blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 24
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 blaöið 32 i Beinskeyttir pistlar um fjölmiðla Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér bókina Fjöímiðlar 2005 eftir Ólaf Teit Guðnason. Þar er að finna fjölmiðlapistla sem Ólafur Teitur skrifaði á síðasta ári í Viðskiptablaðið. Óhætt er að segja að Ólafur Teitur sé snarpasti fjölmiðlagagnrýnandi landsins og þegar hann er spurður hvað reki hann áfram í skrifum hans segir hann: „Væntanlega bara það sama og rekur fréttamenn al- mennt áfram þegar þeir gera fréttir. Þeir taka eftir einhverju sem er áhugavert - oftast gagnrýnisvert - og skrifa um það. Eini munurinn er að þeir fylgjast mjög náið með öllu þjóðfélaginu nema fjölmiðlum, en mér fannst tilvalið að skoða fjöl- miðlana líka grannt og veita þeim pínulítinn snefil af því aðhaldi sem þeir veita öllum öðrum. Ég vinn pistlana að sumu leyti eins og venjulegar fréttir, reyni að rekja hvert dæmi eins nákvæmlega og hægt er, bera jafnvel saman um- fjöllun margra fjölmiðla um sama mál, skoða umfjöllun yfir lengra tímabil, afla viðbótarupplýsinga um mál ef þarf, og þar fram eftir göt- unum. Fyrir síðasta pistil hringdi ég til dæmis í landlækni og spurði hvort eitthvað væri að frétta af þessum stórhættulega linsuvökva, sem NFS sló upp sem fyrstu frétt um daginn og sagði að gæti valdið blindu. í ljós kom að landlæknis- embættið telur enn að engin sérstök hætta sé á ferðinni. Þannig að pistlarnir hafa sum ein- kenni frétta, og margt sem komið hefur fram í þeim hefði að mínu viti hiklaust átt erindi i fréttatíma, eins og uppljóstrun um stórfelldan ritstuld í frægri og verðlaunaðri fréttaskýringu, en þeir eru vissu- lega skrifaðir í 'allt öðru vísi, frjáls- legri og beinskeyttari stíl og mitt eigið mat kemur miklu meira við sögu. Mikil og góð viðbrögð I fyrra kom út bókin Fjölmiðlar 2004 en þar var safnað saman pistlum Ól- afs Teits úr Viðskiptablaðinu það árið. Ólafur Teitur segir viðtökur við þeirri bók hafa verið ágætar. ,Hún seldist svo sem engin ósköp en ég hef fengið mjög mikil og góð viðbrögð frá ólíklegasta fólki sem las hana og varð hreinlega stein- hissa að sjá það svart á hvítu hve umfjöllun fjölmiðla er oft skrýtin þegar vel er að gá. Það fór eitthvað lítið fyrir því að dagblöðin ritdæmdu bókina, en skrif mín eru náttúrlega „ekki í há- vegum höfð meðal fjölmiðlamanna”, eins og það var einu sinni orðað í Fréttablaðinu. Sumir eru dálítið pirraðir og um daginn mætti mér fréttakona og skammaði hún mig fyrir þennan skepnuskap. Ég sagði við hana að nú talaði hún til mín eins og pólitíkusar tala gjarnan til okkar fréttamanna! Aðrir frétta- menn hafa að vísu hrósað pistl- unum við mig.“ Pólitískur áróður Hvað er aðfinnsluvert hjá íslenskum fjölmiðlamönnum? „í einni setningu gæti ég lýst því svona: Ef vinnubrögð lækna væru svipuð og vinnubrögð fréttamanna, þá vildi ég ekki vera sjúklingur! Annars vil ég helst láta hvert dæmi tala fyrir sig og láta lesendum eftir að draga stórar ályktanir. Almennt talað snúast líklega flest dæmin um ónákvæm vinnubrögð, fljótfærni, skort á gagnrýnni hugsun og dóm- greindarleysi. Sem sagt svona smá- vægilega hluti! Þarna er alls ekki víst að nein annarleg sjónarmið búi að baki. En afstaða fréttamannsins ræður örugglega miklu um hvers konar „ósjálfráð mistök" hann er Ólafur Teitur Guðnason. Ef vinnubrögð lækna væru svipuð og vinnubrögð fréttamanna, þá vildi ég ekki vera sjúklingur! BlaÖið/Frikki 99................... Almennt talað snúast líklega flest dæmin um ónákvæm vinnu- brögð, fljótfærni, skort á gagnrýnni hugsun og dómgreindarleysi. Semsagtsvona smávægilega hluti! ( mboAtnuð.ir lcvcruU. 