blaðið


blaðið - 07.07.2006, Qupperneq 15

blaðið - 07.07.2006, Qupperneq 15
blaðið FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2006 ÍÞRÓTTIR I 23 Hæstánægður með baulið Það heldur áfram að rigna upp í nefið á portúgalska ungstirninu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo segist ekki hafa kippt sér upp við að púað hafi verið á hann í leik Portúgals og Frakk- lands í undanúrslitunum á mið- vikudag, heldur hafi hann þvert á móti verið hæstánægður með það. Ronaldo fékk vægast sagt slæmar viðtökur frá áhorfendum og má telja víst að það hafi verið vegna fram- göngu hans við brottrekstur Wayne Rooney í fjórðungsúrslitunum. „Ég var ánægður með að áhorfendurnir bauluðu á mig. Frönsku áhorfend- urnir voru örugglega bara hræddir við að sjá svona hættulegan leik- mann,“ sagði Ronaldo kokhraustur við fjölmiðla. Ósanngjörn dómgæsla Hann sagðist hins vegar hafa verið allt annað en sáttur við dómara leiks- ins, Jorge Larrionda frá Orugvæ. „Við lékum vel en dómarinn var svo sannarlega ekki að hjálpa okkur. Það gátu allir séð að dómgæslan var ekki hlutlaus. Frakkar hefðu átt að fá fjöl- margar áminningar en hann spjal- daði þá ekki af því að Portúgal er lítil þjóð. Við þurfum bara að halda áfram af sama krafti og þá verðum við stórþjóð," sagði Ronaldo. Zinedine Zidane skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 33. mínútu og þótti Ronaldo vítaspyrnu- dómurinn gruggugur. Erum engu síðri Ronaldo kvaðst ánægður með frammistöðu sinna manna á HM þrátt fyrir að þeir hefðu fallið úr leik. „Við Portúgalar sýndum að við getum leikið mjög góða knattspyrnu. Frakkar voru ekkert betri en við. Það var bara vítaspyrnan sem skildi liðin að,“ sagði Ronaldo og bætti við að honum þætti afar sárt að hafa ekki komist í úrslitin þar sem liðið hefði átt það skilið. „Það fór þó sem fór og því getum við ekki annað en óskað Frökkum til hamingju með sigurinn. Nú stefnum við bara á að taka bronsið," sagði Ronaldo, en Portúgalar mæta Þjóðverjum í leiknum um þriðja sætið í Stuttgart á laugardag. Elskaður og hataður. Cristiano Ronaldo t góðum gír með krökkum á æfingu portúgalska landsliðsins. Alves í leik með Sevilla. Alvesþráir Liverpool Daniel Alves, leikmaður Sevilla, segist enn vonast til að ganga til liðs við Liverpool fyrir næsta tímabil þrátt fyrir að spænska félagið vilji ekki sleppa honum lausum. Liverpool hefur elst við Brasilíumanninn í langan tíma en Sevilla hefur ítrekað hafnað tilboðum í hann og segist ekki vilja selja hann fyrir minna en 10 milljónir punda. Ensku bik- armeistararnir vilja hins vegar ekki greiða svo háa upphæð. Jose Rodriguez Baster, um- boðsmaður Alves, segir að hjarta skjólstæðings síns segi Li- verpool og ekkert annað. „Það er vissulega rétt að það hefur verið erfitt að ná samningum milli liðanna. Þetta snýst allt um málamiðlanir og vonandi náum við lendingu á næstu dögum,“ sagði Baster. „Daniel vill helst af öllu fara til Li- verpool, þrátt fyrir að fjölmörg spennandi félög séu á eftir honum. Hann vill líka leika á Englandi þannig að við munum gera allt til að láta þetta ganga eftir.“ Horacio Elizondo gefur Wayne Rooney rauða spjaldið við Iftinn fögnuð Englendinga. Elizondo dæmir úrslitaleikinn Argentínumaðurinn Horacio Eliz- ondo hefur verið valinn til þess að dæma úrslitaleik HM milli Frakk- lands og Italíu. Elizondo er dómar- inn sem dæmdi leik Englands og Portúgals í fjórðungsúrslitum og gaf Wayne Rooney umdeilt rautt spjald fyrir að traðka á Portúgalanum Ri- cardo Carvalho. Fjölmargir voru ósáttir við frammistöðu Elizondos í leiknum og gagnrýndu hann fyrir að sjá ekki í gegnum meintan leikaraskap Portúgala. Kemur því nokkuð á óvart að Horacio hafi verið valinn til að dæma úrslitaleikinn en Þjóð- verinn Markus Merk og Slóvakinn Lubos Michel þóttu fyrirfram líkleg- astir til að hljóta þann heiður. Elizondo er 42 ára gamall og starfaði áður sem íþróttakennari í heimalandi sínu en hefur verið at- vinnudómari frá árinu 1994. Landar hans, Dario Garcia og Rodolfo Otero, verða Unuverðir í leiknum. Japan- inn Toru Kamikawa hefur svo verið valinn til þess að dæma leikinn urn þriðja sætið milli Þýskalands og Portúgals. auglysingarC vblis blaðið= LAMISIL TERBINAFINE inu sinni á da> drepur fótsvet Það er engin ástæða til að láta sér liða illa á besta tima ársins. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Lyfsheilsa Við hlustum! Lamisil er borið á elnu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en Lamisil er borið á. Bera skal Lamisil á i þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þekjí allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinatin sem er svegpadreþandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að nota gegn sveppasýkingum I hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.