins sem fæst við erfið mál. Aðalhlutverk leika Ross Kemp, Jamie Draven, Jamie Bamber og Laurence Fox. 23.20 Dýrahringurinn (2:10) (Zodiaque) Leikstjóri er Claude- Michel Rome og meðal leikenda eru Claire Keim, Francis Huster, Michel Duchaussoy og Jean-Pierre Bouvier. e. 00.15 Kastljós 01.05 Dagskrárlok SIRKUS 18.30 FréttirNFS 19.00 ísland í dag 19.30 SirkusRVKe. S 20.00 Friends (24:24) 20.30 Tívolí Þeir félagar Dóri DNA, Ágúst Bent, Lúlli og Þorsteinn Lár munu fara með áhorfendur á fjölmarga staði í Reykjavík 21.00 Bernie Mac (5:22) 21.30 Supernaturai (13:22) 22.15 Best Laid Plans (Heimskra manna ráð) 23.45 Extra Time - Footballers' Wive 00.10 Friends (24:24) e. 00.35 Tívolí STÖÐ2 06.58 íslandíbítið 09.00 Bold and the Beautiful 09.20 Ífínuformi 2005 09.35 Martha 10.20 My Sweet Fat Valentina 11.10 Missing (14:18) 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours 12.50 (fínu formi 2005 13.05 Home Improvement (25:25) 13.30 Jack Osbourne Adrenaline Rush (1:3) 14.20 Amazing Race 5 (12:13) e. 15.05 Supernanny (3:11) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.20 Bold and the Beautiful 17.40 Neighbours 18.05 The Simpsons (22:23) 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 (slandídag 19.50 Strákarnir 20.15 Amazing Race (7:14) Sex keppendur eru eftir og liggur nú leið þeirra um Mið-Ameríku. 21.00 Las Vegas (11:22) Landsmót í póker og klámiðnaðarráðstefna eru haldin samtímis á Montecito- hótelinu-meðansivandræðalegum afleiðingum. 2005. Bönnuð börnum. 21.45 Prison Break (15:22) Bönnuð börnum. 22.30 The Robinsons 23.00 Twenty Four (14:24) (24) Stranglega bönnuð börnum. 23.45 Bones (2:22) 00.30 Clint Eastwood: Líf og ferill Vönduð heimildamynd.02.10 Super Troopers (Ofurlöggur) Stranglega bönnuð börnum. 03.50 The Man Who Sued God Leyfð öllum aldurshópum. 05.30 Fréttirog (sland í dag 06.35 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí SKJÁR1 07.00 6 til sjö e. 08.00 Dr. Phil e. 08.45 Innlit/útlite. 16.10 TheO.C. e. 17.05 Dr. Phil 18.00 6 til sjö 19.00 Frasier 19.30 AllofUse. 20.00 HowClean is Your House - tvöfaldur lokaþáttur Bresku kjarnakonurnar Aggie MacKenzie og Kim Woodburn eru komnar vestur um haf og ætla að reyna að taka til I skítugustu húsunum í Bandaríkjunum. Tekst þeim að sigra mygluna, skítinn og draslið? 20.30 Too Posh to Wash 21.00 Innlit / útlit Innlit útlit hefur skapað sér sess sem vandaðasti hönnunar og lífsstíls þáttur þjóðarinnar. Vönduð nálgun á viðfangsefninu, skemmtilegar aðferðir við framsetningu myndefnis og svo áhugavert tónlistarval hefur vakið mikla athygli áhorfenda þáttarins. 22.00 ClosetoHome 22.50 Sex and the City - 6. þáttaröð 23.20 JayLeno 00.05 Survivor: Panama e. 01.00 Frasier -1. þáttaröð e. 01.25 Óstöðvandi tónlist ____________SÝN______________ 17.50 Þýski handboltinn 2005- 2006 (Lemgo - Flensburg) Bein útsending 19.30 Roy Keanetestimonial 21.30 Meistaradeild Evrópu fréttaþáttur 22.00 Gillette HM 2006 sportpakkinn 22.30 Sporðaköst II (Stóra-Laxá) 23.00 Þýski handboltinn 2005- 2006 00.30 Ensku mörkin 01.00 World Poker ENSKIBOLTINN 07.00 Að leikslokum e. 08.00 Að leikslokum e. 16.00 Fulham-Middlesbrough frá 08.05 18.00 Þrumuskote. 19.00 Blackburn-Man.Cityfrá 08.05 21.00 Arsenal - Wigan frá 08.05 23.00 Everton - W.B.A. frá 08.05 01.00 Dagskrárlok STÖÐ2-BÍÓ 06.00 Mona Lisa Smile (BrosMónu Llsu) 08.00 The Terminal (Flugstöðin) 10.05 Drumline (Trumbuslagarinn) 12.00 De-Lovely (Dá-samlegt) 14.05 Mona Lisa Smile (Bros Mónu Lísu) Aðalhlutverk: Julia Roberts, Kirsten Dunst, Julia Stiles. Leikstjóri, Mike Newell. 2003. Leyfð öllum aldurshópum. 16.00 The Terminal (Flugstöðin) Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Tom Hanks, Catherine Zeta-Jones, Chi McBride. Leikstjóri: Steven Spielberg. 2004. Leyfð öllum aldurshópum. 18.05 Drumline (Trumbuslagarinn) Aðalhlutverk: Nick Cannon, Zoe Saldana, Orlando Jones. Leikstjóri, Charles Stone III. 2002. Leyfð öllum aldurshópum. 20.00 De-Lovely (Dá-samlegt) Stjörnum prýdd stórmynd um líf og ástir tónskáldsins Coles Porters. 2004. Leyfð öllum aldurshópum. 22.05 ln America (I Ameríku) Leikstjóri: Jim Sheridan. 2002. Bönnuð börnum. 00.00 Escape: Human Cargo (Flótti: Mennskurfarmur) Aðalhlutverk: Stephen Lang, Treat Williams, Sasson Gabai. Leikstjóri, Simon Wincer. 1998. Bönnuð börnum. 02.00 Intermission (Millikaflar) 2003. Stranglega bönnuð börnum. 04.00 In America ((Ameríku) RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 Fáir miðar eftir á Newsom Nú hefur verið staðfest að uppselt er á tónleika Joanna Newsom þann 18. maí. Aukatónleikar með Newsom fara fram þann 16. maí en einungis 200 miðar eru eftir. Fólk verður því að hafa hraðar hendur ef það vill ekki missa af þessum herlegheitum. Joanna Newsom hefur komið fram á tónleikum út um allan heim og kom m.a. fram á Hróarskelduhá- tíðinni í fyrra. Hún þykir vera einstök á sviði og lætur engan ósnortinn. Smog og Slowblow munu leika með Newsom á tón- leikunum en Smog gaf nýverið út plötuna A River Ain't Too Much To Love sem hefur fengið góða dóma. Miðasala á midi.is og í verslunum Skífunnar og völdum BT verslun- um. Miðaverði hefur verið stillt í hóf og er aðeins 2.500 kr. auk miðagjalds. m UflmiíU P-H-S-9 ♦RESTAURANT BAR<

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.