blaðið - 10.08.2006, Qupperneq 22
íþróttir
ithrottir@bladid.net
„Minningin um þaö þegar viö vorum slegnir út aí
Portúgölum mun lifa meö mér alla ævi. Ég mun aldrei
gleyma sársaukanum. Þetta var hræöilegt."
- John Terry, fyrirliði Chelsea, segist hafa fengið martraðir eftir HM.
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 MaöÍA
X
•»
Utan vallar
með Matthias Guðmundssyni, fótboltamanni í Val
Matthias Guðmundsson hef ur farið
mikinn i liði Valsmanna i sumar og
skorað fjögur mörk. Hann var á þriðju
daginn valinn i A-landsliðið i fyrsta
sinn, fyrir vináttulandsleikinn gegn
Spánverjum 15. ágúst.
Fæðingardagur og ár?
1. ágúst 1980.
Uppáhaldsbíómynd?
The Godfather-serian.
íslandsmeistaratitill eða 1. vinning-
ur í lottói?
íslandsmeistaratitill.
Hvaða persónu vildirðu helst lok-
ast inni í lyftu með?
Woody Allen - furðulegur karakter.
Hvaða dýri finnst þér þú helst
líkjast?
Kattardýrinu.
Uppáhaldsbók?
101 Reykjavík.
Uppáhaldshljómsveit/tónlistar-
maður?
Radiohead og Pixies.
Uppáhaldsmatur?
Humar og hangikjöt.
Hvað gleður þig mest?
Að vinna leiki með Val.
Hvert myndirðu fara ef þú ættir
timavél?
Fara aftur I timann og spila leik með
Maradona.
Hvað myndi bíómyndin um þig
heita og hver ætti að leika þig?
„Tár, bros og takkaskór" og ég myndi
vera leikinn af Þorgrími Þráinssyni.
Hver er tilgangur lífsins?
Aö koma genum sínum áleiðis og lifa
góðu lífi.
Mestu vonbrigðin á íþróttaferlin-
um?
Að falla þrisvar með Val.
Mesta afrek innan vallar?
Bikarmeistari með Val.
En utan vallar?
Að eignast barn.
Hver er skrýtnasti liðsfélaginn?
Sigurbjörn Hreiðarsson er mögnuð
týpa.
Uppáhalds lið í enska boltanum?
Newcastle.
Uppáhalds íþróttamaður fyrr og
síðar?
Arnór Guöjohnsen og Jordan.
Ef þú þyrftir að skipta um
íþrótt, hvað yrði fyrir valinu?
Handbolti. Ég var óútreiknalegur
hornamaður á sínum tíma.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Að tapa leikjum.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú
varst barn?
Rambo.
Hver viltu að lokaspurningin sé og
hvernig myndirðu svara henni?
í hvernig fótboltaskóm spilar þú?
Puma.
Skeytin inn
D!
mu.
/
N;
arren Bent, leikmaður
| Charlton, og Theo Walcott,
leikmaður Arsenal, hafa
verið valdir í U-21 landsliðshóp
Englendinga fyrir leik gegn
Moldóvum næsta þriðjudag. Lík-
ur höfðu verið leiddar að því að
Bent yrði í A-landsliðshópnum en
Steve McClaren, landsliðsþjálfari,
segist vilja sjá hann leika með
U-21 hópnum fyrst. Walcott var í
enska landsliðshópnum á HM en
lék ekkert með liðinu.
Táningurinn Aaron
Lennon hjá Totten- éíHk
ham virðist hins veg- M
ar vera á góðri leið fljkB jfBL
meðaðvinna
sér fast sæti í Sá
A-landslið
ýráðinn landsliðsþjálfari
Brasilíu, Dunga, hlýtur
eldskírn sína með liðið í
æfingaleik gegn Norðmönnum í
Osló þann 16. ágúst. Brasiliumenn
taka svo á móti Wales á White
Hart Lane, heimavelli Tottenham
í Lundúnum, þann 5. september.
Wales-menn og Brasilíumenn
hafa mæst níu sinnum áður og
hafa þeir fyrrnefndu einu sinni
farið með sigur af hólmi. Það var
árið 1991 og skoraði Dean Saund-
ers sigurmarkið.
Sviptingar hjá Arsenal:
Megum ekki
missa Cole
■ Henry óttast að Cole fari ■ Reyes til Real í lok vikunnar?
