blaðið


blaðið - 10.08.2006, Qupperneq 4

blaðið - 10.08.2006, Qupperneq 4
4 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaöið Siv Friðleifsdóttir: Yfirlýsing á næstu dögum Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- °g tryggingamálaráðherra, hyggst lýsa því yfir á næstu dögum hvort hún mun bjóða sig fram til forystuembættis innan Framsóknarflokksins eða ekki. „Ég mun gefa út yfirlýsingu á næstu dögum en er ekki tilbúin að fjalla neitt frekar um málið fyrr en sú yfirlýsing liggur fyrir,“ segir Siv. Flokksþing Framsóknarflokks- ins hefst á föstudaginn í næstu viku en þá verður kosið í helstu embætti innan flokksins. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Jónína Bjartmarz, umhverfis- ráðherra, hafa þegar lýst þvf yfir að þau sækist eftir varaformanns- embættinu og þá hafa Jón Sigurðs- son, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og Haukur Haraldssson boðið sig fram til formanns. Reykjavík: Ekiðá hæðarslár Tvfvegis var ekið á hæðarslár við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í fyrradag. Að sögn lögreglunnar urðu ekki slys á fólki en að með sama áframhaldi geti illa farið. Lögreglan kom upp eftir- litsmyndavél á þessum gatna- mótum fyrir síðustu helgi og allir sem ekki virða hæðar- takmörk megi búast við sekt. Hæðartakmörk eru 4,2 metrar samkvæmt reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Grunnskólar á Akureyri: Fræða skólabörn um samkynhneigð ■ Fræðsla um samkynhneigð ■ Stefnt á kennslu á öllum skólastigum ■ Vara við smithættu, segir Snorri Óskarsson í Betel Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Á Akureyri er í undirbúningi námsefni fyrir grunnskólana þar sem áhersla er lögð á fræðslu um samkynhneigð. Skóladeild bæjarins hefur ákveðið, í samstarfi við samtök aðstandenda samkynhneigðra, að halda námskeið um samkynhneigð fyrir allt starfsfólk grunnskólanna. I vetur er svo stefnt á að prufukeyra nýtt námsefni fyrir nemendur. Brýnt verkefni Áður en grunnskólarnir hefjast mun allt starfsfólk sækja námskeið þar sem bæði kennarar og nem- endur flytja fyrirlestra um samkyn- hneigð í skólastarfi. „Markmiðið er að undirbúa starfs- fólkið betur til að leiðbeina og aðstoða einstaklinga sem upplifa sig utanveltu í skólakerfinu vegna kynhneigðar sinnar. Þetta er brýnt verkefni sem við í ákváðum að taka til umfjöllunar í grunnskólunum," segir Gunnar Gíslason hjá skóla- deild Akureyrabæjar. Hluti af samfélaginu Sverrir Páll Erlendsson, talsmaður FAS sem eru Samtök foreldra og að- stendenda samkynhneigðra, segir hugmyndina hafa komið í kjölfar ráðstefnu sem samtökin héldu fyrir ári síðan í samstarfi við Samtökin ‘78 á Norðurlandi. „Á ráðstefnunni voru fulltrúar frá skólayfirvöldum bæjarins og fjöldi kennara og skólastjórnanda. Eftir það var ákveðið að hefja undirbún- inginn að þessu verkefni,“ segir hann. 1 Á skólalóðinni Nemendur r í grunnskólunum á Akureyri '1 fræðast um samkynhneigð á * næsta skólaári. 11 W »*■ t* v- k Þetta er brýnt verkefni sem við í ákváðum að taka til umfjöllunar Gunnar Gislason Fulltrúi hjá Skóladeild Akureyrarbæjar pr X „Fjallað um samkyn- hneigð eins og hvert annaö lífsform” Sverrir Fáll Erlcndsson Talsmaöur FAS ■ ^ v- <y- r. a *" ÖJBt. „Vara við 1 smithættu 1 sem af þessu gæti orðið" Snorri Óskarsson Hvitasunnukirkjan á Akureyri J&- f wm • W „Þetta er frábært frumkvæði” Maria Kristin Gylfadóttir Hoimili og skóli „Þarna verður fjallað um samkyn- hneigð eins og hvert annað lífsform og samkynhneigðar fjölskyldur sem hluta af samfélaginu. Þetta er frumkvöðlastarf hjá okkur á Akur- eyri og vonumst við til að ná þessu á öll skólastig grunnskólans," segir Sverrir Páll. Hræddur um smithættu Snorri Óskarsson, hjá Hvita- sunnukirkjunni