blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaðiö
*
X«* jg®
32 I JÚRÓVISION
i Á stjörnuslóðum
Margrét Hugrún skrifarfrá Aþenu
Gleði eða sorg?
Mér finnst alveg stórmerkilegt að
fylgjast með því hversu gífurleg
áhrif hún Silvia Night getur haft á
fólk. í gær skrapp ég í verslun eins
og gengur og gerist. Þar var eldri
kona að afgreiða og þegar hún
komst að því að ég væri frá íslandi
þá greip hún í handlegginn á mér og
vildi fara að ræða Silvíu Nótt. Hún
fór í heilmikið uppnám og sagði að
Silvía væri dónalegasta manneskja
sem hefði komið fram í grísku sjón-
varpi. Hún var alveg steinhissa á
þessu. Sagðist vita að íslendingar
væru upp til hópa gott fólk en þessi
stelpa væri nú ekki eins og fólk er
flest. Ég gerði mitt besta til að út-
skýra fyrir henni að þetta væri nú
kannski bara grín og að það hefði
verið helber misskilningur að hún
hefði sagt Grikkjum að éta það sem
úti frýs. Það var erfitt að koma vit-
inu fyrir blessaða konuna.
Hún æstist bara meira og meira
og hætti ekki fyrr en ég flúði á brott
út úr búðinni.
En það eru ekki allir svona miður
sín. f skartgripaverslun hittu Ylfa
og Skjöldur, stílistar Silvíu, fyrir
eiganda verslunarinnar og þegar
hann frétti að þau væru frá íslandi
byrjaði hann allur að leiftra og
ljóma. Sagðist aldrei hafa séð eins
undursamlega veru og hana Silvíu
Night og bauðst í kjölfarið til að
leyfa þeim að velja sér eitthvað í
búðinni hans, án þess að þurfa að
borga fyrir það. Þau afþökkuðu
boðið kurteisislega og kvöddu
hann með virktum, en þetta sýnir
að það virðist enginn láta sig hana
litlu skipta. Hún hristir upp í tauga-
kerfinu, hvort sem það hristist upp
eða niður.
Dfvan hefur verið slöpp undan-
farið og erfitt fyrir hana að komast
yfir allar annirnar.
Hún dró sig til baka í gær til að
reyna að hvíla sig svolítið en lítill
fugl sagði mér þó að hún hefði klætt
sig upp í dulargerfi um kvöldið
og brugðið sér frá til að horfa á
grískan harmleik. Ætli hún hafi
ekki þurft að jafna sig eftir þetta
„katharsis” en það er griskættað orð
sem er notað yfir sérstakt tilfinn-
ingaástand sem lýsir sér þannig að
einstaklingurinn fer í gríðarlegt
uppnám (gleði, sorg, eftirvænting,
æsingur) sem jafnast ekki út fyrr
en eftir að hann/hún er búin að róa
sig niður yfir harmleik.
Ekki grafalvarlegur
keppnissöngur
í gær var haldið rennsli í höllinni
þar sem allir keppendurnir æfðu
sig hver á eftir öðrum fyrir stóru
stundina. Silvía var allra síðust á
svið og viðstaddir voru ekki allir
á eitt sáttir um hvernig til tókst.
Myndatökumenn náðu ekki öllu
sem var að gerast á sviðinu. M.a.
voru stórar sprengjur og fáni sem
á stóð Congratulations sem kom
hvergi fram í mynd. Þetta fannst
hópnum ekki til fyrirmyndar
og þegar ég síðast vissi átti fram-
kvæmdastjóri hópsins í viðræðum
við tækniliðið um hvernig mætti
bæta úr þessu. Flestir voru samt
kátir. Ég hleraði samtal tveggja evr-
ópskra blaðamanna og þeir voru
sammála um að atriðið hefði verið
gott. Þeim fannst það fyndið og
skemmtilega frábrugðið öðrum at-
riðum. Töldu það hressandi að síð-
asta atriðið gerði líka út á smávegis
grín en ekki bara grafalvarlegan
keppnissöng.
Nú þurfum við bara að vona að
„katharsis” Silvíu Night hafi náð að
jafna sig út eftir harmleikinn og
að hún eigi eftir að standa undir
væntingum þjóðarinnar á sviðinu
í kvöld. Annars er hætta á að hin ís-
lenska þjóðarsál verði harmi slegin
(eins og alltaf þegar okkur gengur
ekki nógu vel i keppnum) og þetta
undarlega óskabarn þjóðarinnar
þurfi að halda partí með ókeypis
sushi, kampavíni og g-strengjum
fyrir landsmenn svo að fólk nái að
jafna sig eftir „harmleikinn'.
Gcéar viírur, aóé fjónusta,
samutfarnt verÓ
Dalwegi 4 • Simi 564 4700 Hamraborg 14 • Sími 5544200
Opið: Mlnud.-föstud. 06:00 • 18:00, l*ug. 06U)0 -17.00, sunn. 07:00-17:00 Opið: Mánud-lMpwd. 08.00 • IftOO. laug. 06:00-16:00, sunn. 09:00-16:00
Myndir/Margrét
Ylfa og Skjöldur hjálpa Silvíu Night að koma sér í búninginn sem er einkar glæsilegur og minnir svolitið á tískuna sem var í gangi í
valdatíð Lúðvíks fjórtánda.
Bjössi tökumaður bregður hér á leik fyrir Hér veltir Þorvaldur Bjarni því fyrir sér hvaða kræsingum hann eigi að bragða á í mötu-
Ijósmyndarann en hann fylgir Silvíu hvert neyti staðarins en þar er flestur matur einkar þjóðlegur og minnir um margt á Múlakaffi.
fótmál hér í Aþenuborg.
Lifvörður Silvíu Night, Boris, stendur
sperrtur við dyrnar á búningsherbergi
divunnar. Það er ef laust ekki vanþörf á,
þar sem tilfinningar Grikkja (bæði góðar
og slæmar) f garð hennar eru af skornum
skammti.
Keppendur fylgjast spenntir
með rennslinu af sjónvarps-
skjá.en Romario... Já,
Romario er alltaf með
hugann við það
sem"skiptir
máli".
/wœwt /Jf/t
■ •
o^/m/Aiáki