blaðið - 10.08.2006, Qupperneq 8
8 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaAÍA
Garðabær:
Nýbygging
IKEA rýmd
Lögreglumenn um borð í TF-
SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar,
stöðvuðu för ölvaðs ökumanns
um helgina er þyrlan var við um-
ferðareftirlit á vegum landins.
Þyrlan var notuð við lög-
gæslustörf alla helgina og var
sjónum einkum beint að umferð
um Vesturlandsveg og Suður-
landsveg en einnig að útihátíð-
arsvæðum. Um var að ræða
samstarfsverkefni ríkislögreglu-
stjóra, lögreglunnar í Reykjavík
og Landhelgisgæslunnar. Þótti
verkefnið takast afar vel og
voru m.a. höfð afskipti af þó
nokkrum ökumönnum sem
virtu ekki leyfilegan akstur. Þá
var einnig fylgst með umferð
utan vegar og höfðu lögreglu-
menn um borð afskipti af fólki á
fjórhjólum.
BlaÖIO/lngó
Fasteignamarkaður:
Samdráttur á
Akureyri
Velta á fasteignamarkaði á
Akureyri í síðastliðnum júlímán-
uði dróst saman um tæplega
helming miðað við sama mánuð
í fyrra samkvæmt tölum frá Fast-
eignamati ríkisins. í júlímánuði
var 42 kaupsamningum þinglýst
um fasteignir á Akureyri en í
fyrra voru þeir 91. Veltan nú
nemur 724 milljónum en hún
var tæpur 1,3 milljarður í fyrra.
Þá var einnig samdráttur
á sölu fasteigna á Arborgar-
svæðinu en þar var 37 kaup-
samningum þinglýst í júlí
samanborið við 48 í fyrra. Heild-
arvelta nam 821 milljón króna
en var 717 milljónir á sama tíma
í fyrra.
■ Fimm hundruð flugferðum frestað ■ Bíða í tvo daga eftir flugi
______ ■ Fuku um göturnar en eru nú á heimleið
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Feðgarnir Heimir Sverrisson og
Daníel Örn Heimisson sem hafa ferð-
ast um Kína í tvo mánuði, bíða eftir
þriðja fellibylnum sem á að skella á
Hong Kong í dag. Blaðið sagði frá því
þegar þeir voru fastir í Guangzhou í
síðustu viku en þá gekk fellibylurinn
Prapiroon yfir borgina. Sá fellibylur
var afar öflugur en samkvæmt Heimi
voru þeir feðgarnir að flækjast úti
þegar versta hviðan gekk yfir. Feðg-
arnir eiga að flug til Englands í dag en
óvíst er að þeir komist heim.
„Það var blankalogn og hátt upp í
fjörutíu stiga hiti rétt áður en stormur-
inn gekk yfir,“ segir Heimir en hann
og Daníel eru nýbúnir að sleppa úr
fellibylnum Prapiroon. Þeir ákváðu
að fara út að borða því veðrið virtist
vera gott. Þegar þeir voru á leiðinni á
veitingahúsið skall versta hviðan á þá.
„Við fukum bara út um allt,“ segir
Heimir en lauslegir hlutir og tré fuku
út um alla borg. Hann segir að það sé
skárra að vera í borginni heldur en í
sveitinni þegar bylur gengur yfir en
það sé aðallega vegna hættu á aur-
skriðum og flóðum í kjölfar byljanna.
Feðgarnir komust þó óhultir til
baka og sátu af sér storminn.
Fellibylurinn Saomai, sem þýðir
Venus á tælensku, skellur hugsanlega
á Hong Kong í dag. Stormurinn náði
166 kílómetra hraða þegar hann var
síðast mældur og flokkast því undir
sérlega öflugan storm. Samkvæmt
Heimi er eldci fullljóst hvort hann
muni fara yfir Hong Kong því mögu-
leiki sé á því að hann brey ti um stefnu
yfir nóttina.
„Þetta gæti orðið eitthvert vesen,“
segir Heimir sem er þó hvergi bang-
inn enda þriðji fellibylurinn sem
hann og Daníel sonur hans lenda í á
tveimur mánuðum. Sfðast þurfti að
fresta um fimm hundruð flugferðum
á alþjóðlega flugvellinum í Hong Kong
sem varð til þess að þúsundir þurftu
að dúsa á velfinum hátt í tvo daga. Að
sögn Heimis var stemning þrúgandi
á flugvellinum þegar fellibylurinn
Prapiroon gekk yfir. Á tfmabili varð
ástandið svo slæmt að slagsmál brut-
ust út á meðal þreyttra ferðalanga á
flugvellinum.
