blaðið - 07.07.2006, Síða 8

blaðið - 07.07.2006, Síða 8
-Á grillið í örfáar mínútur og maturinn er til! ■■■ m neuiei Morgunsopinn Þriggja mánaða gamall Síberíutígur fær mjólk að drekka hjá starfsmanni dýragarðs í Hailin í Kína. Um tvö hundruð og fimmtíu tígrar eru I garðinum og segja starfsmenn hans að þar sé að finna fjölmennasta griðland Síberíutígra í heiminum. Síberíutígurinn er stærsta og öflugusta kattardýr heims og getur fullvaxinn kisi náð 350 kílóa þyngd og fjögurra metra lengd. Stuðningsmenn Calderon fagna sigri en Obrador ætlar að kæra úrslitin Obrador ætl- ar að kæra Svo virðist sem íhaldsmaður- inn Felipe Calderon hafi borið sigur úr býtum í forsetakosn- ingunum í Mexíkó sem fóru fram á sunnudag. Þegar búið var að telja um 99.2% greiddra atkvæða í gær hafði Calderon fengið 35.77% atkvæða á meðan að andstæðingur hans, Andres Manuel Lopez Obrador, hafði fengið 35.42% atkvæða. Aðeins um 150 þúsund atkvæði skilja þá að en ríflega fjörtíu millj- ónir manna nýttu kosningarétt sinn. I gær hvatti Obrador stuðn- ingsmenn sína til þess að mót- mæla þessari niðurstöðu í mið- borg Mexíkóborgar um helgina. Hann segir yfirvöld hafa rænt hann sigrinum og að hann ætli að kæra úrslit kosninganna. Óttast er að mótmælin geti orðið til þess að upp úr sjóði milli stuðningsmanna Obrador annars vegar og Calderon hins vegar. Eftir að talningu lýkur er mögulegt að kæra úrslit kosn- inganna til dómstóla en lög kveða á um að endanleg niður- staðaverðuraðliggjafyrirþann 6. september næstkomandi. Blóðug hvalaskoöun Um áttatíu ferðamenn sem fóru í hvaia- skoðun i Noregi í vikunni fengu að sjá mun meira en þeir flestir kærðu sig um. Þegar báturinn með ferðamönnunum var kominn á hvalaslóð vildi ekki betur til en svo að sjómenn um borð í hvalveiðibát skutu einn af hvölunum sem ferðamennimir voru að dást að. Skipstjóri hvalaskoðunaibátins vildi forða ferðamönnunum írá því að sjá aðförina að dýrinu og stímdi burt. En á leiðinni í burtu sigldi hann ffamhjá bát sem var að hifá dauðan hval upp á dekk og vakti sú sjón enn minni hrifningu hjá ferðamönnunum. 1 viðtali við norska blaðið Andöya- posten segir Geir Maan, skipstjóri hvala- askoðunarbátsins Reine, að það sé afar óheppilegt að hvalveiðisjó- menn stundi veiðar svona ná- laagt hvalaskoð- unarslóðum. Ennffemursegirskipstjór- inn að mörgum ferðamannanna hafi orðið ansi bylt við að upplifa aðförina að dýrunum. Talsmaður hvafveiðimanna, Jan Kristiansen, sagði í viðtali við sama blað að sjómennimir hafi eingöngu verið að notfæra sér aðstæður. Veðrið hafi verið gott á slóðinni sem hvalaskoð- unarskipið var og mikið um hval hefði veriðásvæðinu. Eldur í áhalda- geymslu mbl.is | Eldur kviknaði skömmu eftir klukkan fjögur í gær í áhaldageymslu Akranes- bæjar. Samkvæmt lögreglunni á Akranesi voru önnur hús ekki í hættu en nokkuð mikill eldur var í húsinu og mikill elds- matur þar, meðal annars elds- neyti á sláttuvélar. Slökkviliðið náði á skömmum tíma að ráða niðurlögum eldsins, en enn er ekki vitað með vissu hve miklar skemmdir urðu. Brandarakarl- ar handteknir Lögreglan í Berlín f Þýskalandi hefur handtekið tvo menn sem eru grunaðir um að hafa tjóðrað fótbolta, sem þeir höfðu fyllt með steinsteypu, við ljósa- staura, tré og handrið víðs vegar um borgina og settu upp skilti við hlið þeirra sem á stóð: Getur þú sparkað boltanum? Vitað er um tvo ferðamenn í borginni sem tóku áskoruninni með þeim afleiðingum að þeir mörð- ust illa á rist.Lögregluyfirvöld fundu verkstæði í íbúð tveggja manna á þrítugsaldri þar sem voru tæki og tól til þess að fylla fótbolta með steinsteypu. Að sögn lögreglu verða mennirnir kærðir fyrir að valda meiðslum á vegfarendum og hættulegum umferðartöfum. 8IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2006 blaðiö Sammála um fordæmingu en ekki um aðgerðir Japanir, Bandaríkjamenn og Bretar vilja að öryggisráðið grípi til þvingunaraðgerða vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Norður-kóreskur fréttamaður sagði áhorfendum í fyrsta sinn frá eldflaugatilraunum stjórnvalda f gær. verjar óttast að tilraunir Norður-Kór- eumanna til þróunar gerðeyðinga- vopna og langdrægra eldflauga geti orðið til þess að vopnakapphlaup hefjist í Asíu en þeir eru ekki reiðu- búnir til þess að láta af efnahagsað- stoð við stjórnvöld í Pjongjang þar sem að það gæti flýtt fyrir hruni landsins og leitt til flóðs flótta- manna yfir kínversku landamærin. Talið er líklegt að Kínverjar leggi áherslu á að hinar svokaölluðu sex- ríkja viðræður hefjist á ný. í þeim taka bæði ríkin á Kóreuskaga þátt ásamt Kínverjum, Rússum, Jap- önum og Bandaríkjamönnum. Enn- fremur munu Kínverjar mælast til þess að Bandaríkin og Norður-Kór- eumenn hefji tvihliða viðræður, en það er ein af megin kröfum stjórn- valda í Pjongjang. Fram til þessa hafa stjórnvöld í Washington ekki haft áhuga á slíkum viðræðum og stjórnmálaskýrendur telja enn minni líkur á stefnubreytingu í þeim efnum nú en áður. Á meðan að öryggisráðið fund- aði um málið í gær lýstu yfirvöld í Norður-Kóreu því yfir að þau hyggð- ust halda áfram tilraunaskotum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu sögðu frá því í gær að Norður-Kóreumenn hefðu komið þremur eða fjórum eld- flaugum fyrir á skotpöllum en ólík- legt þykir að þær flaugar séu lang- drægar. Stjórnvöld hótuðu einnig að bregðast við af hörku ef alþjóða- samfélagið grípur til viðskiptaþving- anna gegn þeim. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt í gær áfram að funda um eldflaugatilraunir Norður-Kóreu- manna aðfararnótt miðvikudags. Þrátt fyrir að flest ríki heimsins fordæmi tilraunirnar eru skiptar skoðanir meðal stórveldanna um hvernig bregðast eigi við þeim. Á sama tíma og stórveldin ráða ráðum sínum hóta Norður-Kóreumenn fleiri tilraunaskotum. Japanir hafa, með stuðningi Bandaríkjamanna og Breta, lagt fram ályktun sem myndi takmarka verulega möguleika Norður-Kóreu- manna til þess að eiga í milliríkja- viðskiptum. Tillagan er sett fram með það að markmiði að refsa stjórnvöldum í Pjongjang fyrir eld- flaugatilraunirnar og til þess að hamla áframhaldandi þróun á gerð- eyðingarvopnum og eldflaugum. Þrátt fyrir að bandarískir embættis- menn hafi lagt hart að Kínverjum og Rússum að styðja tillögu Japana í öryggisráðinu er talið líklegt að þeir kjósi frekar að öryggisráðið samþykki almenna ályktun gegn eldflaugaskotunum sem felur ekki í sér hótun um efnahagsþvinganir. Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu lýstu því einnig yfir að þau teldu að halda ætti áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreumenn til þess að fá þá til þess að láta af þróun gereyðingar- vopna og eldflauga. I ljósi þessa þykir líklegt að örygg- isráðið muni ekki reynast frjór vett- vangur fyrir þá sem vilja reka harð- ari stefnu gagnvart stjórnvöldum í Pjongjang. Flókin staða Kínverja Staða stjórnvalda í Peking í málinu er býsna flókin. Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreumanna og stjórnvöld í Pjongjang eru háð innfluttum mat og eldsneyti frá Kína. Þrátt fyrir það urðu þau ekki við ítrekuðum tilmælum Kínverja um að hætta við tilraunaskotin. Kín- ýr/f/x/O’nf crtf tJOTT' Fullelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, (ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.