3005 5éSisíp®íí 1 I 1 Ólafur Teitur Guðnason líklegur til að gera. Af hverju var til dæmis sagt í fréttum Útvarpsins í fyrra að 80% landsmanna vildu að RÚV yrði áfram í eigu ríkisins? Ekki varð betur séð en að 20% lands- manna vildu það ekki, sem var aug- ljóslega miklu fréttnæmara en hitt. Sum dæmin eru hins vegar svo hrópleg að eina skynsamlega skýr- ingin sem virðist koma til greina er vísvitandi pólitískur áróður. Og það vill svo til að versta dæmið um pólitískan áróður fékk verðlaun hjá Blaðamannafélagi íslands sem „rannsóknarblaðamennska ársins“. Ofurtrú á alls kyns sérfræð- ingum er lika vandamál. Þeim er hampað sem óskeikulum guðum, en ég nefni í bókinni dæmi um hvernig þeir eiga til - rétt eins og aðrir - að fara út á ansi hálan ís, án þess að fréttamenn geri neinar athugasemdir. Loks held ég að flestum sé orðið ljóst að fjölmiðlum hættir til að þjóna eigendum sínum. Það kom til dæmis berlega í ljós í Baugsmálinu í fyrra, eins og nokkur dæmi eru nefnd um í bókinni. En ég segi aftur að dæmin tala best sínu máli hvert fyrir sig. Ætli þau skipti ekki hundruðum í bók- inni, stór og smá, svo geta lesendur dæmt hver fyrir sig um hvort fjöl- miðlum sé almennt treystandi." Ofurstyrkurfárra Það hafa verið miklar hrœringar á fjölmiðlamarkaðnum að undan- förnu. Hvað finnstþér um þær? „Framboðið hefur aukist stórlega og ég fagna því auðvitað. Ég hef að vísu dálitlar áhyggjur af Morgun- blaðinu. Þrátt fyrir ýmsa galla er það langsamlega metnaðarfyllsta og vandaðasta blað sem hér er gefið út. Það voru mikil forréttindi að slíkt blað skyldi um árabil vera mest lesna dagblað landsins. Ég vona þess vegna að Fréttablaðinu takist ekki að eyðileggja það - eða að Fréttablaðið bæti ráð sitt. Ég er algerlega andvígur þvi að setja nokkrar hömlur á eignarhald manna á fjölmiðlum. En þótt mér finnist slíkar hömlur ekki réttlæt- anlegar mega menn hins vegar ekki heldur loka augunum fyrir því að of- urstyrkur fárra hefur ýmsa ókosti í för með sér. Reynir Traustason, sem einu sinni mótmælti því harð- lega að Fréttablaðið væri hlutdrægt í fjölmiðlamálinu, segir í nýlegum pistli á Netinu að DV hafi hlíft eig- endum sínum. Og bætir við: „Það vill enginn míga í bælið sitt að óþörfu.“ Einmitt! Við þurfum þvi ekki að hafa mjög Til að vinna gegn þessu er að- miklar áhyggjur ef bókin selst vel!“ alatriðið að fjölmiðlar fái aðhald. SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 2 8 5 4 7 6 3 9 1 6 9 7 2 3 1 4 8 5 4 3 1 8 9 5 6 7 2 7 1 9 3 5 4 8 2 6 5 2 6 1 8 9 7 4 3 3 4 8 6 2 7 1 5 9 8 5 4 9 6 3 2 1 7 9 6 2 7 1 8 5 3 4 1 7 3 5 4 2 9 6 8 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aöeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 7 1 4 9 5 2 9 1 8 2 6 7 6 7 5 3 2 1 5 8 9 3 7 2 1 6 8 4 3 5 9 3 igsæea® íjp SHDP-IS @8610015

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.