blaðið - 07.07.2006, Side 5

blaðið - 07.07.2006, Side 5
blaöið FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2006 FRÉTTIR I 5 Idol-dómari dæmir rokkstjörnu Sigríður Beinteinsdóttir, Idol-dómari, segir að Magni megi fara í meira leður og sýna húðflúrin. Hún segir Magna hafa sýnt á sér nýja hlið og komið á óvart sem ofurrokkari. EftirVal Grettisson Idol dómarinn Sigga Beinteins segir að Guðmundur Magni Ás- geirsson hafi staðið sig frábærlega í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur var á mið- vikudagskvöldið í beinni útsend- ingu á SkjáEinum. Magni komst í 16 manna lokahóp keppenda sem reynir að komast að sem söngvari í nýju ofurhljómsveitinni Supernova, sem meðal annars er skipuð rokkar- anum fræga, Tommy Lee. „Hann stóð sig æðislega og gerði þetta með mikilli prýði,“ segir Sigga sem sjálf er ekki ókunnug raunveru- leikasjónvarpi sem snýst um tónlist, því hún er einn af fjórum dómurum í Idol stjörnuleitinni. Hún segir að í þættinum hafi Magni sýnt á sér nýja hlið sem land- inn hafi ekki áður séð. Hún segir að hann hafi átt vel heima þarna og verið betri en margur annar sem hann keppti við. „Þetta snýst um að vera með „at- titude“,“ segir Sigga um sviðsfram- komu Magna en hún var með líf- legra móti. Hún segir hann hafa fengið salinn með sér og allir hafi tekið vel undir rokkið. Sigga segir að lagavalið hafi verið mjög sniðugt hjá honum því lagið sé einfalt og auðvelt að muna. Slíkt geti skipt sköpum í þáttum þar sem not- ast er við símakosningu til þess að velja fólk úr þáttunum. „Ég hefði verið til í að sjá meira leður og tattú,“ segir Sigga aðspurð um klæðnaðinn en slíkt getur haft mikil áhrif á þá sem heima sitja. Það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort Magni kornist áfram í næsta þátt. Sigga segir ómögulegt að segja til um hvort hann detti út eða ekki, en að henni hafi sýnst sem að dómurunum hafi líkað við Magna og söng hans. Þeir gagnrýndu hann lítið segir Sigga og voru ólmari í að heyra íslensku en að finna eitthvað að honum. valur@bladid.net Skiptar skoðanir um frammi- stöðu Magna Finna má á heimasíðu Rockstar: Supernova þáttarins spjallborð þar sem keppendur eru dæmdir af áhorfendum og áhugamönnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Magna í þættinum en í kvöld kemur í ljós hvort hann dettur út eða ekki. Clerkyo7 segir á spjallborðinu að Magni hafi ekki heillað hann. Hann segir að Magna hafi frekar likað athyglin en að einbeitti sér ekki að því að syngja lagið almennilega. Svo segir Clerkyo7 að lokum að Magni eigi bara að fara aftur til íslands. Goober448 var öllu harðorðari og spurði hvort íslendingar væru ekki að grínast í sér. Hann segir að Magni hafi verið hrikalegur og segir hann dæmigerðan íslending en þeir munu að hans viti ekki kunna að dansa og eru gerilsneyddir svoköll- uðu „soul.“ Goober448 segir að Magni hafi engan persónuleika og sé því að reyna að hagnast á því einu að vera frá íslandi. Segir Goober448 í lokin að ísland hafi hætt að vera svalt fyrir löngu og þyki honum leitt að framleiðendur þáttarins séu ekki enn búnir að átta sig á þeirri staðreynd. Ekki voru allir svo harðorðir því rockgirl sagði orðrétt um Magna í lauslegri þýðingu: „hann er mjög sætur gæi.“ Þá er bara að sjá hvort Magni hafi heillað bandarísku þjóðina því í kvöld kemur í ljós hver dettur út. Vextir Seðlabanka komnir í 13 prósent Seðlabanki Islands tilkynnti í gær, að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,75 prósentur eða í 13% frá og með þriðjudeginum 11. júlí. Daglána- vextir og vextir af hundnum inn- stæðum verða hækkaðir sama dag um 0,5 prósentur en aðrir vextir um 0,75 prósentur. Stýrivextir Seðla- bankans hafa ekki verið jafn háir í meira en áratug. Seðlabankinn hækkaði síðast vexti sina þann 18. maí sl. um 0,75 prósentur í 12,25%. Þetta er fimmtánda vaxtahækkun Seðlabankans frá því í maí 2004 en hann hefur alls hækkað vexti um 3,5 prósentustig frá þvi í september á síðasta ári. Bankastjórn Seðlabankans hefur jafnframt ákveðið að meta þörf fyrir frekara aðhald um miðjan ágúst n.k. og að birta tilkynningu um stýri- vexti að morgni 16. ágúst. Bankarnir sigla í kjölfarið Greiningardeildir bankanna höfðu áður gert ráð fyrir að Seðlabank- inn myndi hækka vexti um 50-75 punkta. Viðskiptabankarnir, Landsbank- inn, KB banki og Glitnir, sigldu í kjölfar Seðlabankans og hækkuðu vexti sína. Greiningardeild Landsbankans tekur í sama streng, en segir að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá Seðlabankanum. Hann verði að vera ákveðinn, því verðbólga nálg- ist óðfluga 9% og það sé lykilatriði að ná verðbólguvæntingum niður. Hækkunin sé auk þess þörf ábend- ing til stjórnvalda um að standa sig í hagstjórninni. Mikilvægt sé að ríki og sveitarfélög beiti sér fyrir því að draga úr innlendri eftirspurn og þar með verðbólguþrýstingi. Bjóðum þessar heimsþekktu þýsku kamínur í mörgum stærðum og gerðum á hreint frábæru verði! ORMSSON | SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 | SMÁRALIND • Sími 530 2900 | | AKUREYRI Sími 461 5000 | Sjó nánor: www.ormsson.is j mmm. DEKOR RAMME HVID EG/2000 ORMSSON 50FTLUD/KH AEG Kr. 254.267. I •»£§ 3 sýningarsalir: Smáralind, Akureyri og Selfoss HEIMILISTÆKIÁ TILBOÐSVERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU »SETTU ÞAÐ SAMAN" INNRÉTTINGAR Kr. 177.655.- ULAÐVtRSlA FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT OG TILÁ LAGER -NÚNA SETTU ÞAÐ SAMAN M! wm

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.