blaðið - 10.08.2006, Síða 6

blaðið - 10.08.2006, Síða 6
6IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaöiö BUGL: Fékk gjöf frá Lions Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) fékk ný- verið gjöf frá Lionsídúbbnum Fold að verðmæti 300 þúsund krónur. Gjöfin samanstendur af reiðhjólum, útivistarfatn- aði, sófa og fleiru og segir í tilkynningu frá geðdeildinni að gjafirnar muni koma að góðum notum fyrir börnin og ungling- ana á BUGL. Launamál: Jafnaðarkaup ekki til Fjölmörg ungmenni sem starfa aðallega í söluturnum og á bensínstöðvum á austurlandi hefur leitað til AFLS- starfs- greinasambands Austurlands með launaseðla og tímaskýrslur. Samkvæmt heimasíðu félagsins kemur fram að víða sé borgað jafnaðarkaup en það hugtak sé hvergi að finna í kjarasamningum. Þar sem ung- mennin vinna allar helgar og helgidaga er ljóst að það vinnur verulega yfirvinnu. Félagið segir að þeir ætli að sækja málið af fullri hörku hafi réttindi ungmennanna verið brotin. ruði sektaðir um helgina 700 manns voru sektaðir fyrír of hraðan akstur yfir ‘u ferðamannahelgi þjóöarínnar. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Að minnsta kosti 700 manns stöðvaðir frá fostudegi til þriðju- dags og sektaðir fyrir hraðakstur, samkvæmt grófri úttekt Blaðsins. Yngsti ökumaðurinn er sautján ára gamall en hann keyrði á 141 kílómetra hraða á Reykjanesveg- inum á þriðjudagskvöldinu og var sviptur ökuréttindum á staðnum. Flestir sem hlutu hraðasektir eru bílstjórar sem keyrðu Hvalfjarð- argöngin um helgina en hraða- myndavél náði mynd af 391 öku- manni sem ók of hratt. Enn einu sinni kom upp tilvik þar sem bifhjólamaður keyrði á ofsahraða og stakk lögregluna af. Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík segir að um viðvarandi vandamál sé að ræða. Á föstudag, þegar umferð var orðinn nokkuð þung, stöðvaði lögreglan á Akureyri þrettán öku- menn á ofmiklum hraða, þar af var einn á 149 kílómetra hraða á Öxnadalsheiði. Hann hlýtur því þann vafasama heiður aj hafa verið á mestum hraða y: helgina. Á sunnudag stöðvaði lögreglan á Blönduósi hátt í þrjátíu manns sem voru á leiðinni suður af hátíð- inni „Ein með öllu,“ sem haldin var á Akureyri um helgina. Þar af voru nokkrir á ofsahraða en sá ökumaður sem mest lá á að kom- ast til byggða mældist á 140 kíló- metra hraða. Um hundrað ökumenn voru stoppaðir af laganna vörðum í Vestur-Skaftafellssýslu en lögreglan þar hefur aldrei áður sektað svo marga yfír eina helgi. Einn ökumaður var stoppaður á svæðinu þegar hann ók á 139 kíló- metra hraða. Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði sextíu ökumenn fyrir of hraðan akstur og tveir voru teknir ölvaðir undir stýri ásamt einum sem virt- ist aka undir áhrifum lyfja. Samkvæmt umferðadeild lög- reglunnar í Reykjavík voru 51 bíl- stjóri stoppaður fyrir of hraðan akstur í Reykjavík yfír helgina. Hraðakstur var ekki eingöngu bundinn við hátíðar helgarinnar því einn ökumaður var sektaður fyrir að aka á ofsahraða á Reykja- nesbrautinni. Það var sautján ára piltur sem var stöðvaður á 141 kílómetra hraða en hann hafði verið með bílpróf í ellefu daga. Hann var sviptur á staðnum og þarf að borga 60 þúsund krónur fyrir vikið. Á þriðjudagsnótt voru einnig tveir teknir fyrir hraðakstur. Annar var á Garðsvegi og mæld- ist hann á 111 kílómetra hraða. Hinn ökumaðurinn mældist aftur á móti á 134 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Sömu nótt stungu bifhjól og BMW-bifreið lögregluna af á ofsahraða og er þeirra leitað. „Þetta er ansi mikið,“ segir Á 149 kílómetra hraða Stöðvaðurá Öxnadalsheiði á föstu- dag. Hélt hraðametinu alla helgina. Hannes Þór Guðmundsson varð- stjóri umferðardeildar lögregl- unnar í Reykjavík. Hann segir að hraðakstur sé orðið viðvarandi vandamál og biður fólk hreinlega um að slappa af. „Við erum að taka á þessum málum af meiri hörku og höldum því áfram,“ segir Hannes en lög- reglan hefur haldið úti afar öflugu umferðaeftirliti í sumar sem hugs- anlega má rekja til þessarar háu tölu. „Ég bið bara fólk um að fara í báðum sokkunum út í umferðina,“ segir Hannes og bætir við að það séu einkunnarorð umferðardeild- arinnar. Hann segir að fólk megi alveg við því að taka lífínu ögn rólegra því lægsta sektin fyrir hraðakstur er tíu þúsund krónur. Ef mið er tekið af því má fá út að bílstjórar á of miklum hraða hafí borgað að minnsta kosti sjö millj- ónir frá föstudeginum síðasta. Á 148 kílómetra hraða ' Bifhjóiamaður á Reykja nesbraut. Stakk lögregl- una og er ófundinn. A 141 kílómetra hraða Sautján ára piltur var stöðvaður á Reykjanesbraut. Hann hafði haft :; ökuréttindi í ellefu daga. A 134 kílómetra hraða Einstaklingur á BMW-bifreið stakk lögregl una afá Reykjanesbraut. Hann erófundinn. A 139 kílómetra hraða tíiókumaður stöðvaður i Vestur ^Skaftafellssýslu. Lögregian þar sló sektarmet yfir helgina. Bjóðum þessar heimsþekktu þýsku kamínur í mörgum stærðum og gerðum á hreint fróbæru verðil ORMSSON j SÍÐUMÚLA 9 • Sími 530 2800 j SMÁRALIND ■ Sími 530 2900 | | AKUREYRI ■ Sími 461 5000 j Sjó nónar. www.ormsson.is | Auglýsingar Húsasmiðjunnar: Það er ekki nóg að reyna Það er ekki nóg að verslanir reyni að hafa vöruna sem þær auglýsa til, lögin eru alveg skýr í þessum efnum. Því miður þá er of algengt hér á landi að það misfarist,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Fyrir helgina auglýsti Húsa- smiðjan vöru sem uppseld var í verslunum þegar auglýsingin birtist og þurfti því að vísa fjölda viðskipta- vina frá. Markaðsstjóri fyrirtækis- ins segir vinnureglurnar skýrar og ávallt sé reynt að eiga nóg til af vöru sem auglýst er. Gísli kannast vel við þessa atburð- arrás og segir aðspurður koma til greina að setja reglur um lágmarks eintakafjölda vöru sem auglýst er til að koma í veg fyrir svona atvik. „Ég hef ekki kynnt mér þetta ein- staka mál en heyri reglulega um kvartanir í þessa veru. Ábyrgðin liggur hjá verslunum að sjá til þess að varan sé til, það er ekki nóg að standa undir ábyrgðinni með því að reyna,“ bætir Gísli við. Blaðið í gærgreindi frá því að Húsasmið- jan hefði auglýst ódýr ferðagrill, sem aðeins reyndust vera til í einni verslun á Egilsstöðum þegar til átti að taka.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.