blaðið - 26.06.2006, Page 6
6 I FHÉTTIR
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 blaðið
Reuters
.Gervigleði?" Stuðningsmenn Argentínu fagna sigrinum yfir Mexíkó á laugardag.
Af gervifréttum
Óttar Guðmundsson skrifar frá Berlín.
Heimsmeist-
arakeppnin
í fótbolta er
dæmigerður
g e r v i v i ð -
burður. Þrjá-
tíuogtvær
þjóðir koma
saman í einn
mánuð fjórða ÓttarGuðmundsson
hvert ár og
leika sín á milli 64 knattspyrnu-
leiki. Þegar þessu er lokið stendur
ein þjóð uppi sem sigurvegari en
hinar fara allar missvekktar til
síns heima. Einu fréttirnar sem
skipta máli frá þessari keppni eru
sjálf úrslit leikjanna. Annað eru
algjör aukaatriði. Hér í Þýsklandi
eru þúsundir blaðamanna og ljós-
myndara hvaðanæva að ásamt alls
konar bloggurum og álitsgjöfum
sem skrifa um keppnina mörg
hunduð dálkakílómetra á hverjum
degi. Miklu skiptir því að finna sér
eitthvað bitastætt til að skrifa um.
Úrslitin ein nægja engan veginn
til að fylla hið endalausa rými fjöl-
miðla sem bíður eftir „fréttum“ af
keppninni.
A dögunum var þýska pressan
uppfull af frásögnum um ekvadó-
rískan galdrakarl og vúdú-snilling
sem kominn var til Berlínar til að
magna upp mjólkursýru og þreytu
í fætur þýsku leikmannanna.
Samkvæmt blöðunum var hann
ákaflega fær á sínu sviði og hafði
margsinnis tekist að breyta gangi
knattspyrnuleikja með fjölkynngi
sinni. Blöðin fundu eftir langa leit
þýskan galdrakarl sem þau fóru
með á leikvanginn til að yfirtr-
ompa galdur hins. Um þetta skrif-
uðu menn í fullri alvöru margar
og merkilegar greinar. Eftir leik-
inn sem Þjóðverjar unnu minntist
enginn á hvorugan galdrakarlinn
enda voru þeir einungis velkomið
uppfyllingarefni í daglega kálfa
blaðanna um keppnina. Nú er
sami galdrakarl orðinn fréttaefni
enskra blaða enda mun hann aftur
tekinn til við illa iðju sína.
Frú Davíð Beckman nýtur
óskiptrar athygli fjölmiðla sem
fylgjast með hverju fótmáli.
Myndir af frúnni í yfirgengilega
hallærislegum „hotpants" birtast
oft á dag. Pressan veltir sér uppúr
tilveru þessarar mjög svo óspenn-
andi og óþroskuðu konu sem er
alltaf á svipinn eins og táningur
á mótþróaskeiði. Þegar allt um
þrýtur fara menn að skrifa um
húðflúrin á Davíð sjálfum eða
bera saman kynþokkakvóta ein-
stakra leikmanna. Þjóðverjum
sjálfum finnst Ballack kynþokka-
fyllstur en áðurnefndur Davíð og
Svíinn Friðrik Ljungberg komast
líka á verðlaunapall. Auk þess
eru eiginkonur leikmanna bornar
saman eins og verðlaunahryssur
með myndum og nákvæmum
lýsingum.
Blöð um allan heim eru auk
þess í sálrænum hernaði gegn and-
stæðingum liðsins síns. Þýskir fjöl-
miðlar kölluðu sænska mótherja
sína „ruglaða elgi“ eða „ikea-spark-
ara“ og sögðu að þýska liðið yrði
að breyta þeim í mubblur (vermö-
beln mussen). Á sjálfum leiknum
kölluðu áhorfendur hæðnislega á
hina blágulu Svía: „Þið eruð ekk-
ert annað en húsgagnakaupmenn"
(Ihr seid ein Möbellieferant!).
Menn velta sér uppúr sálarstríði
þjálfara og leikmanna og hlakka
yfir óförum sumra og góðu gengi
annarra.
