blaðið - 10.08.2006, Síða 16

blaðið - 10.08.2006, Síða 16
16 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaðiö blaóió Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson I boði Omars Ómar Rag narsson hefur boðið ellefu manns, áhrifafólki, eins og hann nefnir það, í skoðunarferð að Kárahnjúkum. Hann segir í opnu boðsbréfi að gestirnir hafi það hlutverk að þjóna allri þjóðinni. Omar býður forseta íslands, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, iðnaðarráðherra, umhvef- isráðherra, ritstjórum dagblaðanna þriggja og stjórnendum eða frétta- stjórum Ríkisútvarpsins, NFS og Skjás í. Þrátt fyrir að sá sem þetta skrifar hafi það meginmarkmið að þiggja aldrei neitt í starfi, ekki boðsferðir, ekki málsverði eða nokkuð annað ætlar hann að gera undantekningu og þiggja boð Ómars. í bréfi Ómars segir að hann geri ráð fyrir að allir sem hann bjóði nú hafi þegið ferðir að Kárahnjúkum. Það á ekki við um alla. Ómar hefur hins vegar reynslu af skoðanarferðum. Gefum honum orðið: „Ég hef sjálfur farið sem leiðsögumaður í tveimur vönduðum boðs- ferðum í þessum dúr þar sem í boði voru glæsilegar veitingar og viður- gjörningur allan daginn, flogið í Boeing 757 millilandaþotum austur með göngu í gegnum sérstak VlP-tollhlið á Reykjavíkurflugvelli; síðan farið í fimm rútum með sérstakri útvarpsstöð, setinn gala-kvöldverður í Vala- skjálf með skemmtiatriðum og flogið til baka um kvöldið.“ Fræg var ferðin sem fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins fóru að Kárahnjúkum þar sem gestgjafi var Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar og fyrrverandi varaformaður flokksins, og gestirnir voru Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður og nú ritstjóri og fjórði ferðafélaginn var Styrmir Gunnarrsson ritstjóri. Viðleitni Ómars er eftirtektarverð og það verður eftirtektarvert hverjir þiggja boð hans. Ómar lofar ekki flottheitum á við þau sem Landsvirkjun og aðrir jöfrar bjóða: „Ég get ekki boðið ykkur svona þjónustu, heldur að- eins leiðsögn mína, samlokur og gosdrykki og beðið ykkur að hafa með- ferðis góða skó og sæmilegan útifatnað. Undanfarin sumur hef ég farið með fólki gangandi, akandi og fljúgandi um svæðið á tveimur litlum flug- vélum og gömlum jeppadruslum. Hoppað hefur verið á milli lendingar- brauta á völdum útsýnisstöðum þar sem stuttar gönguferðir hafa verið í boði. Lengd gönguferðanna hefur fólk ráðið sjálft. Á Sauðármelsflugvelli við Brúarjökul er hægt að setjast að snæðingi í gömlum húsbílsgarmi. Margt af þessu fólki hafði áður farið í hefðbundnar ferðir með endastöð á útsýnispalli Landsvirkjunar. Ég hef ráðið af viðbrögðum þess við því sem það upplifði í ferðunum með mér að þær hafi veitt því nýja og dýrmæta sýn, bæði á mannvirkin og áhrifasvæðin. Ég veit að þið eruð önnum kafið fólk og hver dagur dýrmætur. Þið gátuð þó séð af degi eða jafnvel lengri tíma til að kynna ykkur með eigin augum allvel aðra hlið málsins en að litlu leyti hina hliðina." Ekki hafa allir væntanlegir gestir Ómars þegið ferð að Kárahnjúkum til að kynna sér aðra hlið málsins. Það er í valdi Ómars að kynna því fólki það sem því er hollast að vita og þekkja. Honum er betur treystandi til þess en flestum öðrum gestgjöfum. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur á næsta blaðsölustað Sumarhúsið °9 gai'ðurinn ÞRÓUIII SUMARHÚSABYCCHUCA Ááififetir Askriftarsimi 1Ú.0QP KjN OBRÚfl HEiM MiÍMW fty Vihltífi ui-R >ft£ TeK\jr ioo tSi^'NsK.a mN mátJuþ fiD Vt WNa $Éit TFKvR /W s#n M-dTfKur. TÍUnSKA TLtKí^ lm)n. og 18 5F({. p$ ‘EYVfi 'tLWOQOtcfi. Flokkur eða klíka? Morgunblaðið birti nú á verslun- armannahelgi drottningarviðtal við verðandi formann Framsóknar sem mér skilst af lestrinum að hafi farið langt með að sannfæra Agnesi Braga- dóttur og er það vel. Grínlaust þá er viðtalið gott og Jón Sigurðsson útskýrir þar á auð- skiljanlegu máli ýmislegt sem er sameiginlegt öllum inngrónum framsóknarmönnum. Enn þá er ég samt ekki sannfærður um að það verði flokki þessum farsælt að kjósa Jón til forystu. Flokkslýðræðið punt Feigðarmerki Framsóknar hafa einkanlega verið af tvennum toga. Fyrir það fyrsta hafa tilraunir frá- farandi formanns til þess að þvo af honum bæði fjósalykt og lands- byggðarstefnu gengið mjög nærri lífi flokksins. Um það hef ég skrifað hér áður. Hitt atriðið eru þrálátar tilraunir spunameistara og meintra flokkseig- enda Framsóknar