blaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 20
28 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÖST 2006 blaöiö matur r -) i matur@bladid.net Vel fóðruð ruslatunna „Næst þegar þú ferð að kvarta yfir einhverju, mundu þá að ruslatunnan þín er betur fóðruð en þriðjungur mannkyns." Robert Orben Grasnytjar í Grasagarði Þeir sem vilja fræðast um hinar ýmsu grasnytjar sem rækta má hérlendis ættu að leggja leið sína í Grasagarð Reykavíkur klukkan n á laug- ardag. Þá ætlar Hildur Hákon- ardóttir, höfundur bókarinnar Ætigarður sem kom út á síðasta ári, að segja frá því hvernig hún nýtir kúmen, túnfífil, njóla og fleiri grasnytjar. Að fræðslunni lokinni verður boðið upp á íslenskt jurtate. Saltfiskvöfflur á Dalvík Dalvíkingar bjóða upp á saltfiskvöfflur og fleiri sjávar- rétti á Fiskideginum mikla sem haldinn verður í sjöunda sinn nú á laugardag. Saltfiskvöfflurnar eru meðal nýjunga sem bryddað er upp á í ár. Önnur er sú að götur bæj- arins verða nefndar upp á nýtt. Þannig eiga vegfarendur eftir að fara um Risarækjuveg, Blálöngu- torg og Lúðubraut svo dæmi séu tekin. Gömlu heitin fá þó líka að standa uppi svo fólk ætti ekki að villast. Saltfiskvöfflurnar sem minnst var á að framan eru einn fjórtán rétta á matseðlinum. Auk þess verður boðið upp á nýja bleikju og sushi. Þá verður reynt að slá Islandsmet þegar framreidd verður asísk fiskisúpa í stærsta súpupotti landsins. Hið gamla er hið nýja nýja: Staðið á blístrinu á Parísarbístrói Fyrir nokkrum árum var allt útlit fyrir að gamla bístrómenningin í París væri að láta undan skyndibitamenningu þeirri er fylgir nútímavæðingunni. Fusion matargerð og létt- ari bitar ógnuðu einnig hinni rótgrónu bístró- menningu en nú hefur dæmið snúist við. Nýja kynslóðin með peningana, unga og ríka fólkið, sem vakti upp gömlu svefnhverfin með endurnýjun húsnæðis og lífstíls keyrði upp eft- irspurn eftir gömlu bístróunum á mettíma. Ungir og metnaðarfullir kokkar voru ekki lengi að sjá tækifæri í niðurníddum veitinga- stöðum sem höfðu farið á hausinn auk þess sem heilsuvakningin opnaði augu fólks fyrir óhollustu skyndibita og verksmiðjuframleidds matar. Frönsku bístróin hafa því átt óvænta end- urkomu á veitingahúsasenuna síðustu fjögur árin og nú fer varla nokkur maður til Parísar lengur án þess að koma við á nokkrum af þessum allra vinsælustu bístróum enda getur það gerst að þar sé hlutfall íslenskra gesta und- arlega hátt. Sums staðar er þó erfitt að komast að og nauðsynlegt að panta borð með góðum fyrirvara. Vaudeville Jafnvel þó Veudeville sé stór og líflegur staður og skemmtilegt að koma þar í hádeginu til- heyrir hann kannski ekki þessari nýju kynslóð bí- stróa. Hann er arfleifð fyrri tíma. Vaudeville á sína fastagesti eins og almennileg frönsk Bístró. Litrík eldri kona, sem var eins og minnis- varði um horfna tíma, reyndist nægilega vinaleg til að blanda sér í samræður við útlendinga á næsta borði. Það var gott að fá álit slíks sérfræðings á matseðlinum sem bauð að sjálfsögðu upp á það helsta sem náttúran framleiddi þá árstíðina. Vaudeville gefur gestum sínum tilfinningu fyrir því að þeir séu í stanslausu partíi og það er erfitt að hætta að panta. 29, rue Vivienne - Paris 00 33 140200462 L'amie Marcel Hér hefur verið lagt öllu meira í útlit staðarins enda ungt teymi hönn- uða á bak við það. Matseðillinn er góð blanda af gamla góða franska matnum í bland við uppfinninga- gleði hinnar nýju kynslóðar, Andar- terrine og sniglar í klettasaltsósu eru gott dæmi um það. 33 Rue Georges Pitard 00 33 148566206 ■r' i \\''j rf 4 CT A Jé é t r w •*s ; ' 'f- W ■-é . , M \ \ 17 Ekta franskar kartöflur Frönskur eins og Frakkinn sjálfur víll hafa þær. Benoit Benoit er eitt af þessum klass- ísku gömlu fallegu bístróum sem hefur verið leyft að halda sínum gamla sjarma. Maturinn er eins klassískur og hugsast getur, pylsur, kæfur, ostrur og baunasúpur pá gamle moden. Innréttingarnar gefa staðnum gamladags sjarma sem hleypir nánast angurværum anda í brjóstið. Benoit er nú í eigu franska eðalkokksins Alan Ducasse sem á fjölda hágæðaveitingastaða um heiminn. Ducasse á einnig Aux Lyonnais bístróið og sögur herma að hann hafi nú augastað á Chez Lami Lois sem er ekki nema eðlilegt þegar tekið er mið af þeim vinsældum sem bístróin njóta um þessar mundir. 