blaðið - 10.08.2006, Síða 27

blaðið - 10.08.2006, Síða 27
blaðið FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 35 deiglan deiglan@bladid.net Sveifla á Café Paris DJ Lucky spilar sálar-, fönk- og reggitónlist á Café Paris i kvöld frá kl. 21:30-01. Hvað er að gerast FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST GENGIÐ UM ÆGISÍÐU Útivistarræktin sem er óformlegur félagsskapur innan ferðafélagsins Útivistar stendur að venju fyrir göngu- ferð i nágrenni Öskjuhliðar í kvöld kl. 18. Lagt verður af stað frá bílastæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut (þar sem Skóg- ræktarfélag Reykjavikur var eitt sinn með aðstöðu). Gengið verður vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út með Skerjafirði að norðan út undan Ægisiðu. Farið er sömu leið tii baka og er gert ráð fyrir að gönguferðin taki rúma klukkustund. Allir eru velkomnir í ferðina og er ekkert þátttökugjald. TÓNLEIKAR I REYKHOLTSKIRKJU Kanadíski strengjakvartettinn Quartetto Constanze heldur tónleika i kvöld kl. 20.30 í Reykholtskirkju. Á efniskránni eru verk eftir Haydn, Beethoven, Schumann, Jón Leifs, Piazzola og R. Murray Schafer og einnig nýfundið verk eftir vesturis- lenska tónskáldið Þórð Sveinbjörns- son. Aðgangur er ókeypis. DANS OG GRILL (ALÞJÓÐAHÚSINU Lokakvöld sumardagskrár Alþjóða- húss verður haldið á Café Cultura i kvöld kl. 20. Boðið verður upp á grill- aðan mat og þeir sem vilja geta lært að dansa tangó. Allir eru velkomnir og er enginn aðgangseyrir. Drykkir eru ekki innifaldir. Uppskeru- og handverkshátiðin í Eyjafjarðarsveit 2006 Smíða stærsta gítar íslands Það verður mikið um dýrðir á Uppskeru- og handverks- hátíðinni í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit sem hefst i dag og stendur út helgina. Þetta er í fjórtánda skipti sem handverkshá- tíðin er haldin en auk þess að sýna fjölbreytta handverksgripi er boðið upp á nýjar og ferskar landbúnaðar- afurðir svo sem grænmeti og kjötaf- urðir. „Við erum í samstarfi við Fiski- daginn mikla á Dalvík sem fer fram sömu helgi. Þar er náttúrlega sjávar- fanginu gerð skil þannig að okkur fannst full ástæða til að gera land- búnaðinum góð skil á móti,“ segir Dó- róthea Jónsdóttir framkvæmdastýra hátíðarinnar. Hljóðfærasmiðir dregnir fram Handverkshátíðin hefur sérstakt þema á hverju ári og í ár er áherslan lögð á tónlist. „Hljóðfærasmiðir eru afar færir handverksmenn og með tónlistarþemanu erum við að sam- eina handverkið og tónlistina saman í hljóðfærunum sem verða þarna til sýnis auk þess sem leikið verður á þau,“ segir Dóróthea. „Við höfum verið að reyna að draga hljóðfærasmiði fram í dagsljósið. Það er til mjög skemmtileg hljóðfæra- verslun i Reykjavík sem heitir Hljóð- heimur og þar eru yfir hundrað mismunandi tegundir af jaðarhljóð- færum sem menn hafa meðal annars leitað uppi í litlum smáþorpum víða um heiminn. Þetta eru kannski hljóð- færi sem búið er að þróa í gegnum kynslóðir á þessum ákveðna stað. Hljóðheimur er meðal annars með hljóðfæri sem hafa verið notuð í tengslum við meðferðir á fólki og eins fara starfsmenn verslunarinnar stundum inn á leikskóla með sér- staka dagskrá fyrir börn vegna þess að tónlist örvar náttúrlega andlegan þroska þeirra." Útskorinn bergrisi Jón Marínó Jónsson fiðlusmiður verður einnig á staðnum og sýnir Stærsti gítar á íslandi Hópur tréskurdarmanna smíðaöi stærsta rafmagnsgít- ará Islandi sérstaklega fyrir Uppskeru- og handverks- hátíöina. Gítarinn sem eryfir fjórir metrar á lengd er nákvæm eftiriíking af Fender Telecaster. fiðlur á mismunandi stigum og auk þess sem hann mun segja kynngi- magnaða sögu einnar fiðlunnar sem hann er með í smíðum en að sögn Dó- rótheu kemur sálin í hljóðfærinu úr draugaskipi sem standaði fyrir 125 árum í Höfnum. Einnig verður frum- flutningur á fiðlu sem Jón hyggst fara með í samkeppni á Ítalíu í haust. Síðast en ekki síst verður til sýnis stærsti gítar sem smíðaður hefur verið hér á landi en hann er sérstak- lega gerður fyrir hátiðina. Gítarinn góði er eftirlíking af Fender