blaðið - 18.05.2006, Page 45
blaðið FIMMTUDAGUR 18. MA{ 2006
DAGSKRÁI 45
McCartney
og Mills skilja
Hjónin Paul McCartney og Heather
Mills hafa skilið. Þau segja sífelldan
átroðning í einkalíf sitt vera ástæð-
una fyrir skilnaðinum. í yfirlýs-
ingu sem þau gáfu frá sér segir að
sambandið hafi ekki getað þróast
eðlilega vegna stöðugs ágangs. Þrátt
fyrir skilnaðinn segja þau að þeim
þyki afar vænt um hvort annað.
McCartney og Mills giftu sig
árið 2002 og eignuðust dóttur-
ina Beatrice ári síðar en þau
hittust fyrst árið 1999. Eignir
McCartney eru metnar á 800
milljónir punda en Mills skrif-
aði ekki undir kaupmála á sín-
um tíma til þess að vernda auð-
æfi hans.
Paul McCartney og Heather Mills meðan allt lék
í lyndi.
„Efþú ert að drekka, ekki þá keyra, ekki
einu sinnipútta“
Dean Martin, bandarískur skemmtikraftur (1917-1995)
Pennan dag...
...árið 1897 kom út skáldsagan Drakúla eftir írska skáldið Bram Sto-
ker. Bókin hefur verið ein áhrifamesta skáldsaga allra tíma og erfitt að
koma höndum yfir allt það magn sem hefur verið ritað, kvikmyndað
eða hreinlega skapað í framhaldinu. Bókin sem kom út á Viktoríutím-
anum náði þó engum sérstökum vinsældum til að byrja með. Það var
fyrst með kvikmyndagerð 20. aldar sem Drakúla var fest í sessi sem
menningarfyrirbæri.
EITTHVAÐ FYRIR...
...söngvara
Sjónvarpið, 19.00 Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva
- Forkeppni
Bein útsending frá forkeppninni í
Aþenu þar sem Silvía Nótt syngur
lagið Congratulations. Áhorfendur
velja í símakosningu þau lög sem
komast í aðalkeppnina á laugardag.
Kynnir er Sigmar Guðmundsson.
.spæjara
Skjári, 22.00
C.S.I: Miami
Horatio Cane
fer fyrir hópi
réttarrann-
sóknarfólks
sem rannsakar snúin sakamál í
Miami. Þættirnir hafa vakið mikla
eftirtekt og eru systurþættir hinna
vinsælu CSI og CSI:NY. í hverjum
þætti rannsaka Horatio og félagar
eitt til tvö afar ógeðfelld mál sem
eru oftar en ekki byggð á raunveru-
legum sakamálum.
^ ...flakkara
NFS, 20.10 Þetta fólk
Nýr og óvenjulegur spjallþáttur í
umsjá Höllu Gunnarsdóttur blaða-
konu og heimshornaflakkara. I þætt-
inum tekur hún fyrir eitt land og
freistar þess að veita okkur innsýn
í framandi heim. Ekki hefur hún þó
sjálf í hyggju að uppfræða okkur ein
og óstudd - þótt margfróð sé og vel
sigld - heldur er meginmarkmiðið
að kalla til góða gesti sem hafa þekk-
ingu á viðkomandi landi og geta
frætt okkur sem heima sitjum um
menningu þess og sögu.
BERMEO
SVEFNSOFI
kr. 144.500 stgr.
140cm
’ ■ ■
Teíloir
Óhreinindavöm
Komdu í verslun
okkar að
Suðurlandsbraut
því sjón er sögu
ríkari.
Fjölbreytt úrval áklæða með
óhreinindavörn sem hægt er
að taka af og þvo.
LIIMAIM
H Ú S G Ö G N
SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100» www.linan.is