blaðið - 18.05.2006, Síða 26

blaðið - 18.05.2006, Síða 26
26 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaðiö Beint flug frá Egilsstöðum til Kaupmannahafnar vinsœlt Vikulegar flugferðir á milli Egils- staða og Kaupmannahafnar eru nú hafnar en boðið verður upp á næturflug til Hafnar nú í sumar. Ásta Skarphéðinsdóttir hjá ferða- skrifstofu Austurlands segir mikið vera bókað í þetta beina flug og að erlendir starfsmenn við Kára- hnjúka notfæri sér þetta mikið. Frá Kaupmannahöfn er síðan hægt að fljúga áfram til Póllands. Einnig er vikulegt flug frá Póllandi til Egils- staða en það er á vegum Becthel sem sér um framkvæmdir við álverið á Reyðarfirði. Það er litháiska flugfélagið Aur- ela sem sinnir þessu flugi fyrir ferða- skrifstofuna Trans Atlantik á Akur- eyri en ferðaskrifstofa Austurlands sér um farmiðasölu. Ásta segir það mjög til þæginda fyrir íbúa svæðisins að geta flogið beint í Kaupmannahafnar héðan en ferðin báðar leiðir kostar 34.900 krónur. „Það er nokkuð um að skólar notfæri sér beina flugið og skólahópar tíundu bekkjar hafa not- fært sér þetta. Þá höfum við boðið upp á hópa- og fjölskyldutilboð, og höfum við t.d. verið með barnatil- boð þ.a. börn undir 12 ára aldri borga eins og einn fullorðinn." Þaö er orðið þægilegt fyrir fbúa Austurlands að skreppa til Köben eftir að beina flugið kom til sögunnar. 1 Kolfinna BaWyins Hildur Vala 0á Jón Ólafs: r Flottustu landsins! MRIR Ll'PlÐ tl Ókeypis blað um Ungfrú ísland fylgir MRttiÚStmÁBUB- Áfm ísland fylg» ™eð- ^SEÐOGHEVRT' l.w’ ' r ” Nýn Mað komið úi! Askriftarsimi: 515 5555 hr IEVROVISJON » - ,1 GliRIlV IIH» , SKlíMMTIUiGRA! Gala-veislí í Perlunni. Sjáið kjólana! ísu/vNO Auka auka auka Allt um „ - Evróvisjon! Áfangastöð- um Iceland Ex- press fjölgar f vikunni fór Iceland Express fyrstu áætlunarferðirnar til Berlínar og Friedrichshafen í Þýskalandi. í sumar flýgur Iceland Express til átta áfangastaða í Evrópu. Auk Berlínar og Friedrichshafen verður flogið til Frankfurt, Alicante, Stokk- hólms, Gautaborgar, London og Kaupmannahafnar. Áfangastöðum Iceland Express hefur því fjölgað á stuttum tíma úr tveimur í átta auk þess sem beint flug verður frá Akur- eyri til Kaupmannahafnar. Birgir Jónsson, framkvæmdarstjóri lce- land Express klippir á borða fyrir hvern nýjan áfangastað félagsins. Tilboð til Manchester og Mílanó Netklúbbur Icelandair býður upp á helgartilboð til Manchester í maí og júní en ferðin kostar 36.250 og er þá innifalið flug, flugvallarskattur og gisting með morgunmat. Verð- dæmið miðast við ferð 9.-12. júní. Þá eru sértilboð á ferðum til Míl- anó í ferð sem farin verður 27. maí og komið til baka 5. júní en sú ferð kostar 24.870 krónur. f fréttatilkynn- ingu segír að Mílanó sé heillandi áfangastaður, þróttmikil og spenn- andi borg sem einnig er háborg ítalska tískuheimsins og stórkostleg upplifun fyrir þá sem vilja sökkva sér niður í listir, freistandi mat- seðla og fjörugt næturlíf. Mílanó er einnig kjörinn upphafsstaður fyrir þá sem taka flug og bíl en skammt norður og norðaustur af borginni eru ítölsku Alparnir sem er fagurt og stórbrotið landssvæði. Þarna má líta margar náttúrugersemar, heill- andi sveitir, smábæi og þorp. Eitt af því markverðasta I Mflanó er dómkirkjan.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.