blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 18
261 HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 blaöiö ALDUR SKIPTIR MÁLI Aspartam veldur ekki krabbameini Skiptir aldur máli þegar ákveðið er hvaða œfingar henta fólki? Vissulega þarf að taka tillit til aldurs þegar verið er að finna æfingar sem henta hverjum og einum. Líkams- rækt er ekki síður mikilvæg fyrir eldra fólk, en því fyrr sem fólk byrjar að stunda líkamsrækt því meiri líkur eru á að æfingarnar verði að lífsstíl. En það er aldrei of seint að byrja og margar rannsóknir hafa sýnt fram á að eldra fólk getur bætt þol sitt og styrk mjög mikið. Með auknum aldri eykst fita í líkamanum og vöðvamassi minnkar, á aldrinum 30-70 ára töpum við um 30-40% af vöðvamassanum og til að vega upp a móti þessu er mikilvægt að stunda einhverskonar líkamsþjálfun. Með hækkandi aldri aukast lík- urnar á ýmsum sjúkdómum, t.d. hjarta- og æðasjúkdómum, háum blóðþrýsting, beinþynningu, syk- ursýki, gigt og fleiru. Regluleg hreyfing dregur úr likum á að fólk fái þessa sjúkdóma og hægir á öldrunarferlinu. Æskilegt er að fólk sem aldrei hefur stundað líkamsrækt og er komið yfir 50 ára aldur, fari í ástands- mat til Hjartaverndar áður en það byrjar að æfa reglulega. Hjá eldra fólki er starfshæfni líkamans minni en hjá yngra fólki. Ef það æfir með púlsinn í 80% af hámarkshjartslátt- arhraða er alls ekki víst að vöðvar þeirra nái að jafna sig að fullu á 24 tímum. Hámarkshjartsláttarhraði er fundinn með því að draga aldur frá tölunni 220. Því þurfa þeir eldri að fara hægar í byrjun heldur en þeir sem yngri eru. Mikilvægt er að hlusta á líkamann og gæta þess að ofkeyra sig ekki í byrjun. Gott er að byrja 2-3 sinnum í viku í a.m.k 20 mínútur i senn og auka svo ákefð- ina og timann smátt og smátt. Síðan er gott að auka fjölda æfinga i hverri viku eftir því sem þolið eykst. Hjá þeim sem eldri eru, er ekki nauðsyn- legt að æfa svo stíft að púlsinn verði gríðarlega hraður, þjálfunin skilar samt árangri. Hæfilegt er maður finni fyrir þægilegri áreynslu og geti haldið uppí samræðum. Fólk á öllum aldri getur bætt andlegt og lík- amlegt ástand sitt með hæfilega mik- illi og reglulegri líkamsþjálfun. Börn gefa foreldrum lýtaraðgerðir í gjöf Margir heiðra foreldra sína með blómum eða peningum en sífellt fleiri börn í Suður Kóreu gefa foreldrum sínum lýtaraðgerðir í gjöf. Þarlendir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um síaukna eftirspurn eftir botox með- ferðum, andlitslyftingum og hárígræðslum og eftirspurnin er talin tengjast Foreldradeginum sem framundan er. Það er nánast ómögulegt að panta tíma í lýtaraðgerð í Seoul því þar hafa allir tímar verið uppbókaðir svo vikum skiptir. Flesta tímana hafa börn bókað fyrir foreldra sína. Það er algengt að nota lýtaraðgerð til að bæta útlit sitt í Suður-Kóreu og það eru engir fordómar gagnvart því að gera augu kringlóttari, nef skarpari eða kálfa grennri. Margir foreldrar gefa börnum sínum lýtaraðgerð í út- skriftargjöf og undanfarin ár hefur það aukist að börn endurgjaldi greið- ann. „Það hefur aukist um helming Mynd frá lýtarlækningarstöð í Suður - Kóreu