Þannig er haldið áfram dag eftir
dag meðan keppnin stendur yfir.
Tugir þúsunda hugsandi heila
á höttunum eftir smámunum
og hégóma sem á einhvern hátt
tengjast keppninni og gætu orðið
efni í blaðagrein eða frétt. Eftir 2
vikur eru þessu svo öllu lokið og
keppnin í öllum sínum mikilfeng-
leika gleymist fljótt eins og aðrir
gerviviðburðir. En það er gaman
að þessu meðan á stendur enda
veitir ekki af gerviatburðum og
gervistyrjöldum af þessu tagi til
að lífga uppá leiðindi nútímans.
Boöar þjóðarsátt
Forsætisráðherra íraks, Nouri Maliki, kynnti í gær áætlun sem á að
stuðla að stöðugleika. Hann býður uppreisnarmönnum sáttahönd.
Þingmenn hlusta á Nouri Maliki, forsætisráðherra (raks, í Bagdad í gær.
Nouri Maliki, forsætisráðherra Ir-
aks, kynnti í gær áætlun um þjóð-
arsátt í landinu. Áætlunin, sem er
í tuttugu og fjórum liðum, miðar
meðal annars að því að ná fram
sáttum milli stjórnvalda og upp-
reisnarmanna í landinu. Áætlunin
gerir ráð fyrir afvopnun uppreisnar-
hópa gegn sakaruppgjöf en Maliki,
sem kynnti tillöguna fyrir þinginu
í gær, tók jafnframt fram að þeir
uppreisnarmenn sem bera ábyrgð
á hryðjuverkum verði sóttir til
saka. Ennfremur hvatti forsætisráð-
herrann þingið til þess að koma sér
saman um tímaramma sem kveði
á um hvenær stjórnvöld muni taka
við allri öryggisgæslu í landinu.
Áætlunin er býsna víðtæk og nær
til ólíkra sviða. Efni hennar má lýsa
sem tilraun til þess að styrkja ríkis-
valdið í landinu og skapa sátt um
það meðal ólíkra trúarhópa. Einn
liðurinn í því er að bjóða ólíkum
hópum uppreisnarmanna þátttöku í
stjórnmálaferlinu í landinu. Áætlun
Malikis skilgreinirþó ekki nákvæm-
lega til hverra það boð nær.
Undanfarnar vikur hefur rík-
isstjórn íraks sleppt hundruðum
fanga úr haldi í viðleitni sinni til
að minnka spennuna á milli súnn-
íta og sjíta í landinu. Áætlunin
sem Maliki kynnti í gær er enn eitt
skrefið í þeirri viðleitni. Hún opnar
á þann möguleika að uppreisnar-
hópar leggi niður vopn og fái aðild
að hinu pólitíska ferli í landinu. Sam-
kvæmt áætlun Malikis verður stefna
stjórnvalda gagnvart meðlimum Ba-
ath-flokksins, flokki Sadams Hus-
seins fyrrum forseta landsins, end-
urskoðuð. Þeir hafa verið útlægir
úr íröskum stjórnmálum eftir að
ríkisstjórn Husseins féll í kjölfar inn-
rásar Bandaríkjamanna árið 2003.
Áætlun Malikis nær ekki til
hryðjuverkahópa sem tengdir eru
al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum
og annarra hreyfinga íslamista í
landinu. Ólíkt öðrum uppreisnar-
mönnum berjast þeir fyrir stofnun
íslamsks heimsveldis í Mið-Aust-
urlöndum. Sérfræðingar segja að
þessir hópar séu atkvæðamestir í
uppreisninni í landinu og þar af leið-
andi muni áætlun Malikis ekki skila
tilætluðum árangri.
