blaðið - 07.07.2006, Side 13

blaðið - 07.07.2006, Side 13
blaðið FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2006 VEIÐI I 21 Samkeppni um bestu veiðimyndirnar árið 2006 \r.-etfíST Mynd/HeimirÓskarsson Tungulækur í Landbroti á upptök sín f Eldhrauni Stangaveiðivefurinn wwvv.vofHog- veidi.is og Hans Petersen hf. hafa hleypt af stokkunum samkeppni um bestu stangaveiðimyndirnar árið 2006. Stangaveiðivertíðin er nú hafin og fjölmargir stangaveiðimenn hafa myndavélina í farteskinu. Margir luma á frambærilegum myndum sem margir hafa eflaust áhuga á að sjá. Keppnin um bestu veiðimynd- irnar 2006, er sem sagt hafin. Keppt er í tveimur ílokkum, flokki stemningsmynda og fjölskylduflokki. Þá er það veiðimannanna sjálfra að meta hvað felst í flokkuninni. í til- kynningu segir að það muni vonandi verða til þess að auka fjölbreytni. Vertiðin hefur nú staðið yfir um hríð og henni lýkur er síðustu sjó- birtingsám verður lokað í kringum 20. október. Þannig verður tekið við myndum út þann mánuð. Innsendar myndir þurfa að vera frá vertíðinni 2006. f lok október mun dómnefnd skipuð atvinnumönnum setjast að störfum og verður kjörinu lýst í nóvember. Það sem þátttakendur þurfa að ~ gera er að senda myndir sínar í staf- rænu formi á netfangið ritstjorn@ votnogveidi.is og láta fylgja ein- hverjar upplýsingar um myndina, stað, stund, nöfn (ef þurfa þykir) auk þess fullt nafn, netfang og síma- númer ljósmyndara. Innsendar myndir verða allan tim- ann sýnilegar á www.votnogveidi.is í sérstöku opnu myndasafni. Þegar verðlaunamyndirnar verða kjörnar verður kjörinu lýst rækilega Það er eftir töluverðu að slægjast. Verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar í hvorum flokki verða vegleg, meðal annars veiðileyfi stíluð á árið 2007 í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Leirdúfuskotfimi vinnur á hjá Íslendingum Áður veiddu menn sér til matar en nú er svo komið að veiðimennska er sport fremur en nauðsyn. Eitt af því sem hefur vaxið í vinsældum að undanförnu er leirdúfuskotfimi en til þess að geta stundað hana þarf að hafa aðgang að góðu skotsvæði. Skotveiðifélagið Skotreyn er þessa dagana að leggja lokahönd á nýtt æf- ingasvæði sem mun opna í þessum mánuði. „Við vorum með skotæfingasvæði í Miðmundardal fyrir ofan Graf- arholtið en þurftum að fara af því svæði. Þá fengum við í staðinn út- hlutað svæði á Álfsnesinu og höfum verið að byggja það upp. Það eru þá aðallega félagsmenn Skotreynar sem hafa staðið að uppbyggingunni en þeir eru 150 talsins," segir Þórir Sigurðsson, formaður Skotreynar. Allir geta keypt sér aðgang Það eru ekki mörg skotæfingasvæði á höfuðborgarsvæðinu og hefur að- staða Skotreynar í Miðmundardal verið vel nýtt. „Það er reyndar bara opið fjögur kvöld i viku en það hefur verið brjálað að gera þegar það hefur verið opið. Það hefur reyndar ekkert opnað á þessu ári vegna þess að við höfum verið að standsetja svæðið. Þetta er þá bæði fyrir félagsmenn og alla áhugamenn um leirdúfuskytt- erí. Fólk þarf ekki að vera í neinu skotveiðifélagi til þess að vera hjá okkur. Fólk þarf bara að vera með byssuleyfi og þá getur það komið og keypt sér aðgang. Ef menn eru í skotveiðifélagi þá kostar 500 krónur fyrir hringinn en þeir sem eru utan félaga borga 800 krónur fyrir hringinn. Það eru þá 25 leirdúfur í hverjum hring en þeim er skotið úr turnum,“ segir Þórir. Ekki er hægt að æfa sig á kyrr- stæðum skotmörkum og svæðið því einungis hugsað sem leirdúfusvæði en það er eitt af þremur slíkum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. „Það er skotæfingavöllur í Hafnar- firðiþar sem Skotfélag Hafnarfjarðar er með og svo er verið að byggja upp svæði við hliðina á okkur þar sem Skotfélag Reykjavíkur er með aðstöðu. Skotfélag Reykjavíkur er íþróttafélag og hefur verið að keppa í þessu en svæðið hjá okkur er frekar hugsað til æfinga og til gamans. Að sjálfsögðu höfum við líka verið að keppa en ekki á íslandsmeistara- móti eða neinu slíku,“ segir Þórir. Að sögn Þóris er leirdúfuskotfimi mjög vinsæl íþróttagrein og hefur farið vaxandi á undanförnum miss- erum. „Til þess að takaþátt i leirdúfu- skotfimikeppnum þarf að vera með- limur i skotklúbbi og fólki er raðað niður í styrkleikaflokka. Slíkar keppnir eru þá á sérstökum völlum sem verður við hliðina á okkur á Álfsnesinu, í Hafnarfirði, Þorláks- höfn og í Keflavík. Það er þá miklu meiri áhugi fyrir leirdúfuskytteríi en var. Aftur á móti er þetta sérstök tegund af leirdúfuskytteríi sem við erum í en vellir eins og við erum með eru kallaðir „sporting" vellir. Það er sem sagt ákveðin tegund af leirdúfuvöllum sem ekki er keppt í hérna. Svo erum við með tvo velli í viðbót og er einn þeirra kallaður „skurður“ en það er nokkurs konar eftirlíking af gæsaskytteríi," segir Þórir. Það er kostnaðarsamt að leggjast í framkvæmdir á borð við þær sem eru 1 gangi á Álfsnesinu en með- limir Skotreynar hafa borið mesta þungann af fjármögnuninni. „Við höfum fengið smá styrk frá borg- inni upp á tvær milljónir fyrir einu ári síðan og svo fengum við loforð núna fyrir styrkjum á næsta og þar næsta ári fyrir öðru eins. Það eru einu styrkirnir sem við höfum fengið. Húsið sem við erum að reisa kostar í kringum átta milljónir og síðan rísa skúrar auk skotturnanna. Þetta hleypur á þó nokkrum millj- ónum. Þetta er 80 fermetia hús og við höfum byggt upp á nýtt alla að- stöðu,“ segir Þórir. Þórir segir þá að Skotreyn hafi í hyggju að halda námskeið þar sem áhugasömum verður kennt hvernig eigi að ná betri tökum á leirdúfuskot- fimi en félagið hefur ekki verið með svona námskeið áður. 6 nef Hafíð samband í síma 820 2200 eða heimsækið vefsíðu okkar og pantið veiðileyfi og veiðihús á þessum fallega stað. Reynisvatn er mjög vinsælt hjá veiðimönnum enda nóg af fiski í vatninu og sjaldgæft að fólk fari tómhent heim. í vatninu er aöallega regnbogasilungur en einnig bleikja. Hægt er að leigja stangir og báta og er aðstaðan tilvalin fyrir starfsmannahópa sem og veislur af ýmsu tagi. Á staðnum er veitingasala, fjöldi grilla, innisalur og útipallar. 561 0752 og 693 7101 fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Ut er komið 4. bindi Stangaveiðihandbókarinnar! Með útgáfu þessa síðasta bindis um Austurland má segja að hringnum í umfjöllun um veiðisvæði landsins sé lokað. í fyrri þremur bindunum er fjallað um veiðimöguleika á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum og á Norðurlandi og alls nær umfjöllunin til tæplega 2000 veiðisvæða. Ómissandi uppfiettirit um veiðiár og vötn á ísiandi www.stangaveidi.is - pantanir@stangaveidi.is Sími 566 7288 & 822 2460 Fæst í bókaverslunum, veiðivöruverslunum j og á Essó-s'töðvum^éiP

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.