en það hefur aukist gríðarlega að börn gefi foreldrum sínum lýtaraðgerðir (gjöf. að pantaðir séu tímar í lýtaraðgerðir fyrir Foreldradaginn,“ segir Lim Ee-seok, framkvæmdastjóri stórrar lýtalækningastöðvar í Seoul. Vin- sælustu aðgerðirnar eru botox að- gerðir sem kosta frá 23.000 - 50.000 krónur auk hrukkuaðgerða. Jarövegsþjöppurá „samanþjöppuðu" verði Dæmi: PC 1442 Shatal jarðvegsþjappa Stæró plötu: 400 x 550 mm Þyngd:80 kg Mótor: Honda bens/n 5,5 hö É Miöflóttaafl á plötu: 1400 kg <9 Wlesti hraói áfram: 26 m/mín Víbratíðní: 93 Hz 120.190,-1 Mikið úrval af jarðvegsþjöppum MÚRBÚÐIN Byggingavöruverslunin íÁrbænum Kletthálsi 7 ■ Slmi: 544-5470 ■ sala@murbudin.is • www.murbudin.is MÚRBÚÐIN Húsavík Sœtuefnið aspartam er ekki hœttulegt samkvœmt ráðgjafarnefnd vísindamanna í Evrópu. í fyrra fundu ítalskir vtsindamenn hins- vegar tengsl á milli aspartams og hvítblœðis. I fyrra fundu italskir vísindamenn tengsl á milli sætuefnisins aspartam og eitlaæxla og hvítblæðis í rottum en við endurskoðun kom í Ijós að fjöldi æxla í rottum tengdist ekki aspartami. Ráðgjafarnefnd vísindamanna í Evr- ópu hefur ekki fundið merki þess að sætuefnið aspartam auki líkur á krabbameini. Nefndin vísar í banda- ríska rannsókn á aspartam sem er byggð á spurningarlista um mata- ræði. Spurningarlistinn var sendur til rúmlega 340 þúsund karla og tæp- lega 227 þúsund kvenna á aldrinum 50-69 á árunum 1995-1996. Aspart- amneysla þátttakenda var reiknuð út frá spurningalistanum og engin tengsl fundust á milli neyslu sætu- efnisins og tegundar eða fjölda krabbameinsæxla. Aspartam má finna í þúsundum vörutegunda, þar á meðal sykurskertum gosdrykkjum, tyggjó, mjólkurvörum og jafnvel lyQum. Nákvæm skoðun á aspartam óþörf Sérfræðingarráðgjafarnefndarinnar, sem meðal annars ráðleggja Evr- ópsku matarnefndinni (European Food Safety Autority), tilkynnti á föstudag að niðurstöður ítalskrar rannsóknar á aspartam, sem birtar voru í fyrra, væru rangar en þar var talið að neysla aspartam auki líkurnar á eitlaæxli og hvítblæði í rottum. „Það er engin ástæða til að halda áfram nákvæmri skoðun á hollustu aspartam,“ segir Iona Pratt, eiturefnafræðingur sem leiðir nefnd- ina. Við endurskoðun á ítölsku rann- sókninni kom í ljós að fjöldi æxla í rottum jókst ekki í samræmi við það magn aspartams sem rotturnar neyttu. Evrópska ráðgjafarnefndin sagði að mat sitt ætti að þagga niður í margra ára umræðu um hættuna sem mögulega stafar af aspartam. 80 aspartam pakkar á dag Vísindamenn matarnefndarinnar voru auk þess ánægðir með þau mörk sem sett voru fyrir örugga dagsneyslu aspartams. Hún nemur um 40 milligrömmum á hvert kíló af líkamsþyngd, og sögðu vísinda- mennirnir að þau mörk væru langt yfir það sem fólk neytir venjulega. „Ef þú myndir taka litla pakka af aspartam þá þyrfti 80 þannig pakka í kaffið á dag til að neyslan fari yfir ráðlegan dagsskammt,“ sagði Pratt á kynningu niðurstöðvanna. ítölsku vísindamennirnir sem fram- kvæmdu fyrrgreinda rannsókn á rottum staðhæfa að niðurstöður rannsóknarinnar sé réttar og lofa að þeir munu halda áfram að rannsaka áhrif aspartams á krabbamein. Þetta umdeilda