„Við eigum að fara heim á morgun
en það er ekki fyrirséð hvernig þetta
endar,“ segir Heimir og hlær. Ferða-
lagið eitt tekur rúmlega sólarhring og
því ekki öfundsvert að bíða á flugvelli
í tvo daga til viðbótar.
Feðgunum heilsast vel og segir
Heimir að þetta hafi verið ólýsanleg
reynsla. Þeir hafa tekið förina upp á
myndband og stefna á að sýna það á
Skjá Einum í haust.
Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid
SMAAUGLYSINGAR
5103737
blaðiÖH
SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET
Óvissa er um Árna fram yfir kosningar:
Þarf að kjósa Árna til að
úrskurða um kjörgengi
Sigurður Lfndal, prófessor emme-
ritus við Háskóla Islands segir ekk-
ert þvf til fyrirstöðu að Árni Johnsen
bjóði fram í komandi Alþingiskosn-
ingum. Efasemdir hafa vaknað um
kjörgengi Árna en Sigurður bendir á
að úr því verði ekki skorið fyrr en að
kosningum loknum. Undirskrifta-
söfnun er hafin þar sem Árni er
hvattur til að bjóða sig fram en í ljósi
þess að hann var dæmdur í tveggja
ára fangelsi í Hæstarétti árið 2003
hafa vaknað spurningar um hvort
mannorð hans sé óflekkað, en það
er forsenda fyrir kjörgengi.
Óvissa um flekkun mannorðs
í fjórðu grein laga um kosningar
til Alþingis segir: „Kjörgengur við
kosningar til Alþingis er hver sá
sem kosningarétt á skv. 1. gr. og
hefur óflekkað mannorð.“ 1 fimmtu
grein er útskýrt hvað átt er við með
óflekkuðu mannorði og þar segir:
„Dómur fyrir refsivert brot hefur
ekki flekkun mannorðs í för með
sér nema sakborningur hafi verið
fullra 18 ára að aldri er hann framdi
brotið og refsing sé fjögurra mán-
aða fangelsi óskilorðsbundið hið
minnsta eða öryggisgæsla sé dæmd.“
Árni var dæmdur í Hæstarétti í
febrúar 2003 í tveggja ára fangelsi
fyrir fjárdrátt, rangar skýrslur til
yfirvalda, mútuþægni og umboðs-
svik í opinberu starfi. Sigurður segir
þó ekki alveg ljóst hvort Árni teljist
með flekkað mannorð. „Þó að menn
hafi fengið þyngri dóm þarf það
ekki að þýða skilyrðislaust að fela í
sér mannorðsflekkun," segir hann.
„Það kæmi sérstaklega til álita við
brot á sérrefsilögum til dæmis. 1
stjórnskipunarrétti Ólafs Jóhannes-
sonar minnir mig að segi að þetta sé
nokkuð á reiki. En hvernig Alþingi
tæki á þessu veit ég ekki um enda
held ég að svona mál hafi aldrei
komið til kasta þess.“
Má samt bjóða sig fram
Sigurður segir ekkert því til fyrir-
stöðu að Árni bjóði sig fram. „Hver
sem er getur í sjálfu sér boðið sig
fram, en það er svo Alþingis að skera
úr um kjörgengi." í 36. grein lagana
segir: „Ekki er nauðsynlegt að kjör-
gengi frambjóðenda sé sannað fyrir
yfirkjörstjórn eða landskjörstjórn,
en Alþingi úrskurðar um kjörgengi
Alþingi myndi
skera úr um
kjörgengi.
Árni Johnson,
Fyrrv. þlngmaflur
.Ekkert því
til fyrirstööu
að Arni bjóöi
fram."
Sigurflur Lindal,
Lagaprófosor
þeirra sem kosnir eru jafnframt
því sem það úrskurðar um hvort ný-
kosnir þingmenn séu að öðru leyti
löglega framboðnir og kosnir.“
Þetta þýðir, að komist Árni á lista
fyrir næstu kosningar, kemur það
ekki í ljós fyrr en eftir kosningar
hvort hann er kjörgengur eða ekki.
„Ef Árni léti til skarar skríða held
ég að reyna myndi á Alþingi. Svo er
það önnur saga hvaða kröfur Sjálf-
stæðisflokkurinn setur sér í þessum
efnum,“ segir Sigurður Líndal.