blaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 40
40 I MENNING
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaðið
Sjálfsköpun í hjörð
Brasilíski dansflokkurinn Grupo Corpo sem kennir sigvið tjáningarmiðil
sinn - líkamann, sýndi tvœr sýningar á Listahátíð Reykjavíkur 2006.
Fyrri sýningin ber heitið Lecuona
og sú síðari Onqotó. Danshöfundur
beggja sýninganna er Rodrigo Ped-
erneiras en sýningarnar eru þó afar
ólíkar í sniðum. Saman sýna verkin
breidd og færni hópsins í heild
sinni og í báðum er samspil tón-
listar við dansarann hvati hreyfing-
arinnar þar sem tónlistin rammar
inn verkin.
Kynjaleikur
Lecuona ber heiti höfundar tón-
listar sýningarinnar, sem er kúb-
anska tónskáldið Ernesto Lecuona
(1895-1963). Verkið samanstendur
af tólf brotum þar sem karl og
kona takast á í fallegum og ástríðu-
fullum dansi. Latino danshefðin
liggur til grundvallar sem síðan er
brotin upp í gáskafullum leik kynj-
anna. Stemmningin er rómantísk
og blandin fortíðarþrá með fallegri
tónlist Lecuona og angurværum
söngröddum. Hugur áhorfanda
reikar með hreyfingum líkama og
tónlistar til 3. áratugarins í latino-
sveiflu og leikur ástarinnar verður
að aðalatriði. Ástríðufullir dans-
arnir eru þó ekki síst gáskafullir
þar sem leikið er með hefðbundnar
hugmyndir og klisjur og þær
brotnar upp og afbyggðar á kíminn
hátt. Sviðið er svart og einfalt með
litlýsingum og lítið rými notað þar
til í lokabrotinu að rýmið breytist í
speglasal og fleiri pör dansa í hring
líkt og um dansleik væri að ræða.
Lecuona er kímin, falleg og Ijúf
sýning en nokkuð háskalaus.
Mögulegt upphaf
Onqotó þýðir hvar er ég, og í þess-
ari síðari sýningu er dýpri hug-
myndafræði að baki sem opnar
fyrir skapandi túlkunarmögu-
leika áhorfandans. Verkið hefst
á skuggsælum fjöldadansi. Hver
einstaklingur líkt og einn síns liðs
í fjöldanum dansar sinn dans í stíl-
iseruðum hópnum, einn hverfur
úr og annar bætist við og myndar
þannig einstaklingsmótaða hjörð.
Við taka fleiri dansbrot hvert með
sínu sniði þar sem sjálfsköpun
ríkir. Miðbik sýningarinnar bygg-
ist á tveimur áhrifamiklum dans-
brotum. Verur í hvítum þröngum
fötum eru í frumaðstöðu sinni
að leita að staðsetningu gagnvart
heiminum og samspil dansaranna
er einstaklega fallegt. Mjúkar og
harðneskjulegar hreyfingar í senn
biðja um áttavita og takt í rýminu.
Við tekur hægt dansbrot þar sem
líkami dansarans minnir á lirfu í
Úr sýningu brasilfska dansflokksins Grupo Corpo. Saman sýna verkin breidd og færni
hópsins í heild sinni.
sjálfskapaðri fæðingu og tónlistin
slær í takt - við erum stödd í mögu-
legu upphafi. Dínamík hópsins
er sterk í gegnum verkið og tog-
streita nauðungar og frelsis verður
áberandi.
Staðsetning líkamsverunnar
Rýmið í verkinu er einfalt og
sviðsetningin skemmtileg með
strimlum sem mynda bogadreginn
ramma sem líkaminn hverfur inn
og út úr. Tónlistin er eftir Caetano
Veloso og José Miguel Wisnik. Með
tónlistinni verður til saga verksins
þar sem líkamsveran leitar að stað-
setningu innan og utan hjarðar-
innar. Onqotó er skapandi sýning
sem virkjar skynjun áhorfandans á
staðsetningu einstaklingsins í tíma
og rými. Hvert augnablik er fæðing
nýrrar skynjunar.
Soffía Bjamadóttir
Glatkistan
Jón Þór Pétursson
Endurfæðast til ljóssins
Fyrir nokkrum árum var ungur
stjórnmálamaður stöðvaður af lög-
reglu vegna meintrar ölvunar. Málið
olli fjaðrafoki og fjölmiðlar veltu sér
upp úr málinu. Að lokum neyddist
stjórnmálamaðurinn til þess að
koma fram í sjónvarpi og játa gjörðir
sínar fyrir framan íslensku þjóðina.
Þar játaði stjórnmálamaðurinn
að hann hefði ekið undir áhrifum
áfengis og þegar hann var spurður
hvort hann gæti dregið einhvern
lærdóm af þessari hegðun sinni þá
svaraði hann því til að hann vonað-
ist til þess að þetta yrði öðrum víti
til varnaðar! Persónulega iðrun
var hins vegar ekki að finna í máli
þingmannsins enda var prófkjörið
löngu liðið. Sigurður Kári Kristjáns-
son alþingismaður hefur örugglega
verið kallaður upp í Valhöll þegar
annað mál var tekið fyrir á löngum
fundi fyrir nokkrum kvöldum. Það
skiptir nefnilega máli að hafa vana
menn til staðar í neyðartilfellum.