Telec- aster rafmagnsgítar og er yfir fjórir metrar á lengd i réttum hlutföllum. Hópur tréskurðarmanna sem kalla sig Einstaka á heiðurinn að smíðinni. „Við erum líka með annað risaverk í vinnslu sem er útskorinn bergrisi. Hann er einnig gerður í tengslum við hátíðina og verður síðan komið fyrir við Geysisstofu í Haukadal. Ris- inn er kenndur við Bergþór í Bláfelli sem var mjög þjóðkunnur bergrisi og mikið vitnað í hann í þjóðsögum,“ segir Dóróthéa og bætir við að risinn góði sé 2,60 metrar á hæð og vegi yfir hálft tonn. Tónleikar og fyrirlestrar Fjölbreytt skemmti- og fræðslu- dagskrá verður í boði alla daganna sem hátíðin stendur. Meðal ann- ars verða tónleikar með Steindóri Andersen, Báru Grímsdóttur og Didda fiðlu. Hörpuleikarinn Muff Worden leikur á hörpur af ýmsum stærðum og gerðum og loks treður írski þjóðlagasöngvarinn Michael Black upp en hann er af frægri írskri þjóðlagafjölskyldu. Dansverk unnið út frá raunveruleikasj ónvarpi Leiksýning undir berum himni íslenska hreyfiþróunarsam- steypan frumsýnir dans- og leik- húsverkið Meyjarheftið í gamla Ó. Johnson og Kaaber húsinu við Sætún kl. 20 í kvöld. Sýningin er liður í ArtFart listahátíð ungra sviðslistamanna sem stendur yfir frá 10.-20. ágúst. íslenska hreyfiþróunarsam- steypan er skipuð fimm ungum nútímadönsurum sem hafa unnið saman að hinum ýmsu verkum síðastliðin tvö ár. Hópurinn hefur meðal annars sýnt í Færeyjum, Þýskalandi og á Ítalíu og unnið til verðlauna í alþjóðlegum dans- keppnum fyrir unga listamenn. „Við tókum ýmsa þætti raunveru- leikasjónvarps og bárum saman bandarfskt, evrópskt og íslenskt raunveruleikasjónvarp og kom- umst að þeirri niðurstöðu að ís- lenskt raunveruleikasjónvarp er kannski hvað mest áhugaverðast einmitt af því að það er einna raun- verulegast. Hinir eru allir komnir upp á lag með það að „feika“ raun- veruleikann. íslendingar ekki komnir á það stig,“ segir Melkorka Raunveruleikasjónvarp og dans Islenska hreyfiþróunarsamsteypan frumsýnir dansverkið Meyjarheftiö í kvöld en þaö er unniö út frá raunveru- leikasjónvarpi. Myndfíverrir Sigrlður Magnúsdóttir hjá íslensku hreyfiþróunarsamsteypunni. Taka þarf frá miða f síma 824-8870. Leikfélagið Sýnir sýnir leikritið Máfinn eftir rússneska rithöfund- inn Anton Tjekhov í Elliðaárdal í kvöld kl. 20. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leik- hópurinn setur upp verk á þessum stað en uppfærsla hans á Draumi á Jónsmessunótt eftir William Shake- speare á sama stað fýrir þremur árum er enn mörgum í fersku minni. Sýningin fer fram undir berum himni og segjast aðstandendur sýn- ingarinnar hafa gert samning við veðurguðina um gott veður í kvöld. Sýningin í kvöld er sú þriðja og síð- asta á þessum stað en verkið verður einnig sett upp á Fiskideginum mikla í Dalvík á laugardag. Félagar f leikfélaginu Sýnum koma víða af Iandinu en það var upphafiega stofnað af nemendum í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga á Húsabakka í Svarfaðar- dal. Leikfélagarnir starfa allir í leik- félögum í heimahéraði á veturna en vinna með Sýnum á sumrin til að fá útrás fyrir leiklistarþörfina. Leikstjóri Máfsins er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Denni, sem leikstýrði Stútungasögu þegar hún var sett upp í Heiðmörk hjá félaginu fyrir tveimur árum. Persónur og leikendur í helstu hlutverkum eru Júlía Hannam sem Arkadína, Halldór Magnússon sem Trígorín, Guð- mundur Lúðvík Þorvaldsson sem Tréplev, Aldfs G. Davíðsdóttir sem Nína og Rúnar Lund sem Sorin. Aðrir leikarar eru meðal annars Gísli Björn Heimisson, Sigsteinn Sigurbergsson, Anna Bergljót Thorarensen, Dýrleif Jónsdóttir, Ármann Guðmundsson og Arnar Ingvarsson. Um tónlistina í sýningunni sér Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, sem hefur unnið með Hugleik og Leik- félagi Kópavogs við góðan orð- stír. Bibbi semur alla tónlist og texta auk þess sem hann er með fimm manna sjúskaða djasssveit á sveitasetri Sorins. Um búninga sér Kristín Gísladóttir.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.