blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 11
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 FRÉTTIR I 11 Forseti írans býður Bandaríkja- mönnum upp á „nýjar lausnir" Gholam-Hossein Elham, talsmaður klerkastjórnarinnar í Teheran, til- kynnti í gær að Mahmoud Ahmad- inijad, forseti írans, hafi skrifað Ge- orge Bush, forseta Bandaríkjanna, bréf þar sem hann býður upp á „nýjar lausnir' á ótryggu ástandi í al- þjóðamálum. Sendibréfið þykir vera óvænt útspil í spennuþrungnum samskiptum tveggja ríkja sem hafa ekki átt í opinberu stjórnmálasam- bandi í tæp þrjátíu ár. Ekki er enn vitað hvað felst í hinum „nýju lausnum“ Ahm- adinijad en innihald bréfsins verður gert opinbert eftir að Bush hefur fengið það í hendur. Talsmaður stjórnarinnar gaf ekki upp hvort minnst sé á lausnir á deilunni um kjarnorkuáform klerkastjórnar- innar en stjórnmálaskýrendur telja líklegt að svo sé. Spennan í deilunni fer stigvaxandi. í síðustu viku lögðu Bandarísk stjórnvöld ályktun fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin vísar í sjöundu grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og verði hún samþykkt opnar það dyrnar fyrir harðari aðgerðir gegn klerkastjórninni, fallist hún ekki á kröfur alþjóðasamfélagsins um að láta af auðgun úrans. Asamt Banda- ríkjamönnum styðja Bretar og Frakkar tillöguna en Kínverjar og Rússar eru henni andvígir og vilja leita annarra leiða. Utanríkisráðherrar þeirra ríkja sem eiga sæti í öryggisráðinu ásamt fulltrúa Þýskalands hófu umræður um ályktunina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Mahmoud Ahmadinijad, forseti frans, ávarpaði Basij-herdeildirnar í Teheran í gær. Ahmadinijad boðar„nýjar lausnir" Sigurvegararnir í Tívolísyrpu Glitnis á sunnudag. Hjörvar Steinn sigraði í undan- móti Tívolísyrpu Hjörvar Steinn Grétarsson stóð uppi sem sigurvegari, með fimm og hálfan af sex mögulegum vinn- ingum, á hörkuspennandi skákmóti í höfuðstöðvum Glitnis á sunnudag. Þrátt fyrir sólskinsblíðu í höfuðborg- inni komu 26 keppendur til leiks á síðasta undanmóti Tívolísyrpu Glitnis. I yngsta flokki nemenda úr fyrsta til þriðja bekk, voru fulltrúar Rima- skóla allsráðandi. í þriðja sæti varð Dagur Ragnarsson, en í öðru sæti varð Theodór Örn Inacio Ramos Ro- cha. Sigurvegari yngsta flokksins varð hins vegar Patrekur Þórsson. í flokki barna í fjórða til sjötta bekk var hart barist um brons- verðlaunin. Þar var hlutskörpust á stigum, með þrjá og hálfan vinn- ing, Birta Össurardóttir, í öðru sæti varð Einar Ólafsson, en verðskuld- aður sigurvegari var Dagur Andri Friðgeirsson. í elsta flokkinum, krakka í sjö- unda til tíunda bekk, var einnig af- rekskona í þriðja sæti, en það var Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir, fyrrum Tívolímeistari, með fimm vinninga. Hún var með jafn marga vinninga og Ingvar Ásbjörnsson sem hlaut silfur eftir stigaútreikning. Sigur- vegari mótsins varð Hjörvar Steinn Grétarsson, með fimm sigrum og að- eins einu jafntefli. 21 efstu úr undamótunum þremur hafa þar með tryggt sér rétt til að tefla á úrslitamótinu í Tívolísyrpu Glitnis, sem fram fer hinn 28. þessa mánaðar. Búið að ákveða hækkun? Seðlabanki íslands hefur þegar ákveðið að hækka stýrivexti sína þann 18. maí næstkomandi, sam- kvæmt frétt alþjóðlegu fjármála- fréttaveitunnar Market News Inter- national í gær. 1 fréttinni er vitnað í ónafngreindan aðstoðarseðla- bankastjóra um málið. Það má telja óvenjulegt, þar sem bankinn tjáir sig sjaldan eða aldrei um það hvort stýrivextir verði hækkaðir eða lækk- aðir fyrr en á vaxtaákvörðunardag. Vordagar ÁLFELGUR OG DEKK! Samsettur gangur (1-54rMOJi.r.) 15x10 Dick Cepek-álfelgur og Chaparral 33" dekk Dick Cepek-álfelgur á tilboði frá 13.700 kr. Samsettir dekkja- og felgugangar á flestar gerðir japanskra jeppa og pallbíla með njJ^ESEHl á vordögunum! DW3000Í 12V Kerruspil fyrir vélsleða- og bátaeigendur (3000 Ibs) 39.900 kr. 15% afslætti Cordura-slitvarnarefni, Reissa 5000 mm vatnsvarnar- og öndunarefni. Hentugur jakki fyrir sleða- og mótorhjólamenn 8.980 kr. Hanskar fyrir útivistar- og mótorhjólafólk, margar gerðir. Verð frá 1.990 kr. Allar gerðir af álboxum fyrir ferðalagið með 20% afslætti. Kletthálsi 3 | HOReykjavík | Sími 540 4900 | arctictrucks.is ARCTIC TRUCKS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.