sætuefni kom upphaflega á markað fyrir 25 árum. Rannsókn á áttunda áratug síð- ustu aldar tengdi annað sætuefni, sakkarín, við blöðrukrabbamein í rottum. Jafnvel þó að sú rannsókn hafi ekki náð til manna og ekki hafi verið nein skráð hætta af sakkaríni eru áhyggjur um hættur sætuefna viðvarandi. svanhvit@bladid.net Offita við 11 ára aldur verður langvarandi vandi Börn sem eru of þung 11 ára gömul eru líkleg til að bera aukakílóin með sér upp á fullorðinsár og þjást af heilsufarslegum afleiðingum offitu. I rannsókn sem framkvæmd var Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Kveðukrem (Quince) Rosc OtYOtim Di.llíuvthka Rtrx Diyúo* , —***• yj Þunnt frískandi og rakabindandi andlitskrcm, sem vcrndar húöina og cndurnærir. Þaö inniheldur valdar lækningajurtir sem vinna gegn streitu og hjálpa húðinni að viðhalda hcilbrigðu jafnvægi. Hentar öllum húðgerðum. Allar vörunar frá Dr.Hauschka eru unnar úr náttúrulegum cfnum og innihalda ekki kemisk hjálparefni. dreifing: Útsölustaðir: Yggdraslll Skólavöröustíg 16, Frœlö FJaröarkaup, Lífslns I.lnd Kringlunnl, Lyf ja, Maöur Lifandi, Blómaval og Heilsuhorniö Akureyrl. við University College í London var fylgst með 6000 börnum á fimm ára tímabili og fjórðungur þeirra átti við offituvandamál að stríða í gagn- fræðaskóla. „Börn sem voru rann- sökuð við ellefu ára aldur og voru þegar þétt grenntust ekki neitt á jiessum fimm árum sem rannsóknin stóð,“ sagði Jane Wardle, prófessor sem leiddi rannsóknarteymið. Offitu - farsótt Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tilhneiging til offitu sé staðfest við ellefu ára aldur. „Það lítur út sem offita við ellefu ára aldur sé langvarandi offita. Þessir hlutir ákvarðast því fyrr en við bjuggumst við,“ sagði Jane. Þótt nið- urstöður rannsóknarinnar eigi við um bresk börn segir Jane að líklegt sé að þetta mynstur megi sjá víðs vegar um heiminn. „Ég lít svo á að þetta sé hluti af offitu-farsóttinni. Langvarandi offita hefst sífellt fyrr á ævinni samkvæmt þessum niður- stöðum,“ segir Jane. Offita misjöfn eftir kynþáttum Heilsusérfræðingar búast við að fjöldi of feitra barna muni rjúka upp í flestum heimsálfum í lok áratugar- ins. í Evrópu er álitið að 26 milljónir barna verði of feit. Börn sem þjást af offitu eiga á hættu á að fá sykursýki 2, háan blóðþrýsting, hátt stig kó- Börn sem eru of þung 11 ára gömul eru líkleg til að bera aukakílóin með sér upp á fullorðinsár og þjást af heilsufarslegum afleiðingum offitu. lesteróls og krabbamein þegar þau eldast. Samkvæmt Jane voru 29% stúlkna í rannsókninni of feitar, sem var hærra hlutfall en hjá strákunum. Um 38% svartra stúlkna voru of feitar en 20% asískra stúlkna. Það var lítill þyngdarmunur á strákum eftir kyn- þætti. Breytt mataræði, minni hreyf- ing, meira sjónvarpsgláp og tölvu- notkun hefur verið kennt um hátt hlutfall offitu barna. Jane segir að niðurstöður rannsóknarinnar und- irstriki nauðsyn þess að grípa inn í snemma til að koma í veg fyrir of- fitu barna og fullorðinna. „Ég held að samfélagið í heild sinni þurfi að taka offitu barna alvarlega.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.