á Akureyri, er fylg- ismaður þess að frætt sé um sam- kynhneigð í grunnskólunum en á þeim forsendum að þetta sé ekki eðlilegt fjölskylduform. „Þetta er ekkert hollt að vera í Aðalnámskrá grunnskóla 2.gr. Markmið náms og kennslu og starfshættir grunnskóla skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, búsetu, stéttar, trúarbragða eða fötlunar. þessum lífsmáta. Ég óttast að þetta verði enn stærri tískubóla en orðið er og vara við smithættu sem af þessu gæti orðið,“ segir Snorri. „Það bendir allt til þess að fjöldi samkynhneigðra muni vaxa mjög í kjölfarið. Ég trúi því að þetta sé villuhneigð og það sé leið út úr henni. Það má alls ekki fara að kenna börnum að þetta sé eðli- legur lífsmáti því náttúran segir að stúlkur eignist börn og drengir verði feður.“ Kærkomin viðbót María Kristín Gylfadóttir, hjá Heimili og skóla, fagnar því að þetta sé í undirbúningi og vill sjá þetta á landsvísu. „Þetta er frábært frumkvæði sem Akureyrarbær er að sýna með þessu verkefni. Nú í vor kom nýtt inn í grunnskólalögin að mismuna nemendum ekki út frá kynhneigð og því fellur þetta alveg undir þá stefnu,“ segir María Kristín. „Svona fræðsla er til þess búin að koma í veg fyrir fordóma og rétt- arstaða samkynhneigðra er með því besta sem gerist í heiminum. Hingað til hafa ungliðasamtök Sam- takanna ‘78 verið að fræða nem- endur um samkynhneigð og þetta er því kærkomin viðbót. Það er hins vegar ekki sama hvernig þetta er gert og vanda þarf til námsefnis." Brúðargjqfir Opið laugardaga, í Kringlunni 10-18, Rau&arórstíg 11-14 Sjáumst í Galleríi Fold RauSarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is Eftirspurnin eykst og verðið hækkar á leigumarkaði: Meðalleiguverð 1.600 krónur á fermetrann Mikil eftirspurn á leigumarkaði Dæmi um að 16 fermetra herbergi sé leigt á 39 þúsund krónur. Mikil eftirspurn er eftir leigu- íbúðum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Guðlaugs Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Leigulistans. Hann segir tiltölulega erfitt að fá húsnæði um þessar mundir og fólk neyð- ist oft til að taka því sem er í boði hverju sinni. Meðalfermetraverð á leiguíbúðum á höfuðborgarsvæð- inu er nú kringum 1.600 krónur en dæmi eru um að 30 fermetra íbúðir séu leigðar út á 70 þúsund krónur á mánuði. „Það er ágætis framboð á húsnæði en eftirspurnin er bara það mikil að fólk þarf oft að taka því sem er í boði hverju sinni,“ segir Guðlaugur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Leigulistans. Að sögn Guðlaugs hefur leiguverð hækkað nokkuð á undanförnu ári og útlit er fyrir frek- ari hækkunum á næstu mánuðum. ,Verðið hefur verið að mjakast upp á við að undanförnu. Hátt fasteigna- verð togar upp leiguverð.“ Algengt fermetraverð á tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæð- inu er nú í kringum 1.700 krónur en dæmi eru um fermetrinn fari upp í allt að 2.500 krónur. Þannig er ein 30 fermetra íbúð auglýst til leigu á 70 þúsund krónur og 16 fer- metra herbergi á 39 þúsund. Stærri íbúðir virðast vera ódýrari i leigu og meðalleiguverð á 3. herbergja íbúðum er í kringum 1.500 krónur fermetrinn. Að sögn Guðlaugs eru rúmlega 100 íbúðir að meðaltali á skrá hjá Leigu- listanum í hverjum mánuði. Hann segir það aðallega vera ungt fólk og útlendingar sem sækist eftir því að leigja íbúðir og herbergi og þá virðast tveggja herbergja íbúðir vera vinsæl- astar. „Leiguverð miðað við fermetra virðist lækka eftir því sem íbúðin er stærri. Mesta eftirspurnin er eftir tveggja herbergja íbúðum og þannig hefur það verið lengi. Sjálfsagt er það vegna þess að fólk með stærri fjöl- skyldur kýs frekar að tryggja sér hús- næðið með því að kaupa.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.