20, Rue Saint-Martin, Paris, 00 33 142722576 La Cerisaie La Cerisaie er rekið af hjónunum Maryse og Cyril Lalanne og er nánast orðabókardæmi um stíl þessara nýju vinsælu bístróa. Þar er enginn prentaður matseðill og engin leið að panta eða taka frá borð. Það sem er í boði á degi hverjum er í full- komnum takti við það sem ferskast býðst úr skauti móður náttúru hverju sinni. Á krítatöflu stað- arins eru ómótstæðilegir réttir og verðið er vel viðráðanlegt. 70 Boulevard Edgar-Quinet, 00 33143209898 Ekkert prjál Chez L’ami Lois Lami Lois hefur verið dásamað í bak og fyrir sem eitt besta bístróið París. Það getur því komið gestum opna skjöldu að ganga inn í kjall- araholu sem lítur ekki út fyrir að hafa verið endurnýjuð frá síðustu heimsstyrj- öld. Stað- urinn hefur enda verið rekinn nán- ast óbreyttur *r Þykkar og rjómamjúkar sneiðar af fo/sáratugum gras, bornar fram á sveitavísu. saman og það má greina stolt hjá þjónunum þegar þeir greina frá þessu. Það er verulega góð stemn- ing sem fylgir látleysinu og þegar maturinn berst á borðið kemst ekkert annað að. Ferskur aspas í smjörsósu kostar tæpar sex þúsund krónur og er hverrar krónu virði, líkt og grillaði kjúklingur- inn, hvítlaukskartöflurnar og villtu jarðaberin í rjómanum. Reyndar er maturinn svo góður að allt annað gleym- ist á meðan matast er. 32, Rue du Vert-Bois, 00 33 148877748 Aldingarðurinn Villt jarðaberin bragða. og aldingarðurinn !jniega eins Erna Kaaber Fullelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, í ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu. Lögregla í Preston á Englandi vill ný lög sett: Bannað að drekka standandi Það eru ekki margir sem telja að það sé sérstaklega hættulegt að drekka áfengi standandi. Raunar virðist eina hættan vera sú að það er auðveldara að detta á hausinn sé áfengi innbyrt standandi frekar en sitjandi. Lögreglan í Preston á Bret- landi er ekki á sama máli. Þeir álíta að það að drekka áfengi standandi sé ein af meginorsökum óspekta á skemmtistöðum og vilja því banna gestum sem standa að kaupa áfengi. Standandi drykkja ýtir undir ofbeldi Margir kjósa að standa við barinn á meðan þeir drekka áfengi enda má segja að það sé einkar hentug staða. Karlmenn eru ekki síst þekktir fyrir þessa stöðu og eflaust mætti færa rök fyrir því að bjórinn renni ljúfar niður ef búkurinn stendur frekar en situr. Fyrir utan þá þægilegu staðreynd að ekki þarf þá að labba á barinn. Breska lögreglan heldur því hins vegar fram að ef drukkið er standandi þá ýti það undir áfengis- tengt ofbeldi. Það sé töluvert auðveld- ara fýrir ofbeldissegg að slá næsta mann sé hann standandi en sitjandi. Lögreglan sér því þá eina leið færa að banna fólki að standa á meðan það drekkur áfengi og þeir vilja að ákvæðið verði komið í lög strax í haust. Ef það gengi eftir mættu ein- ungis sitjandi gestir kaupa áfengi. Kráareigendur ósáttir Andy Hobsen lögreglumaður segir að með þessu sé ekki verið að reyna að hafa áhrif á magnið sem fólk drekkur heldur nálægðina við annað fólk. „Þegar þú stendur ertu nær öðru fólki og það getur skapað vandamál. Fólk þjappar sig við barinn, það er ýtt við einhverjum og bjórinn fer út um allt og það er allt sem til þarf.“ Enn sem komið er hafa stjórnmálamenn visað hug- myndinni frá sér og telja hana óhag- sýna. Kráareigendur eru sömuleiðis ósáttir við tillöguna og einn þeirra, Ryan Wood, segir að tillagan gæti jafnvel ýtt undir ofbeldi þar sem við- skiptavinirnir muni ekki sætta sig við að verða sagt að setjast á fimm mínútna fresti. Auk þess væri von- laust að framfylgja þessum reglum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.