Að iðrast
Það hefur væntanlega ekki farið
framhjá neinum að annar tiltölu-
lega ungur stjórnmálamaður hefur
nú verið gefið að sök að aka undir
áhrifum áfengis. Það er reyndar
ekki hægt að tala um „meinta“
ölvun lengur, hann er búinn að við-
urkenna brot sitt. Fyrir þá sem eru
ekki með málið á hraðbergi þá er
ég að tala um Eyþór Arnalds sem
hefur staðið í ströngu í kosninga-
baráttu í sveitarfélaginu Árborg
sem fyrsti maður á lista Sjálfstæð-
isflokksins þar í bæ. Eyþór keyrði
á staur, fékk kærustu sína til að
taka við stýrinu og saman stungu
þau af, en náðust á flótta í Ártúns-
brekkunni. Rétt eins og Sigurður
Kári hefur Eyþór þurft að útskýra
hegðun sína fyrir dómstólum göt-
unnar, í Kastljósi ríkissjónvarps-
ins. Þar mætti hann fullur iðrunar.
Ólíkt Sigurði Kára þá leitaði Eyþór
inn á við og taldi að þetta væri eitt-
hvað sem hann ætti að læra af. í
því sambandi voru nefndir áfengis-
ráðgjafar, gripið til yrðinga eins og
,mikil tímamót", „harmsaga" og
,fyrirgefning“, allt viðeigandi við
þessar óheppilegu aðstæður.
Aumingjagæska
Nú má spyrja hvernig Islendingar
taka svona leiksýningum en það er
einhver Séð og heyrt bragur á þessu
öllu. Við viljum opinskáa iðrun,
sannkallaða kviðristu í beinni þar
sem tilfinningargallinu er tappað
af líkamanum. Formúlan er ein-
föld, það hrasar einhver um lífsins
lystisemdir, sá einstaklingur iðrast í
botn og þjóðin brestur i grát yfir hug-
rekkinu að geta viðurkennt brot sitt.
Þarna var jú stjórnmálamaðurinn Ey-
þór Arnalds að sýna á sér mannlegu
hliðina og okkur líður vel yfir því
að fá staðfestingu á þvi að hann sé
bara sami auminginn og við öll hin.
Frægasta dæmið um hvernig þessi
formúla gekk upp var að finna í lífi
eins ástsælasta stjórnmálamanns 20.
aldar. Það sem átti hvað mestan þátt
í að skapa vinsældir Steingríms Her-
mannssonar á sínum tíma var þetta
mannlega, það að hann skar af sér
putta, nánast í beinni útsendingu,
og datt siðar í laxána sem hann var
að veiða i og auðvitað stóð ljósmynd-
ari á bakkanum og náði öllu á filmu.
Þjóðin elskaði aumingja Steingrím
því hann var eins og við, alltaf á
hausnum. Aumingjagæska þjóð-
arinnar var keyrð í botn - leiðtogi
varð til.
Eyþór Arnalds hefur iðrast af
heilum hug. Það er kosningabarátta
í gangi og nú ríður á að sýna hvaða
mann við sjálf höfum að geyma.
Kjósendur vilja einstaklinga sem
hafa gert mannleg mistök, iðrast
og vaxið fyrir vikið, fólk sem axlar
ábyrgð þegar á reynir. Ég sé fyrir
mér að kjósendur muni stökkva til
og flytja lögheimili sitt til Árborgar
á næstu dögum til þess eins að geta
greitt Eyþóri Arnalds atkvæði sitt í
komandi kosningum.
Nýr leiðtogi er fæddur!
SU DOKU talnaþrautir
Lausn siðustu gátu
7 9 4 8 1 2 6 3 5
2 1 6 3 5 9 4 7 8
3 5 8 6 4 7 9 1 2
8 6 7 2 3 5 1 4 9
9 3 5 1 6 4 2 8 7
1 4 2 9 7 8 3 5 6
4 8 3 5 9 6 7 2 1
5 7 9 4 2 1 8 6 3
6 2 1 7 8 3 5 9 4
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt i reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
i hverri linu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aöeins
nota einu sinni innan hvers
niu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
2 9 7 8
4 8 2 5
4
2 4 5
3 1 4 7
7 9 3 1 8
6 7 1 2
9 7 1
1 5 3
5UDOKUSHOP -IS ©6610015
Óvissuferdir - Starfsmannaferðir
Spennandi ferðirfyrir alla aldurshópa — sérsmíðnm ferðirfyrirþig
Skemmtiferðir með
önnum og
Að lifa aj i steoginum
Skemmtilegþrautakeppni intii í
Haukadalsskógijyrir alla aldurshópa.
Stokkseyraferð
Heimsókn í vitann, létt sprell,
Draugasetrið ogfi.
ÍSLAND-SÆKJUM ÞAÐ HF.IM
Gijömiimluf 'fyrflngjjon ehf'
Þór Vigfusson, Bjami
Harðarson og Sigurgeir
H Friðþjófsson
Draugaselrið
imiaðii
Sumaropnun: 13-21 alla daga
draugasetrid@draugasetrid.is www.draugasetrid.is