Farnirað huga að
fækkun hersveita
Á sama tíma og Nouri Maliki kynnti
áætlun sína um þjóðarsátt í land-
inu berast þær fréttir að bandaríski
herinn sé nú þegar farinn að leggja
drög að fækkun í herafla sínum í
landinu. Samkvæmt bandaríska
blaðinu New York Times hefur verið
ákveðið að fækka í herliðinu um
helming fyrir lok næsta árs. Frétta-
stofan Associated Press hefur eftir
embættismönnum varnarmálaráðu-
neytisins að byrjað verði að kalla
hersveitir heim síðsumars eða í
haust. Það hefur verið yfirlýst stefna
núverandi stjórnar i Washington að
bandarískar hersveitir verði í land-
inu þangað til ríkisstjórn Iraks geti
ein og óstudd tryggt stöðugleika og
haldið uppreisnaröflum í landinu í
skefjum.
Reuters
ALLTOF MIKILL HITII | Það er ekki gaman að vera ísbjörn í dýragarðinum í
Moskvu í Rússlandi þegar heitt er í veðri. Þessi bjarndýr gerðu örvæntingarfulla
tilraun til að hvíla sig í skugganum í gær. Og ólíkt (slendingum geta þessir birnir
vart beðið eftir að veður taki að kólna á ný.
Flestir laxar
úr Norðurá
Samkvæmt veiðitölum frá því
í gær hafði alls 191 lax komið
upp úr Norðurá og hafði engin
á skilað fleiri löxum á land. Rétt
fyrir helgi hafði Blanda skilað
87 löxum og Þverá og Kjarrá í
Borgarfirði höfðu um helgina
skilað 63 löxum. Veiði er nú
hafin í flestum af þekktari lax-
veiðiám landsins, og ljóst að fjör-
ugir dagar eru framundan hjá
veiðimönnum.
Laxveiði ársins virðist annars
fara nokkuð misjafnlega af stað.
Á heimasíðu Stangaveiðifélags
Reykjavíkur sagði til að mynda
frá því í gær að opnunarhollið í
Grímsá í Borgarfirði hafi fengið
sextán laxa á þremur vöktum,
eftir að fyrsta vaktin í ánni hafi
ekki gefið neitt.
Á heimasíðu Lax-ár segir að
veiðin í Ytri Rangá hafi farið vel
af stað. Einn lax kom á land að
morgni laugardags á Klöppinni
fyrir neðan Ægissíðufoss og
munu fleiri hafa sloppið. Fiskur
virðist vera að ganga í ána og
þykir það óvenju snemmt. „Allt
er þetta rosalega jákvætt fyrir
framhaldið á tímabilinu," segir
á heimasíðu Lax-ár.
FYRIR KRÖFUHARÐA
NIKON Coolpix L2
6.0 milljón pixlar
3 x aðdráttur I linsu (38-116mm)
15 tökustiilingar
2.5" LCD skjár
Video upptaka með hijóði
23 MB innbyggt minni - hægt að
stækka með XD minniskorti
Aðeins 120 grömm án rafhlöðu
Notar AA rafhlöðu
Verð kr. 29.900
■JlllUJI.fflfffiM
8,1 milljón pixlar
VR linsa, alvðru hristivörn
3,5 x aðdráttur I linsu (36-126mm)
16 tökustillingar
2.5" LCD skjár
Video upptaka með hljóði
23 MB innbyggt minni
- hægt að stækka með XD minniskorti
Aðeins 170 g án rafhlöðu
Notar Lithium rafhlöðu
Verð kr. 49.900
8,0 milljón pixlar
Þráðlaus yfirfærsla á tölvu og prentara
3 x aðdráttalinsa (36-126mm)
4 x stafrænn aðdráttur
Ljósopf/27-5.2
Val á milli 19 program stillinga
Innbyggt flass með In Camera red-eye fix
2,5" LCD skjár (upplausn 110.000 punktar)
Quicktime videotaka
Innbyggt 32mbminni
Notar Li-ion rafhlöðu EN-EL8/180 myndir
Hleðslutæki, Þyngd 170 g
Verð kr. 34.900
Nikon
FÆST EINNIG
FRÍHÖFNINNI
BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS
SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 SMÁRAUND • Sími 530 2900 KEFLAVÍK • Sími 421 1535 AKUREYRI • Simi 461 5000 |
ORMSSON