Sáttur með lífið Góðar líkur eru
á þvi að bakvörðurinn Ashley
Cole verði leikmaður Chelsea á
næstu dögum.
ásf
'Þ 7 ^
m
■ém-mmf’wHr-::
Thierry Henry, fyrirliði Arsenal,
segir að það yrði mikið áfall fyrir
félagið ef Ashley Cole fer til Chels-
ea. Henry segir að skarðið sem Cole
muni skilja eftir sig sé viðlíka því
sem varð þegar Patrick Vieira fór
til Juventus síðasta sumar. Jose
Mourinho, stjóri Englandsmeistar-
anna, hefur ítrekað reynt að fá bak-
vörðinn knáa, sem er 25 ára, í sínar
raðir og hefur gert Arsenal tilboð
sem hann vill fá svar við fyrir lok
vikunnar.
Ekki til Chelsea!
„Það var mjög erfitt að missa Vi-
eira til Juventus og það yrði engu
minna erfitt að missa Ashley,“ sagði
Henry i samtali við dagblaðið Sun.
„Auðvitað viljum við halda honum,
hann er einn besti vinstri bakvörð-
ur heims. Gael Clichy og Philippe
Senderos eru þegar meiddir og okk-
ur vantar fjölmarga leikmenn þann-
ig að við megum ekki missa hann,“
sagði Henry.
Hann sagði enn fremur að sér
myndi svíða það sérstaklega mikið
að horfa á eftir Cole til keppinauta
sinna. „Ég hef ekki hugmynd um
hvernig ástandið er hjá Chelsea. En
ef hann fer þangað erum við að láta
þá fá eina verðmætustu eign okkar
og það yrði erfitt að taka því.“
Reyes vill fara
Cole var ekki i leikmannahóp
Arsenal í Evrópuleiknum gegn Din-
amo Zagreb á þriðjudag og Jose
Antonio Reyes var á varamanna-
bekknum. Það þýðir að báðir eru
gjaldgengir með öðru félagi í Meist-
aradeildinni ef þeir ákveða að fara
frá Skyttunum, en Reyes hefur ít-
rekað verið orðaður við Real Madr-
id í sumar. Sagt er að Madridarliðið
ætli að bjóða 10 milljónir punda í
kappann, sem er 22 ára.
Reyes sagði við spænska dag-
blaðið AS í vikunni að hann væri
haldinn heimþrá og vonaðist til að
ganga til liðs við Real Madrid sem
fyrst. „Ég og fjölskylda mín von-
umst til að hlutirnir komist á hreint
sem fyrst. Ég verð með kveikt á far-
símanum allan sólarhringinn og
viðbúinn að svara öllum mikilvæg-
um símtölum,“ sagði Reyes.
Wengervongóður
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
segist enn vera vongóður um að
Cole og Reyes fari hvergi. Hann
sagði ástæðuna fyrir því að Reyes
hafi ekki spilað vera að hann hafi
verið órólegur, ekki vegna mögu-
legrar sölu til Real Madrid. „Eftir
allan hamaganginn í kringum Rey-
es fannst mér rétt að hvíla hann í
leiknum. Það kom því ekkert við
að hann væri að fara til Real,“ sagði
Wenger.
Ó, María mig langar heim Jose
Antonio Reyes hefur staðið sig
vel með Arsenai en þjáist af
heimþrá.
í FIMM VERSLUNUM OG HJÁ UMBOÐSMÖNNUM
ÍÓÐ KAUP!
Pottar
og pönnur
25—40%
afsláttur.
Strjáujárn
20%
afsláttur
ÞVOTTAVÉLAR
ÞURRKARAR
UPPÞVOTTAVÉLAR
KÆLISKÁPAR
OFNAR - VIFTUR
HELLUBORÐ
15°/i
AFSLÁTTUR
SJÁ NANAR Á WWW.ORMSSON.I: m AKUREYRI • Simi 461 5000 | KEFLAVlK ■ Simi 421 1535 | SMÁRALIND • Sími 530 2900
Pfonee/
HEIMABÍÓ
Nýtt módel 2006/2007
TlLAOVfRSlA
Verð AOur: 59.900 kr.
TILBOÐSVERÐ: 49.900 kr.
ORMSSON