blaðið - 07.07.2006, Síða 2

blaðið - 07.07.2006, Síða 2
2IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2006 blaAiA blaöiö_________ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Líkir aðgerðum ríkisstjórnar við frestun bíóferðar Kristján L. Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar, gefur litið fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagsmálum. „Rík- isstjórnin er að fresta vegafram- kvæmdum sem eru löngu tímabærar og til þess ætlaðar að byggja upp nú- tímalega vegi ásvæðumsem búa við verstu vegi lands- ins. Þetta eru frestanir upp á 1.300 millj- ónir og eru því smáaurar þegar litið er á málið í heild sinni. Þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar má líkja við að meðal vísitölufjölskylda á Islandi myndi sleppa bíóferð í vik- .unni,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns hefði náðst mun betri árangur í baráttunni við verð- bólgu ef ríkisstjórnin hefði farið að tillögum Samfylkingarinnar um að lækka tímabundið álögur ríkisins á eldsneyti og olíu. „Ég hygg að náist betri árangur í baráttunni við verð- bólgu í þessum mánuði vegna rign- ingarinnar í Reykjavík í júní. Sum- arútsölurnar munu þar með hefjast fyrr og munu hafa betri áhrif á vísi- tölu neysluverðs en frestun þessara ákveðnu vegaframkvæmda." Kristján L. Möller Dregur vagninn Þær Halldóra og Asgerður voru aldeilis ánægðar með lífið og tilveruna í gær þar sem þær sátu í þessum líka glæsilega fararskjóta. Það var síðan hún Kristín sem fórnaði sér fyrir liðið og sá um að draga vagninn. Leið fimm í frí Þar sem erfiðlega hefur gengið að fá afleysingarbílstjóra til starfa hjá Strætó yfir sumarleyf- istímann hefur verið ákveðið að akstur á leið S5 leggist niður í fjórar vikur frá og með næsta föstudegi. Meðan á þessu stendur vill Strætó benda viðskiptavinum sínum á að þeir geti notfært sér leið 18 (Hálsahverfi) og/eða leið 19 (Árbæjarhverfi - Seláshverfi). Þessar leiðir tengjast leið S6 í Ár- túni, en hún ekur sömu leið og S5 inn í miðborgina. { tilkynn- ingu frá Strætó bs í gær segir að á þessum árstíma verði ætíð nokkur fækkun farþega hjá Strætó vegna sumarleyfa. „Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á óþægindum vegna tímabundinna breytinga á akstri vagna umræddrar leiðar. Við vonumst eftir því að okkar góðu viðskiptavinir skilji nauð- syn þessara aðgerða,“ er enn- fremur haft eftir Ásgeiri Eiríks- syni, framkvæmdastjóri Strætó bs í umræddri tilkynningu. Sumir þeirra sem mótmæltu í fyrra hafa þegar skilaö sér aftur til landsins Fulltrúar Landsvirkjunar og Alcoa-Fjarðaráls búast við hundruð mótmælenda, en gera ráð fyrir friðsömum mótmælum í fjölskyldubúðum íslandsvina í lok mánaðarins. Eftir Atla (sleifsson Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið eigi von á friðsömum mótmælum við Kárahnjúka í lok mánaðarins. Hann segir að fyrir- tækið hafi í tvígang átt fund með fulltrúum íslandsvina, Alcoa, Lands- nets, sýslumannsins á Seyðisfirði og lögreglunnar á Egilsstöðum um fyrirhuguð mótmæli Islandsvina. „Landsvirkjun telur ekkert athuga- vert við það að fólk láti í ljós skoð- anir sínar, svo fremi sem farið sé að reglum og Iögum.“ Islandsvinirmunustandafyrirfjöl- skyldubúðum á Kárahnjúkasvæðinu dagana 21.-31. júlí næstkomandi. Að sögn talsmanna Islandsvina verða þetta friðsamleg mótmæli þar sem á að mótmæla stóriðjustefnu stjórn- valda og þeim náttúruspjöllum sem fylgir henni. Þar verður meðal annars boðið upp á gönguferðir um svæðið sem verður lagt undir fyrir- hugað Hálslón. Þorsteinn segir að einnig hafi verið rætt um að aðilar, ótengdir Islandsvinum, gætu hugsanlega mætt á svæðið. „Við gerum okkur grein fyrir að við verðum að hafa varann á, því hundruð mótmæl- enda gætu komið hingað til lands í sumar. Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Saving Iceland, til að sjá að mikið er gert til að fá er- lenda mótmælendur til landsins.“ Þorsteinn Hilmarsson Koma með Norrænu Fjöldi mótmælenda lögðu leið sína á Kárahnjúkasvæðið síðasta sumar. „I fyrra var talsvert um að mótmæl- endur fóru inn á framkvæmda- svæðið í leyfisleysi og urðu þar skemmdir. Þeir hlekkjuðu sig sumir við bíla og klifruðu upp í krana. Full ástæða er til að taka slíkt alvar- lega,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egils- stöðum hafa nokkrir þeirra erlendu einstaklinga sem lögreglan hafði af- skipti af í fyrra þegar skilað sér til landsins í siðustu ferðum Norrænu. „Sameiginlegt markmið allra Erna indriðadóttir hlýtur að vera aðenginnmeið- ist. Ef eitthvað er um brögð að fólk sé að setja sjálfa sig og aðra í hættu þá þurfum við að tryggja að ekki verði neinn skaði af því. Svo er það að sjálfsögðu í verkahring lögreglu að ekki séu brotin landslög á svæð- inu,“ segir Þorsteinn og bætir við að Landsvirkjun reikni með sambæri- legum viðbúnaði og í fyrra. Að sögn Þorsteins verður Lands- virkjun og aðrir aðilar að binda þannig um hnútana að ljóst er hvar mótmælendur megi vera og hvar ekki. „Við verðum að sjá til þess að svæðið sé vel merkt þannig að mót- mælendur fari ekki inn á lokuð svæði í aðgæslu. Landsvirkjun virðir rétt fólks til að láta í ljós skoðanir sínar. Við viljum að fólk fái sem bestan vett- vang til þess, innan þeirra marka að þeir séu ekki að brjóta lög eða valdi hættu eða slysum á fólki.“ Mótmæli fullkomlega eðlileg Erna Indriðadóttir, upplýsingafull- trúi Alcoa-Fjarðaráls, tekur undir orð Þorsteins og segist eiga von á miklum fjölda fólks í lok mánað- arins. „Við gerum ráð fyrir fleiri hundruð mótmælendum. Við teljum það fullkomlega eðlilegt að fólk í lýð- ræðisþjóðfélagi mótmæli því sem það er andvígt. Fulltrúar okkar hafa rætt við þá sem standa að skipulagn- ingu búðanna og ekkert bendir til annars en að þessi mótmæli verði friðsamleg," segir Erna. Að sögn Ernu mun Alcoa-Fjarð- arál hins vegar ekki líða það að ör- yggi starfsmanna og mótmælenda verði teflt í tvísýnu. „Ljóst er að á því svæði sem er verið að byggja ál- verið eru umsvif framkvæmdanna mun meiri og fleiri að vinna, sam- anborið við sama tíma í fyrra. Því getur reynst stórhættulegt að fara inná lokuð svæði í leyfisleysi. Okkur ber skylda til að vernda öryggi starfs- manna og mótmælenda,“ segir Erna að lokum. atlii@bladid.net ENDURANCE TORFÆRUKEPPNI Tómstundahúsins í fjarstýrðum bílum verður haldið sunnudaginn 9. júlí við athafnasvæði Gæðamoldar í Gufunesi, Grafarvogi. Keppt verður í Monster-trukka flokki og Opnum flokki. Skráning keppenda er á staðnum frá 10:30-11:30. Keppni hefst kl. 12:00. Upplýsingar um mótið er í Tómstundahúsinu. Tómstundahúsið • Nethyi 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid.is O Heiðskirt Léttskýjað Skýjað Alskýiaðv)-- Rignlng. litilsháttai Rigning^ Snjókoma Slydda Snjóél Mjyíti’ Algarve 24 Amsterdam 22 Barcelona 26 Berlín 31 Chicago 18 Dublin 18 Frankfurt 26 Giasgow 18 Harnborg 26 Helsinki 26 Kaupmannahöfn 27 London 23 Madrid 30 Mallorka 30 Montreal 17 New York 21 Orlando 25 Osió 26 Paris 23 Stokkhólmur 29 Vín 27 Þórshöfn 13 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.