til þess að stjórna flokki þessum í bakherbergjum. Enn og aftur er þeim skilaboðum komið á framfæri til almennra flokksmanna og kjósenda að lýðræði innan flokks- ins sé bara punt. Framsókn hefur í þessu reynt svolítið að draga dám af samstarfsflokki sínum til áratuga þar sem flokksleg hlýðni og undir- gefni er oft og einatt á öðru plani en venjulegt fólk skilur. Það er raunar fljótsagt að flokks- eigendafélagi Framsóknar hefur næstum alltaf mistekist allt sitt stóra plott. Þar hefur á undanförnum árum verið lagt ráðin um pólitískar Viðhorf Bjami Harðarson aftökur bæði Guðna, Sivjar og Krist- ins H. Þar var hönnuð atburðarás fyrir fræga hvítasunnugleði á Þing- völlum sem átti að enda með for- mannstitli Finns Ingólfssonar. Sama klíka lagði á sínum tíma á ráðin um erfðaprinsinn Árna Magnússon og svo mætti áfram telja. Það sem klíku þessari hefur tek- ist fyrir utan að halda Halldóri Ás- grímssyni í formannsstóli lengur en nokkur vildi er stærst að dubba fyrrnefndan Jón Sigurðsson upp í ráðherrastól. Þó mjög margt gott megi um Jón segja var ákvörðun þessi afar slæm fyrir kjörfylgi Fram- sóknar. Kjósendum eru gefin þau skilaboð að þingflokkurinn nái ekki máli og leita verði út fyrir hann að hæfu fólki. Þetta eru kjósendurnir sem glöptust á að kjósa þennan þing- flokk sem gefur sér svo sjálfur fall- einkunn við ráðherraval! Siv eða Jón - flokkur eða klíkal Takist flokkseigendafélagi Fram- sóknar að gera Jón Sigurðsson að for- manni flokksins er það staðfesting á dapurlegum örlögum framsóknar sem er þá varla flokkur lengur heldur miklu nær því að vera lítil klíka. I fyrrnefndu viðtali víkur Jón að þeim möguleika að Siv Friðleifs- dóttir gefi kost á sér í slaginn um formannsstólinn. Það er vonandi að hún láti verða af því. Ef kosið væri meðal allra kjósenda Fram- sóknarflokksins er enginn vafi á hvernig sú kosning færi milli þeirra Jóns og Sivjar. Siv er sá þingmaður flokksins sem er með einna mest atkvæðamagn bakvið sig og á að baki glæstan og flekklausan feril. Ef flokksþingsfulltrúar framsóknar kjósa eins og hjarta þeirra og sam- viska býður er heldur enginn vafi á hvernig fer. Hættan er alltaf að einhver hluti þingfulltrúa meti meira vilja klíkunnar þegar kemur að atkvæðagreiðslu. Kosning milli Jóns Sigurðssonar og Sivjar Friðleifs- dóttur gæti þannig orðið kosning um það hvort þetta er flokkur eða klíka. Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Klippt & skorið regnir af því að Reynir Traustason sé með nýtt blað í smíðum hafa svo sann- arlega vakið athygli fréttaþyrstra íslendinga, sem seint virðast ætla að sloka nóg. En ekki síður hefur þó áhuginn kviknað hjá fjölmiðla- mönnum eða þeim sem vilja gefa sig að þeim starfa. Þannig munu um 20 manns hafa sótt um vinnu hjá Reyni og það án þess að hafa hugmynd um hvers konar fjöl- miðli hann hyggst hrinda úrvöríhaust. Fyrst og fremst velta menn þó vöngum yfir því hver eða hverjir standi að baki Reyni en sjálfur talaði hann aðeins um „fjár- sterkamenn". Íþvísamhengisemöðrum má þó ekki gleyma því að konur eru líka menn. Vmsir leiða að því líkum að helsti bakhjarl Reynis sé Þóra Guðmundsdóttir, löngum kennd við Atlanta. Minnast menn þess frá fréttastjóra- dögum Reynis á DV að þar fjallaði hann meðal annars um málefni flugfélagsins Atlanta á þann hátt, að Ijóst var að hann hefði heimild- armann f innsta hring og grunaði marga Þóru. (fyrsta tölublaðinu eftir að Reynir var ráðinn ritstjóri Mannlífs skrifaði hann svo einlægt og ýtarlegt viðtal við Þóru og Ijóst að þau náðu vel saman. Þóra er vellauðug og talið að fjármagnstekjur hennar séu á annað hundrað á ári, þannig að hún færi létt með að snara út fyrir eins og einu vikublaði. Og vel það. Klippari les í því frábæra blaði Bæjar- ins besta á (safirði að enn sé hægt að jarðsetja í kirkjugarðinum á Eyrinni þar vestra, þrátt fyrir að garðurinn sé fyrir löngu orðinn fullur. Undir fyrirsögninni „Enn einstaka pláss I Eyrarkirkjugarði" má lesa um stöðu mála í garðinum en þar hefur engínn verið jarðsettur undanfarin tvö ár. Garðurinn er nokkuð forn orðinn en við hann hafa að minnsta kosti þrjár kirkjur staðið. En íljósi þess að enn eru örfá leiði laus í garðinum og ekki öll kurl til grafar komin væri kannski ráð fyrir kirkjugarðsvörðinn að leggjast I markaðsátak og þá undir slagorðinu: „Fyrstirfara, fyrstirfá." andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.